Spurning dagsins: Á ég að halda áfram sem laugardagsstarfsmaður á póstinum í sumar samhliða því sem ég vinn skrifstofuvinnu á virkum dögum? Þessu ætla ég að reyna svara fljótlega. Hreyfingin er hressandi og vasapeningurinn staðreynd og hálfgerð synd að skola 5 mánaða reynslu í póstburði niður í vaskinn á einu bretti eins og það vantar mikið fólk.
MR-ingar eru hress flokkur: Hægri - vinstri. Til gamans má geta þess að stofnandi vinstrimannafélagsins er eigandi síðunnar farandriddari.blogspot.com þar sem merkjum ýmissa sameignarstefna er flaggað um leið og á síðunni segir að efnið sér "verndað af ákvæðum höfundalaga", lesist: er einkaeign hans. Léttur sjálfshúmor hjá pilti eða hvað?
Nú er kominn miðvikudagur og því ekki úr vegi að huga að helginni. Whatsup?
Wednesday, April 27, 2005
Monday, April 25, 2005
Hress sem fress
Mikid verdur nú gott ad komast úr póstburdinum. Ad hugsa sér ad munurinn á mínum launum eftir skatta (m.v. 37-45 tíma vinnuvikur ad jafnadi) og atvinnuleysisbótum sé litlar 2000 danskar krónur. Ojbarasta!
Helgin var hressandi húllumhæj med adeins of mikilli vodkaneyslu. Mér dettur í hug ad thad sjáist ágætlega hér - jafnvel hér.
35 dagar í fyrsta vinnudag. Jess!
Helgin var hressandi húllumhæj med adeins of mikilli vodkaneyslu. Mér dettur í hug ad thad sjáist ágætlega hér - jafnvel hér.
35 dagar í fyrsta vinnudag. Jess!
Wednesday, April 20, 2005
JÁ!
ÉG ER BÚINN AÐ FÁ ATVINNUTILBOÐ FRÁ NKT FLEXIBLES SEM VERKFRÆÐINGUR OG ÞANNIG ER ÞAÐ NÚ. Meira síðar.
Svefn er góður
Á tveimur frídögum hefur mér tekist að snúa sólarhringum 100% við. Nú þarf ég að snúa honum aftur við því ég þarf að vakna kl. 05:00 í fyrramálið fyrir vinnu. Vinna, vinna, vinna - af hverju gat kommúnisminn ekki sigrað kapítalismann svo ég gæti unnið "eftir getu" en uppskorið "eftir þörfum"? Í augnablikinu myndi það nefninlega þýða að ég gæti setið heima og glápt á vídjó og drukkið bjór í u.þ.b. viku og sent nágrannanum reikningana mína.
Talandi um það. Af hverju er frjálshyggja "trúarbragð" umfram t.d. jafnaðarstefnu (lesist: hentistefnu), sósíalisma eða eitthvað annað? Er munur á þeim sem segir "ég trúi á frjálst framtak og óþvingað samstarf í frjálsu markaðssamfélagi" og þeim sem segir "mér finnst að markaðurinn eigi að vera frjáls nema þar sem ríkið á að skipta sér af"? Er það að vilja einkavæða (af-þjóðnýta) eitthvað trúarbragðslegra en það að vilja ekki einkavæða, eða jafnvel þjóðnýta? Burkni - þú sem þekkir til margra andfrjálshyggjusinnaðra sjónarmiða - hvað segir þú um það?
Ég er að pissa á mig úr spenningi yfir svari frá NKT Flexibles. Ég neita því ekki. Ef svarið er nei ætla ég að verða reiður og helst ölvaður. Ef svarið er já þá ætla ég að verða glaður og ölvaður. Ég er strax orðinn reiður af tilhugsuninni. Lesendur þessara orða eru að verða vitni að miklum tilfinningaumbrotum hjá mér.
Talandi um það. Af hverju er frjálshyggja "trúarbragð" umfram t.d. jafnaðarstefnu (lesist: hentistefnu), sósíalisma eða eitthvað annað? Er munur á þeim sem segir "ég trúi á frjálst framtak og óþvingað samstarf í frjálsu markaðssamfélagi" og þeim sem segir "mér finnst að markaðurinn eigi að vera frjáls nema þar sem ríkið á að skipta sér af"? Er það að vilja einkavæða (af-þjóðnýta) eitthvað trúarbragðslegra en það að vilja ekki einkavæða, eða jafnvel þjóðnýta? Burkni - þú sem þekkir til margra andfrjálshyggjusinnaðra sjónarmiða - hvað segir þú um það?
Ég er að pissa á mig úr spenningi yfir svari frá NKT Flexibles. Ég neita því ekki. Ef svarið er nei ætla ég að verða reiður og helst ölvaður. Ef svarið er já þá ætla ég að verða glaður og ölvaður. Ég er strax orðinn reiður af tilhugsuninni. Lesendur þessara orða eru að verða vitni að miklum tilfinningaumbrotum hjá mér.
Monday, April 18, 2005
Fíknin kallar
Blankó
Eitthvað hefur mér orðið lítið úr verki eftir atvinnuviðtal morgunsins. Tilfinningin segir að atvinnutilboðið sé ekki á leiðinni en spenntir lesendur verða vitaskuld látnir vita hvernig fer (líklega í lok vikunnar, kannski byrjun næstu). Nú er ég hins vegar í fríi, og sömuleiðis á morgun og hinn og á föstudaginn er einhver helgidagur og loks vinna á laugardaginn. Spennandi upplýsingar?
Höfundur þessarar greinar heldur því fram að ölmusi og gjafir muni leysa vanda þriðja heimsins. Með því að reisa raforkuverk, sjúkrahús og skóla sé fátæktin úr sögunni. 50 ár af árangurslausri reynslu með slíkt segja honum ekkert. Húrra.
Sanne fór í morgun til Berlínar og verður þar til fimmtudags. Íbúðin hefur verið skilgreind sem fatalaust svæði á meðan, og eldamennska, þrif og samtöl um eitthvað sérstakt verið bönnuð.
Höfundur þessarar greinar heldur því fram að ölmusi og gjafir muni leysa vanda þriðja heimsins. Með því að reisa raforkuverk, sjúkrahús og skóla sé fátæktin úr sögunni. 50 ár af árangurslausri reynslu með slíkt segja honum ekkert. Húrra.
Sanne fór í morgun til Berlínar og verður þar til fimmtudags. Íbúðin hefur verið skilgreind sem fatalaust svæði á meðan, og eldamennska, þrif og samtöl um eitthvað sérstakt verið bönnuð.
Saturday, April 16, 2005
Stikna
Örfrétt fyrir evru-glaða Íslendinga:
Gríðarhressandi atvinnuviðtal á mánudaginn. Niðurstöður þess munu líklega valda einhverjum breytingum á högum mínum, hvort sem þær verða jákvæðar eða neikvæðar. Einmitt.
Keyptu ekki allir Moggann í gær annars? Flott er.
Hérna gleymist svo snyrtilega að nefna útrýmingu kommúnista á óþægum þegnum sínum í öllum þeim löndum sem kommúnistar hafa komist nálægt því að stjórna.
Gaman að sjá að Vefþjóðviljinn er í síauknum mæli byrjaður að beina spjótum sínum að svonefndum "umhverfisverndarsinnum" í hópi vinstrimanna.
"The euro at risk" was the headline of a Deutsche Bank report to its clients on Monday. "Its life expectancy may soon be regarded as finite," Financial Times columnist Wolfgang Munchau wrote the same day. (#)
Gríðarhressandi atvinnuviðtal á mánudaginn. Niðurstöður þess munu líklega valda einhverjum breytingum á högum mínum, hvort sem þær verða jákvæðar eða neikvæðar. Einmitt.
Keyptu ekki allir Moggann í gær annars? Flott er.
Hérna gleymist svo snyrtilega að nefna útrýmingu kommúnista á óþægum þegnum sínum í öllum þeim löndum sem kommúnistar hafa komist nálægt því að stjórna.
Gaman að sjá að Vefþjóðviljinn er í síauknum mæli byrjaður að beina spjótum sínum að svonefndum "umhverfisverndarsinnum" í hópi vinstrimanna.
Já mörgum þykir gott að vita til þess að ríkið er með eftirlitsstofnanir til að vernda náttúruna, umhverfismat, friðlýsingar, verndanir og lög og reglur um umhverfisvernd. En það bara dugar ekki þegar framkvæmdir á vegum ríkisins eru annars vegar. Frekustu hagsmunahóparnir hafa venjulega sitt fram. Héðinsfjarðargöngin eru skólabókardæmi um framkvæmd sem aldrei væri farið í án stuðnings ríkisins. Þau eru líka dæmi um það hvernig hagsmunir vel skipulagðra hagsmunahópa og stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum fara saman. En síðast en ekki síst eru þau dæmi um að ekki er hægt að treysta hinu opinbera fyrir umhverfisvernd.Einföld réttlætisrök ættu að geta sagt öllum sem þau heyra að umhverfisvernd er ekki verkefni sameignarsinna og ríkisafskiptasinna. Þegar þau rök fá ekki að heyrast þarf að grípa til reynsluraka. Þá ættu allir að skilja.
Friday, April 15, 2005
Egóið
Mæli eindregið með því að fólk kaupi sér eitt stykki Morgunblað í dag. Grein leynist víst sem sumum gæti þótt áhugaverð. Er ég að rifna úr sjálfsánægju?
Kvenfólk er, þrátt fyrir 40.000 ára þróun samhliða karlmönnum, ósjálfbjarga grey. Þessari fullyrðingu eru eflaust margir ósammála, og auðvitað er ég ekki að meina þetta á neinum illkvittnum nótum. Svona líður mér samt í augnablikinu.
Kvenfólk er, þrátt fyrir 40.000 ára þróun samhliða karlmönnum, ósjálfbjarga grey. Þessari fullyrðingu eru eflaust margir ósammála, og auðvitað er ég ekki að meina þetta á neinum illkvittnum nótum. Svona líður mér samt í augnablikinu.
Thursday, April 14, 2005
Fíknin
Ég fann stórkostlega bók í gær - Politikens bog om politiske ideer. Vissuðið að allur grundvöllur Marxisma/kommúnisma byggist á úreltu módeli um verðmyndun á markaði sem aftur er komið frá hinum mæta manni Adam Smith? Þetta stendur ekki beint í bókinni en svona er það nú samt. Vissuðið að allt sem heitir "vinstristefna" í dag er í raun lítið meira en lítið frávik frá klassískri frjálshyggju? Séð í sögulegu samhengi auðvitað. Vinstrið er ekki lengur að berjast fyrir sameign á framleiðslutækjum. Vinstrið í dag er hugmyndafræðilegur ágreiningur frjálshyggjumanna fyrir 200 árum.
Ég fullyrði hér með að Weekendavisen sé besta "dag"blað Danmerkur (kemur að vísu bara út einu sinni í viku, en þið skiljið). Magnað er samt að hugsa til þess að nokkur blöð með útgáfu einu sinni í viku hafa verið að fá ríkisstyrki til niðurgreiðslu á útburðargjöldum sínum! Reyndar fá öll dagblöð Danmerkur þessa ríkissporslu en nú á að afnema hana fyrir blöð sem koma út sjaldnar en 5x í viku. Ég skil ekki hugsunina bak við þessa hringavitleysu ríkisstyrkja á lesefni, og af hverju að afnema hana á sumum en ekki öðrum, eða yfirleitt hafa hana á einhverju lesefni sem er dreift með pósti?
Blöðin sögðu frá því um daginn að ný norsk skýrsla um vændi í Svíþjóð og Hollandi hefði sýnt fram á að lagabreyting sem flytur lögbrotið frá seljanda vændis yfir á kaupanda vændis hefði óteljandi margar mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér, t.d. og sérstaklega þá fyrir vændiskonurnar sjálfar (lækkandi verð fyrir þjónustuna, lögreglan fengi engin vitni gegn mannsmyglurum og ofbeldismönnum, öryggi vændiskvennanna snarminnkað, osfrv). Fékk þessi skýrsla einhverja athygli á Íslandi eða þarf ég að taka að mér fréttaritarahlutverkið sjálfur?
Ég fullyrði hér með að Weekendavisen sé besta "dag"blað Danmerkur (kemur að vísu bara út einu sinni í viku, en þið skiljið). Magnað er samt að hugsa til þess að nokkur blöð með útgáfu einu sinni í viku hafa verið að fá ríkisstyrki til niðurgreiðslu á útburðargjöldum sínum! Reyndar fá öll dagblöð Danmerkur þessa ríkissporslu en nú á að afnema hana fyrir blöð sem koma út sjaldnar en 5x í viku. Ég skil ekki hugsunina bak við þessa hringavitleysu ríkisstyrkja á lesefni, og af hverju að afnema hana á sumum en ekki öðrum, eða yfirleitt hafa hana á einhverju lesefni sem er dreift með pósti?
Blöðin sögðu frá því um daginn að ný norsk skýrsla um vændi í Svíþjóð og Hollandi hefði sýnt fram á að lagabreyting sem flytur lögbrotið frá seljanda vændis yfir á kaupanda vændis hefði óteljandi margar mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér, t.d. og sérstaklega þá fyrir vændiskonurnar sjálfar (lækkandi verð fyrir þjónustuna, lögreglan fengi engin vitni gegn mannsmyglurum og ofbeldismönnum, öryggi vændiskvennanna snarminnkað, osfrv). Fékk þessi skýrsla einhverja athygli á Íslandi eða þarf ég að taka að mér fréttaritarahlutverkið sjálfur?
Wednesday, April 13, 2005
Ætti ég?
Ætti ég að setja upp hið vandmeðfarna fyrirbæri tenglalista? Hann yrði frekar þunnur þar sem netyfirferð mín er ósköp lítil en hver veit.
Ég held að ég sé búinn að fullkomna póstútburðinn og þá er kominn tími til að leita sér að einhverju nýju. Ég er að hugsa um að segja upp og vera laus frá pósti 1. júní jafnvel þótt ekkert annað sé ákveðið eða í sjónmáli. Þá veit alheimurinn það.
Hressandi er að vinna með dönskum frjálshyggjumönnum. Þeir eru kannski kjaftóðir á fundum eins og aðrir Danir, en kjaftæðið er skemmtilegt í þeirra tilviki. Húrra.
Ég skil ekki danskar innheimtuþjónustur. Ef maður borgar þeim þá fá þær ekki peningana. Ef maður borgar þeim ekki þá er maður í meðhöndlun og þarf ekki að borga strax. Oft vita þær ekki sjálfar að maður skuldar þeim. Hressandi.
Ég held að ég sé búinn að fullkomna póstútburðinn og þá er kominn tími til að leita sér að einhverju nýju. Ég er að hugsa um að segja upp og vera laus frá pósti 1. júní jafnvel þótt ekkert annað sé ákveðið eða í sjónmáli. Þá veit alheimurinn það.
Hressandi er að vinna með dönskum frjálshyggjumönnum. Þeir eru kannski kjaftóðir á fundum eins og aðrir Danir, en kjaftæðið er skemmtilegt í þeirra tilviki. Húrra.
Ég skil ekki danskar innheimtuþjónustur. Ef maður borgar þeim þá fá þær ekki peningana. Ef maður borgar þeim ekki þá er maður í meðhöndlun og þarf ekki að borga strax. Oft vita þær ekki sjálfar að maður skuldar þeim. Hressandi.
Tuesday, April 12, 2005
Eitt
Ég sumsé komst í aðra umferð í ráðningarferlinu hjá fyrirtækinu NKT Flexibles. Viðtal #2 (af vonandi ekki fleirum) mun eiga sér stað í næstu viku. Ekki orð um það meir.
Að fá að þjösnast á vinnubíl í þjappaðri morgunumferð í miðri stórborg er gríðarhressandi og þetta endurtek ég eins oft og mér þurfa þykir.
Kvenfólk er byrjað að fækka fötum í borg kaupmanna og það er vel. Ég er sjálfur byrjaður að fækka fötum og kannski það sé ekki eins vel.
Eins og enginn hefur vafalaust tekið eftir þá hef ég verið símasambandslaus í bráðum viku núna. Sanne tókst á einhvern undraverðan hátt að skemma sinn síma, koma sér í stöðu þar sem hún þurfti á síma að halda, og þannig kom til símaleysi mitt. Í kvöld mun ég samt endurheimta símasamband mitt. Húrra. Skemmtileg frétt þetta.
Eftirfarandi orð eru sögð með fyrirvara um að ef einhver vísar á einhvern hátt til þeirra á einhverjum vettvangi þá ber ég við sólsting og eyði þeim út:
Aðdáendum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, a.k.a. ISG (=innihaldslausi spangólandi galgopinn), er bent á málfund á vegum Frjálshyggjufélagsins á fimmtudaginn kl. 12 í Iðnó. Konan verður étin lifandi.
Að fá að þjösnast á vinnubíl í þjappaðri morgunumferð í miðri stórborg er gríðarhressandi og þetta endurtek ég eins oft og mér þurfa þykir.
Kvenfólk er byrjað að fækka fötum í borg kaupmanna og það er vel. Ég er sjálfur byrjaður að fækka fötum og kannski það sé ekki eins vel.
Eins og enginn hefur vafalaust tekið eftir þá hef ég verið símasambandslaus í bráðum viku núna. Sanne tókst á einhvern undraverðan hátt að skemma sinn síma, koma sér í stöðu þar sem hún þurfti á síma að halda, og þannig kom til símaleysi mitt. Í kvöld mun ég samt endurheimta símasamband mitt. Húrra. Skemmtileg frétt þetta.
Eftirfarandi orð eru sögð með fyrirvara um að ef einhver vísar á einhvern hátt til þeirra á einhverjum vettvangi þá ber ég við sólsting og eyði þeim út:
Aðdáendum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, a.k.a. ISG (=innihaldslausi spangólandi galgopinn), er bent á málfund á vegum Frjálshyggjufélagsins á fimmtudaginn kl. 12 í Iðnó. Konan verður étin lifandi.
Saturday, April 09, 2005
Áfengi í glasið mitt
Kannski eitthvað verði bráðum að frétta af mér fljótlega. Nú er ég samt líklega búinn að koma í veg fyrir það með því að gefa það í skyn.
Afmælisteiti í kvöld og ég stefni á mikla ölvun. Þriðja Jóa Ben-helgin í röð. Jahérna segi ég nú bara.
Ég fór á hressandi málfund sósíalista á fimmtudagskvöldið. Gamall kommi, Preben Wilhjelm, sagði frá því hvernig Bandaríkin skópu í raun Kalda stríðið, þvert á vilja friðelskandi Sovétmanna, og að það eina sem Sovétríkin gerðu sem var honum ekki að skapi var að ráðast inn í Afganistan. Fullur salur af kommum og sossum tók undir allt sem hann sagði. Ég spurði hann spurningar sem hann afvísaði mjög snyrtilega með því að byrja tala um eitthvað allt annað en efni spurningarinnar enda væri engin leið fyrir hann að svara spurningunni svo vel færi án þess að hella sér út í langlokur. Sjálfsupphafning mín á sér engin takmörk.
Afmælisteiti í kvöld og ég stefni á mikla ölvun. Þriðja Jóa Ben-helgin í röð. Jahérna segi ég nú bara.
Ég fór á hressandi málfund sósíalista á fimmtudagskvöldið. Gamall kommi, Preben Wilhjelm, sagði frá því hvernig Bandaríkin skópu í raun Kalda stríðið, þvert á vilja friðelskandi Sovétmanna, og að það eina sem Sovétríkin gerðu sem var honum ekki að skapi var að ráðast inn í Afganistan. Fullur salur af kommum og sossum tók undir allt sem hann sagði. Ég spurði hann spurningar sem hann afvísaði mjög snyrtilega með því að byrja tala um eitthvað allt annað en efni spurningarinnar enda væri engin leið fyrir hann að svara spurningunni svo vel færi án þess að hella sér út í langlokur. Sjálfsupphafning mín á sér engin takmörk.
Wednesday, April 06, 2005
Bimmbarabúmm
Venju samkvæmt kem ég úr út atvinnuviðtali þess fullviss um að atvinnutilboðið sé handan við hornið. Hingað til hefur mér skjátlast. Tilfinningin er ekki sú að eitthvað sé að fara breytast. Jákvæður en samt neikvæður.
Hressandi umræður hjá Gauta hér. Spurning dagsins: Með því að leyfa almenningi að koma inn á eign mína hef ég þá fyrirgert stjórnarskrárbundnum eignarrétti mínum? Er stjórnarskrárbundinn eignarréttur kannski bara auðhunsanlegt formsatriði eins og málfrelsið, trúfrelsið og ýmislegt annað góðgæti?
Maður hefði haldið að 75% Íslendinga hefðu fjármagn, vilja og þor til að safna sér saman á svæðum þar sem 25% Íslendinga þurfa að aðlagast, í stað þess að það sé öfugt.
Frjálshyggja.is hefur nú fætt af sér spjall og blogg og maður veit ekki hvar þetta endar.
Hressandi umræður hjá Gauta hér. Spurning dagsins: Með því að leyfa almenningi að koma inn á eign mína hef ég þá fyrirgert stjórnarskrárbundnum eignarrétti mínum? Er stjórnarskrárbundinn eignarréttur kannski bara auðhunsanlegt formsatriði eins og málfrelsið, trúfrelsið og ýmislegt annað góðgæti?
Maður hefði haldið að 75% Íslendinga hefðu fjármagn, vilja og þor til að safna sér saman á svæðum þar sem 25% Íslendinga þurfa að aðlagast, í stað þess að það sé öfugt.
Frjálshyggja.is hefur nú fætt af sér spjall og blogg og maður veit ekki hvar þetta endar.
Tuesday, April 05, 2005
Stuttur
Megi allar hvítar tískuklippi- og hárgreiðslustofur Danmerkur fara til fjandans. Besti staðurinn til að láta klippa sig í Kaupmannahöfn er í Blågårdsgade. Ég efast um að það að borga 350-450 DKK fyrir klippingu hefði skilað betri niðurstöðum en þær 100 DKK sem ég lét af hendi. Að vísu er alltaf tekinn ákveðinn séns en hvað annað þegar lífið er stutt?
Haukur er að gera góða hluti í títtnefndum peningaflutningavandræðum mínum. Bankar hafa hér með verið settir út í horn.
Danskir sósíalistar eru alveg æðislega fjarstæðukenndir í sjálfsupphafningu sinni:
Morgunblaðið gerði góðan hlut í dag og birti grein eftir mig. Mikið var segi ég nú bara.
Haukur er að gera góða hluti í títtnefndum peningaflutningavandræðum mínum. Bankar hafa hér með verið settir út í horn.
Danskir sósíalistar eru alveg æðislega fjarstæðukenndir í sjálfsupphafningu sinni:
Kvindekampen er en selvfølgelig del af marxisters kamp for socialisme, og vi holder fast i at vi ikke kan gøre os fri af kvindeundertrykkelsen så længe vi lever i et kapitalistisk samfund. Det er sandt at kvinder i Danmark har det lettere end kvinder i den tredje verden, men det skyldes arbejderbevægelsens kamp for kvindens vilkår. (#)Jú, jú, að vísu hafa konur í frjálsum, kapítalískum samfélögum það betra en konur í löndum sameignarsinna og fasista, en það er vegna baráttu stéttahreyfingarinnar - og þannig var það nú. Einhvern veginn finnst mér skrýtið að sjá sósíalista eigna sér ævibaráttu frjálslyndra hægrimanna eins og Johns Stuarts Mills, sem skrifaði hið hressandi og brautryðjandi verk Kúgun kvenna á síðari hluta 17. aldar. Á sama tíma voru menn eins og Karl Marx að boða kynjayfirburði hvítra, mismunun á grundvelli uppruna, blóðsúthellingar og fleira skemmtilegt.
Morgunblaðið gerði góðan hlut í dag og birti grein eftir mig. Mikið var segi ég nú bara.
Monday, April 04, 2005
Heitur drengur
Megi allar stórverslanir og súpermarkaðir Danmerkur fara til fjandans. Besti staðurinn til að versla í Kaupmannahöfn er Nørrebrogade.
Vinstri vindhögg - hægri beint í mark, eða ég sé ekki betur þótt auðvitað sé ég ekki hlutlaus frekar en nokkur manneskja með nokkra skoðun á nokkrum hlut. Skemmtileg athugasemd: "Ekki finnst vinstrimönnum að það eigi að auka tekjumismuninn enn frekar, með því að láta hina fátæku styrkja hina ríkari?" Dapurlegt svarið er einmitt játandi.
Annars er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma í netheimum og sjá hreinlega svart á hvítu hvað er að ganga vel og hvað er að fara til fjandans í frelsisbaráttunni.
Gullmoli sem ég endurtek án tilvísana og leyfis höfundar:
..og hananú.
Vinstri vindhögg - hægri beint í mark, eða ég sé ekki betur þótt auðvitað sé ég ekki hlutlaus frekar en nokkur manneskja með nokkra skoðun á nokkrum hlut. Skemmtileg athugasemd: "Ekki finnst vinstrimönnum að það eigi að auka tekjumismuninn enn frekar, með því að láta hina fátæku styrkja hina ríkari?" Dapurlegt svarið er einmitt játandi.
Annars er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma í netheimum og sjá hreinlega svart á hvítu hvað er að ganga vel og hvað er að fara til fjandans í frelsisbaráttunni.
Gullmoli sem ég endurtek án tilvísana og leyfis höfundar:
Það er heimskulegt að eiga að þakka ríkinu fyrir eitt eða neitt. Ekkert frekar en plantekruþrælar eða fangar í útrýmingarbúðum hefðu átt að þakka fyrir húsaskjól, örugga vinnu og mat.
..og hananú.
Næstum veikur
Má til med ad segja "skiiiiiiidegodt" eftir eiturhressandi djamm á laugardaginn. Jói Ben er ad reynast thessi thvílíkt trausti djammari og nærvera hans veldur thví einhvern veginn alltaf ad ýmislegt skemmtilegt gerist.
Afleidingin er svo audvitad mikill slappleiki í dag, en á moti kemur glampandi sól og tilvist kaldra bjóra heima.
Minni á ég-borga-mida-eda-skuldir-Íslendinga-í-Danmørku-gegn-millifærslu-á-íslenskan-reikning-minn-spjallid mitt í sídustu færslu. Mér thætti vænt um vidbrøgd ef einhver hefur upp á slík ad bjóda. Tølvupóst, SMS, dúfnaskeyti eda hvad sem er.
Afleidingin er svo audvitad mikill slappleiki í dag, en á moti kemur glampandi sól og tilvist kaldra bjóra heima.
Minni á ég-borga-mida-eda-skuldir-Íslendinga-í-Danmørku-gegn-millifærslu-á-íslenskan-reikning-minn-spjallid mitt í sídustu færslu. Mér thætti vænt um vidbrøgd ef einhver hefur upp á slík ad bjóda. Tølvupóst, SMS, dúfnaskeyti eda hvad sem er.
Saturday, April 02, 2005
Sól
Sólin hitnar hratt í Kaupmannahöfn þessa dagana. Útiverandi öldrykkjuveður er löngu komið.
Fyrsta atvinnuviðtalið síðan í byrjun desember er komið á blað. Miðvikudagur næstu viku. Hvað ætli þeir séu að leita að?
Nú skulda ég peninga á Íslandi. Hins vegar þéna ég í Danmörku. Flutningskostnaður vegna peningafærslna milli Íslands og Danmerkur er hærri en ég kæri mig um að greiða. Er ekki einhver, sem er búsettur á Íslandi, sem skuldar eitthvað í Danmörku eða hefur hug á miðakaupum á Hróaskeldu? Mér datt í hug að ég gæti tekið að mér ýmis dönsk útgjöld og fengið peninga millifærða á íslenskan reikning minn í staðinn? Hljómar það ekki eins og góð hugmynd til að sleppa við allt sem heitir bankakostnaður og þess háttar?
Fyrsta atvinnuviðtalið síðan í byrjun desember er komið á blað. Miðvikudagur næstu viku. Hvað ætli þeir séu að leita að?
Nú skulda ég peninga á Íslandi. Hins vegar þéna ég í Danmörku. Flutningskostnaður vegna peningafærslna milli Íslands og Danmerkur er hærri en ég kæri mig um að greiða. Er ekki einhver, sem er búsettur á Íslandi, sem skuldar eitthvað í Danmörku eða hefur hug á miðakaupum á Hróaskeldu? Mér datt í hug að ég gæti tekið að mér ýmis dönsk útgjöld og fengið peninga millifærða á íslenskan reikning minn í staðinn? Hljómar það ekki eins og góð hugmynd til að sleppa við allt sem heitir bankakostnaður og þess háttar?
Subscribe to:
Posts (Atom)