Thursday, December 27, 2007

Íslandsannáll 2

Hvít jól urðu það þá eftir allt hávaðarokið og rigninguna mína fyrstu viku á Íslandi. Gott mál. Ég kýs fimbulkulda og LOGN fram yfir óþolandi rok og rigningu hvenær sem er!

Alveg hreint var ljúft að hitta piltana sína seinasta fimmtudag. Þeir eru akkeri í lífsins ólgusjó sem ekkert fær haggað!

Á föstudagskvöldið var örlítill jólahlaðborðshittingur frjálshyggjumanna. Það var hressandi kvöld og gott að sjá loksins mörg andlit sem hingað til hafa eingöngu verið sjáanleg sem myndir við hin skynsömu skrif í netheimum og í einstaka dagblaði. Minningum frá seinni hluta kvöldsins er varla til að skipta en vonandi tekur það enginn persónulega.

Frændsystkyni mín í föðurætt héldu teiti á laugardagskvöldinu og ég lýg ekki né ýki þegar ég segi að betur heppnaðan hóp skyldmenna er ekki hægt að finna! Óléttar voru þær nokkrar og árið 2008 verður því gott fyrir kynbætingu Íslendinga. Minningum frá seinni hluta kvöldsins er varla til að skipta en vonandi tekur það enginn persónulega. Eða jú, tók leigubíl heim í fyrsta skipti síðan ég kom til Íslands! Og já, á Sirkus er þjófótt pakk sem ég ætla aldrei að umgangast aftur.

Sunnudaginn nýtti ég í svefn og líkamlega úthreinsun áður en haldið var á Bubba-tónleika um kvöldið. Loksins hitti ég Arnar hinn fagra! Tónleikarnir voru hinir ágætustu en uppdópaðir pabbastrákar enduðu þá lagi eða tveimur of snemma með slagsmálum. Helvítis fífl. Má svo til að segja að ef síkjaftandi óþolandi vanvirðandi fólk er byrjað að venja ferðir sínar á Bubba-tónleika Þorláksmessu þá þarf ég að hugsa mig tvisvar um áður en ég sæki þá aftur!

Aðfangadagur var ljúfur og gott ef pökkunum fer ekki hreinlega fjölgandi með hverju ári! Einn er við hliðina á mér, enn ókominn til eiganda síns, en það vona ég að reddist! Pakkainnihaldið var ljúft svo ekki sé meira sagt. Ég þarf að byrja muna að ef ég bið um eitthvað einfalt og ódýrt þá verður það að dýrri og hátæknilegri gjöf. Hrós fær fjölskyldan fyrir að finna á hverju ári eitthvað sem mig "vantar" þegar ég hef sannfært mig um og gefið út að mig vanti ekkert. Dæmi: Veggklukka, skyrtur, Family Guy nærbuxur og semí-nektarmynd af vini sínum.

Á Jóladag var það jólaboðið hjá ömmu og afa og í ár var 100% mæting, hressandi actionary, gríðargóð stemming, ofgnótt matar og ég í jólasveinahlutverkinu á ný eftir smá hlé. Ég gæti alveg vanist því að hitta mína ágætu ætt aðeins oftar!

Núna er annállinn orðinn alltof margorður. Búið í bili.

Thursday, December 20, 2007

Stikkorðin

Hlynur og Beta (kvikmyndastjarna) á heimavelli í Fjarhitun eru fögur sjón. Sif bílstjóri sömuleiðis.

Raggi, Gauti, Hjalti, Þrándur, Ingi Gauti og Haukur (edrú) ásamt fleiri góðum saman með miklu áfengi í Kvisthaga er skotheld skemmtun. Fosshótel er ekki sem verst. Pulsa á Hlemmi er ágæt, en engin bæjarins besta.

Jólagjafir að detta inn hver af annarri. Á morgun verður þetta klárað!

Kringlan er ekki svo niðurdrepandi súr staður þegar litli bróðir er með í för.

Amma og afi bjóða upp á heimsins bestu lúðu. Vonandi geta sem flestir sagt það sama.

Annað kvöld með piltunum mínum er magahnútshnýtandi tilhlökkun. Á föstudaginn er vel mannað jólahlaðborð (lesist: engir vinstrimenn til staðar). Á laugardaginn er komfararpartý á Álftanesi. Á sunnudaginn er það Bubbi. Planið er gott!

Símanúmerið er: 6948954.

Sjáumst, vonandi!

Friday, December 14, 2007

Lægðahraðlestin býður mig velkominn til Íslands

Veðurfræðingar um allan heim eru ekki að ýkja þegar þeir kalla veðrakerfi Norður-Atlantshafs "lægðahraðlestina". Þetta er alveg hreint ótrúlegt veður. Á hverjum degi verður mér hugsað til ferðalangs sem þarf að keyra milli Keflavíkur og Reykjavíkur og vona að hann haldist á veginum. Á hverjum degi hugsa ég með mér að ég þurfi að drífa mig út og "gera eitthvað", en sú hugsun kafnar í næsta vindgusti að reyna brjótast inn um stofugluggann.

Mér hlýtur samt að takast að fá mér duglega í glas í kvöld og hitta kunnugleg andlit. Er það ekki?

Örlítil ferðasaga hingað til: Tveir til þrír bjórar heima með Ugne í heimsókn, sem svo skutlaði mér á metro-stöðina. Mætti þremur tímum fyrir brottför og hófst handa við drykkju (með óumbeðnum hléum í röðum). Halldóra notaði völd sín á Kastrup til margra góðra verka. Sessunauturinn var Sigga sæta. Sú tók fyrir mig karton í gegnum tollinn og skutlaði mér á Miðnesheiðina. Lífið á Fjólustöðum var ljúft og verður vonandi endurtekið innan ársloka. Hótel mamma seinustu tvo daga hefur ekki svikið frekar en í fyrri skipti. Nú er komin helgi, og sú eina sem er galopin hvað plön varðar. Sjáum hvað setur!

Monday, December 10, 2007

Ísland annað kvöld

Þá er alveg að koma að því að ég fljúgi til Íslands til að eyða afgangi ársins þar (fram til 30. des.). Ég er farinn að hlakka til að fá smá frí frá Dönum sem voru vægast sagt kjaftaglaðir í dag. Hausinn á mér er líka frekar ringlaður eftir vægast sagt óreglulegan svefn um helgina (kl 7-18:30 fös-laug, kl 4-19:30 laug-sun, kl 2-6 sun-mán).

Ég ætla að sofa mikið á Íslandi. Mjög mikið. Og tala íslensku. Og hætta að tala um "réttindi" og "kröfur" og þeim mun meira um "vinnu" og "sjálfsbjargarviðleitni".

'Julefrokost' vinnunnar á föstudaginn var gríðarhressandi athöfn með gríðarmikilli áfengisneyslu. Mikið rosalega var ég skemmtilegur. Annað verður ekki sagt. Missti samt ekki af mér neinar flíkur, hvorki á skemmtuninni né í bænum eftir á. Þess hafa margir saknað síðan buxurnar ruku niður á mínu fyrsta vinnudjammi fyrir um 2 árum síðan. Lengi lifir í gömlum glæðum sögusagnaheimsins. Annað verður ekki sagt.

Tveir bolir frá hinum ágætu samtökum Bureaucrash voru að berast mér í hendur. Ljómandi gott að hafa ný klæði fyrir Íslandsbröltið.

Fyrir um tveimur vikum voru mannaskipti í fjögurra manna skrifstofunni minni í vinnunni. Út fór kvenmaður og í staðinn kom þessi ljúfi piltur. Sá piltur á frekar erfitt með að aðlagast hinni súru diss-stemmingu sem ríkir (ekki ólík þeirri á Verkfræðistofnun í gamla daga) og er núna einlæglega byrjaður að kvarta yfir því að vera kallaður "tøse" og heyra klámfengna útúrsnúninga úr öllu sem hann segir. Greyið hann segi ég bara!

Eitthvað fleira í bili? Nei ætli það. Sjáumst fljótlega!

Thursday, December 06, 2007

Þreyttur líkami en sálin er hress

Mikið afskaplega er skrokkurinn þreyttur núna. Litlir 13 tímar á vinnustaðnum í dag rétt eins og mánudaginn, afmælisdagurinn fór í brölt á milli landa með vinnufund á milli flugvallaheimsókna, í gær var Parken heimsóttur með mjög svo ágætum piltum og drukknir allnokkrir bjórar og á morgun er ofurölvaður 'julefrokost' í vinnunni sem væntanlega verður í kjölfar strembins vinnudags á morgun (langur fundur, margt sem þarf að klára - margt!).

Það liggur við að ég segi að ég eigi skilið smá frí sem einmitt hefst með flugi til Íslands næsta þriðjudagskvöld. Liggur við.

Ég skil ekki (lengur) hvað öllum finnst skrýtið að hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður sé í vandræðum um þessar mundir og mun verða það þar til markaðurinn leiðréttir sig og sendir fyrirtæki og banka í gjaldþrot og greiðslustöðvun í stórum stíl, og fyrirtæki á hausinn, og fólk á götuna. Er ég sá eini sem les Mises.org reglulega?

Svo virðist sem afsakanir mínar til að skreppa oft til Eistrasaltsríkjanna á næsta ári til að drekka góðan bjór á bar fyrir 5 danskar krónur séu orðnar ánægjulega margar.

Þetta með að hafa mini-bar á vinnuskrifstofunni og spurja alla gesti, "do you want a drink?" í bandarískum bíómyndum og þáttum hefur oft fengið mig til spá hvort svona sé þetta í raun og veru í Bandaríkjunum. Veit einhver svarið við því?

Í Danmörku er hægt að millifæra pening óþvingað á danska ríkið á reikningsnúmer 3100 0004000978 eða gíróreikning 4000978. Þá veit alþjóð það.

Mér sýnist ég þurfa að taka að mér föðurlega umhyggju fyrir uppáhalds einstakling mínum á vinnustaðnum svo viðkomandi drekki sjálri sér ekki í vinnu og láti það bitna á geðheilsu sinni.

Vinna já? Sveittur vinnufundur kl 8:30 í fyrramálið með fulltrúum tveggja franskra/semí-franskra fyrirtækja. Best að fara að sofa, bráðum!

Sunday, December 02, 2007

Helgarsprokið

Ekki svo galin helgi nú að baki. Ingi kíkti í bæinn og við tæmdum nokkrar bjórflöskur og skotglös og heimsóttum staði á víð og dreif í Köben, oft í ágætum félagsskap myndarlegra kvenna (já, engin lygi það!). Líkaminn er skiljanlega ekki í toppformi í dag fyrir vikið en kók og pizza hafa bætt mikið úr því. Ingi, vertu alltaf velkominn!

Seinasta vinnuvikan fyrir Íslandsferðina 11. des. tekur við á morgun. Mánudagurinn verður vægast sagt þéttpakkaður og á þriðjudaginn er vinnuferð til Parísar - út að morgni, fundir allan daginn og flug heim um kvöldið. Mér hundleiðist svona ferðir og ein seinkun eða eitt franskt verkfall getur auðveldlega gert allt planið að engu. Óneitanlega gaman er samt að vera sérstaklega umbeðinn þátttakandi á mjög mikilvægum fundi! Ég er jú "the BFLEX engineer"!

Á föstudaginn er 'julefrokost' í vinnunni. Gríðarleg áfengisneysla, stuð og gaman og kannski smá sveifla á dansgólfinu. Tilhlökkun: Mikil!

Thursday, November 29, 2007

Tuesday, November 27, 2007

Bara svo þið gleymið því ekki hvernig ég lít út

Simple life

Lífið er svo dásamlega einfalt þegar tímanum er eytt í vinnunni. Í gær eyddi ég 14 tímum þar en þurfti svo að skera niður vinnudaginn í dag því ónefnt írskt fyrirtæki er lengi að klára sinn hluta verkefnis og þyrstur Dani vildi kaldan bjór. Allt í lagi samt, því ég þurft i að ná í bæinn á opnunartíma einhvern tímann í vikunni og ekki verður það á næstu dögum!

Svo virðist vera sem lífskjör í heiminum séu hvergi betri en á Íslandi. Væntanlega er þá verið að meina þá sem hvorki reykja né drekka. Ég hef að minnsta kosti ekki séð neinn reyna magnmæla ánægjuna af einum smók og sopa af bjór strax á eftir!

Grænlendingar vilja meiri hnatthlýnun til að ylja nýhafinni kál- og jarðaberjarækt sinni. Ekki galin löngun það. Íslendingar ættu að hugsa á svipuðum nótum um kornrækt sem lagðist af þegar hitastig lofthjúpsins tók dýfu einhvern tímann eftir 1100 og er nú fyrst að ná sér á strik. Kosningaloforðshugmynd: "Hlýrri sumur og mildari vetur - brennum fjárans olíunni!" Óvíst um árangur slíkrar aðgerðar en kannski slagorð sem slær í gegn á tímum oftrúar á ægivaldi hinnar náttúrulegu sameindar.

Danmörk er öll að koma til í vetrinum. Frost er alveg gríðarlega vanmetið veðurástand.

Ég get ekki hætt að horfa á myndskeiðið sem sést hér í næstseinustu færslu. Það minnir mig svolítið á annað myndskeið sem mér var sent fyrir mörgum mánuðum og sýnir tvær stúlkur í heitum potti þar sem önnur bregður sér upp úr til að dansa smá dans fyrir vinkonur sínar. Gott ef ég á þetta myndskeið ekki enn. Ljómandi!

"Þú þarft að fara að rifja upp varmafræðina" er mér tjáð af minni yndislegu systur. Já, þá geri ég það vitaskuld!

Þetta með að vakna kl 6 á morgnana er ekki alslæmt. Ég er að vísu svolítið ringlaður í hausnum núna svona eins og ég hafi drukkið kippu eða tvær en það er ágætt ástand. Rúmið er tilbúið að taka við mér ef ég verð of ringlaður og gott að vita af því.

Íslandsjól hjá Geir nálgast óðfluga! Gera sér allir grein fyrir því?

Saturday, November 24, 2007

Heimahelgi

Heimahelgar eru svo ágætar. Þessi var að vísu ekki plönuð sem heimahelgi en svona fór það nú samt og ég kvarta ekki yfir því. Úti er rigning og rok og ekki er heitt í þessu landi um þessar mundir og ekki alslæmt að hlusta á veðrið í náttbuxum og bol með kaldan pilsner í hönd!

Hersteinn, sú ungverska hafði samband! Óvænt og hressandi, en sjáum hvað setur.

Simpsons-þættirnir eru meira og minna skrifaðir af vinstrimönnum. Öðru máli gegnir um Seinfeld og The Wire-þættina. Þá vitum við það!

Ég er búinn að horfa á Heidi Klum-myndband seinustu færslu örugglega yfir tuttugu sinnum í dag og í gær. Eitthvað við það er svo ómótstæðilegt!

Heimilisstarfalexía dagsins: Aldrei slökkva á þvottavél 10 mínútum áður en prógrammið er búið. Niðurstaða slíkrar aðgerðar: Holdvott allt sem tekur óratíma að þorna.

Margt gott finnst í Hollandi.

Engin umbeðin steinmeitlun hefur borist mér ennþá. Á ég að hafa áhyggjur?

Engar umbeðnar myndir af íslensku módeli hafa enn birst mér. Á ég að rukka?

Lokaverkefni kvöldsins: DOA. Fullkomið verkefni fyrir karlmann sem er einn heima!

Friday, November 23, 2007

Saturday, November 17, 2007

Yndislegur skortur á nýjum fréttum

Hvað er að frétta? Nákvæmlega ekkert! Þvílík sæla.

Vinnuvikan var frekar góð og næsta vika verður athyglisverð í meira lagi. Ísland-Danmörk í fótbolta á Parken á miðvikudaginn og Daði búinn að lýsa yfir gríðarlegri ölvun frá og með því kvöldi. Úff, ó minni aumu lifur!

Ísland nálgast með ógnarhraða (11. des.) og svo virðist sem öll langtíma verkefni í vinnunni ætli að þjappa sér saman í vinnuálagi á nokkurn veginn þessum tíma. Spurningin er bara hvort ég taki vinnuna með mér til Íslands eða geri janúar að gríðarlega viðveru á vinnustaðnum. Bæði hljómar vel en fyrri möguleikinn er e.t.v. óraunhæfur því ég get illa einbeitt mér að vinnuverkefnum þegar ég er heima í náttbuxum.

Sif!

Andstæðingum hugmynda um áfengissölu í venjulegum verslunum og til fólks eldra en 16 ára er bent á að á morgun fer kassi af Royal í dós á tilboð í Nettó í 7 daga - 80 danskar krónur. Ég lofa að hugsa til Íslands þegar ég gríp einn með heim eitthvert kvöldið eftir vinnu eftir helgi.

Enn er óvíst hvort ég haldi til rauðvínsdrykkju í kvöld eða ekki. Tíminn mun leiða það í ljós.

Hver ætlar að skemmta mér á Íslandi á vinnutíma frá og með 12. desember?

Tuesday, November 13, 2007

Reikningsnúmer og kennitala?

Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum (sennilega er það kennitala og bankareikningsnúmer) sem gera þeim sem vilja kleift að millifæra fé inn á hinn íslenska ríkissjóð beint og milliliðalaust.

Sunday, November 11, 2007

Sunnudagur til svarts kaffis

Þá kom að því að sunnudagurinn rann upp. Við það hef ég ekkert að athuga. Líkaminn er búinn að fá sinn skammt af áfengi í bili (litháenska parið er svo ljómandi félagsskapur á meðan Sam ber að forðast þegar Daði drepst áfengisdauða) og vinnuvikan mun verða gríðarhressandi. Hver veit, kannski skrepp ég til Parísar á miðvikudaginn?

Nú koma þrír molar úr mjög svo athyglisverðri skýrslu sem ég ætla troða ofan í kokið á öllum sem halda því fram að Norðurlöndin séu eitthvað sérstök, t.d. miðað við Bandaríkin, t.d. þegar kemur að lífskjörum fátækra:
"...Scandinavians are the poorest people in Western Europe once income is adjusted for taxes and the cost of living."
"If nations are being judged on the prosperity of their poorest citizens, then Nordic nations certainly are equal to the United States."
"...strong economic growth is better than income redistribution if the goal is to help the least fortunate in society."

Var ósvífið af mér að lauma pólitískum áróðri svona inn á þessa síðu? Já sennilega. Ljómandi.

Á þriðjudaginn kjósa Danir yfir sig nýjan ræningjahóp. Á því er hægt að hafa ýmsar skoðanir. Ein gæti til dæmis verið sú að það að kjósa sé þátttaka í ræningjasamfélaginu. Sjálfur er ég svo heppinn að hafa ekki kosningarétt til hins danska þings. Úr því ég fæ slæmt bragð í munninn af kosningaþátttöku á Íslandi þá hlýtur kosningaþátttaka í Danmörku að vera tungudrepandi upplifun!

Í gærkvöldi fór ég á ömurlega sýningu í Tívolí sem ég mæli ekki með að neinn eyði 3 klst af lífi sínu í. Hið eina góða var félagsskapurinn og það að komast að því að ég fer aldrei á kabarett-sýningu á ævinni aftur.

Í kvöld er NFL-kvöld, eða hvað?

Tuesday, November 06, 2007

Full keyrsla!

Eftir þétta helgi (sveittur J-dagur á föstudaginn, saklausara sötur á laugardaginn) og uppsveiflu í tíðni og þyngd vinnuverkefna er ekki annað hægt að gera en hlakka til stuttrar heimsóknar mjög svo ágætrar manneskju til Köben sem er raunar hafin (flugvélin nýlent og ég senn á útleið að taka á móti).

Smálítið sötur í kvöld, vinna á morgun, tónleikar annað kvöld, Hótel Geir á fullum afköstum, hálfur vinnudagur á fimmtudaginn og léttur föstudagur og þá er þessi vika að baki!

Hef raunar litlu við þetta að bæta í bili. Passið vel upp á ykkur og þá sérstaklega þið sem ætlið að hrista af ykkur og forðast veikindi auk þess að keyra á þremur til fjórum vígstöðvum á sama tíma. Þú veist hver þú ert.

Wednesday, October 31, 2007

Molablogg

Hausinn er þreyttur og líkaminn vill komast undir sæng en einhver tjáningarþörf er samt í mér. Málamiðlunin er því blogg á punktaformi.

Skrapp í smá kaffihúsa-bjórsötur-labbitúr í gær og kom sjálfum mér á óvart með mikilli þekkingu á túristalausum stöðum borgarinnar.

Bolti og bjór með góðum piltum var gott mál á sunnudaginn. Því oftar því betra!

Hvar á ég að horfa á boxið á laugardagsnótt?

Á föstudaginn verður gaman. Ég sé hreinlega ekki hvernig það getur klikkað!

Vinnan er í rólegri kantinum þessa dagana á meðan verkefnunum fjölgar sífellt sem fara á húrrandi fullt á svipuðum tíma á næstu vikum. Danir eru mikið fyrir að plana en þegar allt kemur til alls er eins og teningum hafi verið kastað til að finna dagsetningar!

Hefur þú einhvern tímann hugsað, "ég verð að hafa þessa ákveðnu skoðun á þessu máli, því þannig er stemming pólitískrar rétthugsunar núna"? Þá eru allar líkur á að þú hafir rangt fyrir þér. Tíu litlir negrastrákar geta vottað fyrir það.

Enn einu sinni talar vinnustaðurinn ekki um annað en stress. Aumingjavæðing Danmerkur er á fullri ferð! Er Ísland næst?

Yfir og út!

Monday, October 22, 2007

Mánudagur til mikilla afreka!

Mikill afreksdagur í dag senn að verða að kvöldi. Mér er næstum því að takast að klára yfirferð á nokkrum tölum og hef eytt öllum deginum í það. Ljómandi það. Sumt er einfaldlega tímafrekt og sérstaklega þegar hausinn er ekki alveg í toppformi eftir sötur og hangs með Daða og frú í gærkvöldi.

Mér tókst loksins að halda upp á konudaginn í gær eftir frestun í margar vikur. Nú er gólfið ryksugað og búið að þurrka af öllu sem ég fann auk þess sem föt eru þvegin.

Á fimmtudaginn tek ég formlega við verkefninu "Westmanna Island" og hlakka til að berja pappírsvinnuna í gegn og sjá hvort einhver viðbrögð komi frá heimaeyjunni (þó ekki Heimaey). Að vísu er haustið alveg rækilega bókað hvað vinnuna varðar en skítt með það. Hvað er eitt verkefni enn sosem?

Gríðarlega freistandi tilboð heldur áfram að stríða hausnum á mér. Mikið rosalega þarf ég að fara græja ákvörðun um það sem allrafyrst!

Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti koltvísýringi.

Svei núna lenti ég á svolitlu sem krefst heilastarfsemi og klukkan er orðin margt og ekki enn búið að sækja mat fyrir vinna-seint-fólkið. Á ég að gefast upp eða berjast? Ég segi berjast!

"Projections" í ESPN NFL Fantay League eru á við stjörnuspár í áreiðanleika. En talandi um spár þá er vissara að hafa það skjalfest að orðin "..en ég var með þrjá menn í b.." munu verða sögð.

Súpa gærkvöldsins er svo sannarlega búin að hreinsa til og ég er eins og nýr maður.

Ég elska nýja símann minn.

Helvítis horandskoti byrjaður að stífla nef mitt. GLÆTAN að ég sé að verða veikur þótt ég sitji heima í ískaldri íbúð með galopnar svaladyr öll kvöld.

Ég þarf að redda mér máfrásegjanlegri kvennafarssögu en þó ekki með hvaða söguhetju sem er auðvitað. Birna, áttu ekki leið um Köben bráðlega?

Rétt í þessu kom vinnuandinn yfir mig af fullu afli og endar hér með þessi færsla!

Friday, October 19, 2007

Auð helgi er ágæt helgi

Þá gerðist það sem endar allar góðar vinnuvikur - það kom helgi! Hollur mötuneytismatur verður að óhollu skyndifæði, reglulegur svefn að óreglulegum og koffínörvun verður að áfengisölvun.

Ég veit ekki til þess að það sé neitt sérstakt á döfinni og hef því lofað rúmi mínu mikilli nærveru og augum mínum glápi auk þess sem ég ætla mér að skrifa smá. Ég er hættur að setja þrif og hreingerningar á helgarplanið. Það virkar ekki. Nú er að sjá hvort einhver óplönuð heimilisstörf verði afleiðingin!

Nú er það víst orðið formlegt að Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samning upp á kaup á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja af NKT Flexibles og það eru ljómandi tíðindi. Getiði nú hver verður "pipe designer" verkefnisins? Hver veit nema það feli í sér skrepping til Íslands en ég verð nú samt alveg að sjá til með það. Slíkt er fjarri því alltaf raunin, og sérstaklega ekki í "standard" verkefnum eins og þessu.

Miklar umræður eru nú hafnar á vinnustaðnum vegna komandi J-dags (Julebryg-dag) í Danmörku þann 2. nóvember. Staðarval er enn óljóst en ætti að skýrast fljótlega. Mig vantar myndarlegan kvenmann til að taka með mér - helst íslenskan en það er engin krafa. Þeim finnst svo gaman að fá ferskt kjöt til að spjalla við þessum Dönum. Sjálfboðaliðar gefi sig fram!

Tímabundið (einka)símaleysi vikunnar hefur nú verið stöðvað og í hendur mínar kominn hinn laglegasti Nokia-sími. Einfaldari grip er varla hægt að hugsa sér og þannig vil ég hafa það! Símanúmer vitaskuld hið sama og áður.

En hvað segið þið svo gott?

Monday, October 15, 2007

Áunnin veikindi

Í dag er mánudagur og klukkan er vel gengin í eitt eftir hádegi. Ég er heima. Sem sagt, ekki í vinnunni. Það var viðbúin afleiðing þess að horfa á NFL heima hjá Daða til kl 4 í nótt, sjá hann sofna á eigin stofugólfi á meðan ljóshærður kvenmannskollur var sofnaður í sófanum við hliðina á mér.

Frí á virkum degi sem er ekki föstudagur er sjaldgæft fyrir mér. Búðir eru opnar, fólk er á ferðinni og strætó gengur með örri tíðni og mátulegum farþegafjölda. Ég þarf að gera tvennt og vona að það hafist (svaf svolítið slitrótt á hóteli hér í borg sem skilur hvorki næði né "nei takk" við ræstingum):
1) Kaupa síma í staðinn fyrir símann minn sem rann úr vasa mínum í metro um helgina
2) Kaupa peysur fyrir ekki-mig
Metnaðarfull dagskrá sem ég vona að ég fái fylgd í!

Mér barst beiðni um að fjölga fyllerís- og kvennafarssögunum á þessari síðu. Fylleríssögurnar eru til staðar en hinar ekki og þykir mér það vera hið besta mál. Ég skal þó hafa beiðni lesenda minna í huga. Þeim þarf jú að sinna líka!

En já, ég var víst með metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag. Vonandi get ég hoggið skarð í hana án mikilla líkamlegra óþæginda!

Thursday, October 11, 2007

Alltof langt jólafrí staðfest

Ísland 11. des. til 30. des. er hér með ákveðið sem alltof löng dvöl mín á Íslandi yfir jólin í ár. Hér með gjört heyrinkunnugt.

Þeir sem vilja lána mér bíl á þessu tímabili eða útvega mér svarta vinnu sem jólasveinn í verslunarmiðstöð mega gjarnan láta í sér heyra. Tilboðum um ölvun og ósóma tek ég vitaskuld við með glöðu geði.

Tilkynningu lokið.

Wednesday, October 10, 2007

Er að koma helgi?

Þá held ég loksins að hálsbólgu-slím-ógeðið sé svo gott sem horfið úr líkamanum. Einstaka hósti er orðinn slímlaus og langur vinnudagur var líkamlega auðveldur. Gott mál og ekki seinna vænna því helgin er handan við hornið og einhverjar flökkukindur verða á ferðinni auk þess sem innfæddir (Íslendingar) verða sumir hverjir hressir. Gott mál í alla staði. Sakna þó skráningu Örvars á Hótel Geir og vona að hún sé enn á döfinni!

Sjoppumaðurinn minn var að segja mér það áðan að með áframhaldandi getuleysi lögreglu til að stöðva innbrot og áframhaldandi ofsóknum skattayfirvalda þá geti hann varla haldið áfram að reka fyrirtækið sitt og neyðist til að loka. Mikil sorgartíðindi ef svo fer. Ég er farinn að skilja ágætlega hvernig Danir komast hjá því að mælast gjörspilltir í öllum alþjóðlegum mælingum. Ástæðan er sú að hérna mega opinberir embættismenn gera hvað sem þeir vilja - löglega og á fullum og eflaust ágætum launum!

Ef það verður sett í íslenska stjórnarskrá að "íslenska er þjóðartunga Íslands" þá mun ég aldrei framar mæla íslenskt orð á íslenskri grund! Vitaskuld ýki ég núna og veit satt að segja ekki hvernig ég ætti að brjóta á því ákvæði en eitthvað hlýt ég samt að gera ef af verður. Hver segir svo að Íslendingar séu umburðarlyndir englar sem umbera allt og alla? Ekki er ég það og játa það fullum fetum. Margir segja það samt en vilja engu að síður teikna sviðshöfuð á forsíðu stjórnarskrár-plaggsins til að minna á gamla tíð þegar internetið hét alnetið og menn keyrðu um á sjálfrennireiðum. Þeir um það!

Á morgun neyðist ég til að taka stuttan og venjulegan vinnudag. Ástæðan er ekki flóknari en sú að ég þarf að treysta á einn Dana til að fylgja mér að í núverandi verkefnum og þar að auki Dana sem á krakka svo viðkomandi nær varla 6 tíma vinnudegi og eyðir helmingnum af honum í blaður um allt og ekkert við hvern einasta einstakling sem yrðir á hann. Stuttur vinnudagur verður það víst að vera.

Núna er það hins vegar svefninn. Eða bráðum. Yfir og út!

Monday, October 08, 2007

Heilsan í lagi (eða svona næstum)

Gríðarlega mikill svefn var svo sannarlega það sem veikur skrokkurinn þurfti á að halda. Ég vaknaði allt að því hress í morgun og hef verið allt að því óveikur í dag (fyrir utan slímugan hósta og tímabundinn slappleika í kringum hádegið). Gott mál allt saman og á morgun mun ekkert stöðva mig!

Langir vinnudagar eru alveg hreint frábærir. Ró og næði, Danaleysi nær algjört, nóg að gera og hausinn ennþá í lagi.

Þegar haustið byrjaði þá var það nokkurn veginn galopið hjá mér hvað varðar áætlunargerð og önnur skemmtilegheit. Sú tíð er nú liðin á þessari árstíð virðist vera.

Hálsinn gerir nú vart við sig sem segir mér tvennt:
1) Ég er orðinn þreyttur og á að drulla mér heim.
2) Ég þarf að fara út og fá mér sígarettu (sem drepur ekki bara góða gerla heldur þá vondu líka, sagði mér læknanemi!).
Sem sagt: Út vil ek!

Sunday, October 07, 2007

Sólríkur á sunnudegi

Þá er internetið hérna heima tilbúið að hleypa mér að sér aftur. Netleysið er búið að valda því að ég hef farið snemma að sofa og vakna snemma marga daga í röð, og svo kom helgi og Hersteinn og síðan þá hefur áfengið fengið að fljóta í stríðum straumum í félagsskap Palla og Svein og annarra sem laðast að okkar fallegu og heillandi persónum.

Veikindi hafa verið hunsuð í nokkra daga núna. Létt aðsvifstilfinning, aumur háls, vondur hósti og stingur í bringunni er sennilega eitthvað sem ég þarf að fara losa við mig bráðum.

Núna þarf ég að leggjast niður. Later, folks!

Monday, October 01, 2007

Noregur kallar

Hressleiki á mánudagsmorgni með eindæmum mikill þrátt fyrir misnotkun á líkama og sál um helgina. Mútta verður kvödd á eftir og Noregi heilsað skömmu síðar, en þar verður haldinn fundur á morgun. Svolítið þétt vikuplan til að byrja með sem vonandi leysist upp í "bara vinna" þegar á líður.

Takk fyrir helgina eftirfarandi fólk og staðir:
Mamma, Begga & Addi, Daði og Halldóra, flugfreyjurnar, Hjalti, Þrándur & bro, Óli fyrir teitið, Tattúveraða ekkjan, Hong Kong, og sennilega einhverjir fleiri!

"How much?" er ekki vænleg húkk-lína í Kaupmannahöfn. Kvenfólk bregst samt misvel við sem skýrist sennilega af misgóðri þekkingu á Borat-persónunni.

Tíminn hleypur frá mér. Út vil ek!

Monday, September 24, 2007

Síðsumarið kom loksins til Köben

Nokkrir molar frá viðburðum og viðburðaleysi seinustu daga (eða síðan þriðjudegi sleppti í seinustu viku):

Miðvikudagur
Langur vinnudagur með dagslöngum fundi með viðskiptavinum sem endaði á út-að-borða (og smá að drekka) á Brewpub. Þeir sem hafa eitthvað á móti Exxon-olíufyrirtækinu vita ekki hvað þeir eru að tala um! Þeir slá a.m.k. öllu við sem er franskt að öllu leyti!

Fimmtudagur
Þreyttur en hress í vinnunni. Snæðingur með Nýhafnarhjúum um kvöldið og nokkrir alveg mjög svo ágætir bjórar um kvöldið í félagsskap Daða. Svo sannarlega vona ég að fimmtudagshittingar verði margir í vetur!

Föstudagur
Mætti hress til vinnu og náði að vinna mér inn verðskuldað helgarfrí. Það frí hófst með út-að-drekka með nokkrum vinnufélögum og klikka slíkir hittingar aldrei. Staulaðist heim um 4-leytið.

Laugardagur
Vaknaði í seinna lagi eða kl 19:30 um kvöldið. Við tók hangs í náttbuxunum þar til ég fékk ekki leyfi til annars en fara út (kl 1:30) og drekka smá áfengi með Daða, frú og Siggu sætu. Einhver óskilgreindur hressleiki olli því að ég tók Daða með mér heim til hýsingar en hann var þó á brott þegar ég vaknaði (um þrjú-leytið). Mi casa su casa, Daði!

Sunnudagur
Þynnka og aðrar leifar helgarinnar skolað úr skrokknum með ótæpilegu magni kóka kóla og appelsínusafa. Vitaskuld ekki hægt að fara snemma að sofa en óstöðvandi gláp og þambið mikla var ágæt leið til að tryggja mér nokkuð góða upprisu á mánudagsmorgni.

Mánudagur
Langur vinnudagur og hreinlega hellings afköst þótt síðdegisheilaþurrðin hafi ekki ráðið við mestu einbeitingarverkefnin sem bíða til morguns með fyrsta kaffibollanum. Smá skutl upp í Nörrebro og svo heim og ekki annað hægt að segja en ráðgjafarþjónusta mín gangi alveg hreint ágætlega.

Vikuplanið er stutt og laggott: Þrífa Holuna þannig að hún verði gestum fær, þvo einhverjar flíkur, vinna eins og skepna og vera vel upplagður þegar móðir mín og miklir snillingar heimsækja Köben á föstudaginn, með mislangri viðveru þó.

Glæst sigurganga mín í NFL Fantasy heldur áfram sem aldrei fyrr, en þó eru ekki öll kurl komin til grafar enn í þriðju umferð.

Veðrið er með ágætum í Köben núna og síðsumarið lét þá sjá sig eftir allt saman. Ekki alveg það hlýjasta í manna minnum, en hvað er annars að marka svoleiðis?

Eitthvað fleira? Nei, ekki í bili.

Tuesday, September 18, 2007

Á hvaða tungumáli er ég að sletta?

Weekend afstaðin en um hana keypti cowboy-buxur. Ég sá fólk drekka juice í blíðunni. Mig vantaði information um veðurspánna og fór í supermarket og spurðist fyrir. Fékk transport eftir það heim, keypti hamburger á leiðinni, fór smá á internet og sofnaði yfir tv.

Giskið nú!

Haustið er komið, loksins!

Nú loksins virðist vera koma smá regla á hlutina hérna eftir handahófskennda sumarmánuði. Vinnuverkefnin raðast inn hvert af öðru, vinnudagarnir eru smátt og smátt að lengjast á ný, og var ég búinn að segja að Daði er kominn aftur út? Meira að segja komin metnaðarfull dagskrá í pólitískum skrifum sem vonandi ber ávöxt á næstu vikum og mánuðum.

Gott fólk kíkir við í Köben á næstunni. Engin önnur en móðir mín kemur fljótlega í helgarheimsókn og miklir herramenn eiga viðkomu í Köben á leið sinni suður á bóginn.

Vinnudagurinn nú þvingaður á enda því þyrstur vinnufélagi heimtar að hafa mig samferða með heim og drekka einn bjór í lestinni á leiðinni. Hvernig get ég neitað slíkri bón?

Sunday, September 16, 2007

Sælir eru þeir sem sofa út á sunnudögum

Það er gott að hafa Daða aftur í bænum.

Í gær var hádegisfótbolti sem var fylgt vel á eftir með hressandi dagdrykkju. Hausinn er því í þyngri kantinum í dag rétt eins og á föstudaginn eftir hressandi fimmtudagsdrykkju. Óhefðbundin tímabil ölvunar eru svo ágæt.

Haustferð til Leeds er hægt og rólega að taka á sig fasta mynd. Hún verður stuð!

Í allri þessari skemmtun þarf líka að muna eftir vinnu og þar lítur út fyrir áhugavert haust. Gömul verkefni klárast seint. verkefni bætast stöðugt við. Það verður lítið mál að hala inn yfirvinnutímum í bílförmum í haust! Verst hvað skatturinn er vondur við mann ef það er gert.

Enn og aftur boðar húsfélagið mitt til einhvers óþolandi auka-aðalfundar, sá þriðji í ár! Á dagskrá eru atkvæðagreiðslur um barnaleikvöll, grillaðstöðu og einhverja heildarsýnar á umhverfið hérna úti - vitaskuld teiknuð af rándýrum arkitektum og verður forljótt. Á ég að nenna þessu? Ég sé til.

Hvað um það. Í dag er sunnudagur. Sólin skín úti og því alveg spurning um að finna eitthvað skjól og lesa. Eða bara hanga inni. Það er líka svo ágætt. Taka til? Sjáum til!

Tuesday, September 11, 2007

Fjögur af fjórum!

Hver segir að langur og leiðinlegur dagur geti ekki orðið að góðu kvöldi mikillar uppskeru? Ég reyni nú yfirleitt (í seinni tíð) að forða ykkur ágætu lesendum þessarar síðu frá pólitík en að þessu sinni stenst ég ekki freistinguna.

Eftirfarandi hef ég uppfært í kvöld:
Þessa síðu.
Ósýnilegu höndina.
Moggabloggið.
Ice and fire of thoughts.

Njótið vel, sama hvað!

Reiður í dag!

Mikið rosalega er gott að vera kominn heim eftir þennan súra langa dag. Danirnir hættu ekki að fjasa, alltaf var kaffikannan tóm sama hvað ég hellti oft upp á, vinnuverkefnin kláruðust að vísu einhver en ekki það sem er hvað leiðinlegast (fara yfir margar blaðsíður af tölum sem koma úr öllum áttum), og svona má lengi telja. Vinnudagurinn endaði svo á tveggja tíma heimferð með allskyns strætóum og lestum af því einhverjum Dana datt í hug að álpast inn á teinana og aflýsa öllum lestarferðum til og frá bæjarhlutanum þar sem ég vinn.

Eina björgun mín felst í bjórnum sem ég keypti af sjoppukallinum mínum. Sá maður getur alltaf bryddað upp á nýrri sögu af heimsókn skattsins til hans. Skattayfirvöld í Danmörku eru endaþarmur gjörvallrar Norður-Evrópu og þótt víðar væri leitað! Getið þið séð fyrir ykkur léttölvaðan eftirlitsmann á miðjum aldri að athuga pappíra og strikamerki til að sjá hvort nammipokarnir í sjoppunni hafi farið í gegnum sykurskatt, virðisaukaskatt, tolla og aðrar opinberar verðhækkanir og vesen? Ég get það svo sannarlega!

En ég er nú ekki eintóm neikvæðni og súrleiki. Ég er jú kominn heim, sængurfötin eru nýþvegin og bíða átekta, kvöldöl eða tveir eru á dagskránni, úti er veður milt, ég þekki þig (líklega), nóg til af tóbaki, Daði er í Köben, á morgun er spennandi fundur (ótrúlegt en satt miðað við að það verða Danir á honum), og ég er vitrari maður og upplýstari eftir fróðlega lesningu (um einkavætt vatn í þróunarríkjum) á langri heimferðinni.

Hvað er ég þá að kvarta? Ég er hættur því hér með. Góðar stundir!

Sunday, September 09, 2007

Suðað úr svínastíunni

Sunnudagssíðdegi á helgi þar sem sólarhringnum hefur verið snúið alveg á haus. Sommerfest á föstudaginn var alveg gríðarlega hressandi svo ekki sé meira sagt og endaði niðrí bæ þar sem forstjórinn var byrjaður að kaupa Mojitos og gera grín að skegginu mínu. Yfirskegginu vitaskuld. "Værkfører-skægget" eins og ég kallaði það, eða "fabrik-skægget". Einkahúmor.

Ekki man ég alveg hvenær ég fór heim á föstudagsnóttu eða hvernig en það er allt í lagi. Laugardagur til leti og gott ef sunnudagur til leti sé ekki líka staðreynd, nývaknaður þegar kvöldið er alveg að banka upp á.

Ég hlakka mikið til að komast í vetrar-rútínuna. Verksmiðju-vikurnar eru nú að baki, Daði er fluttur í bæinn á ný, hitastigið er loksins komið niður í íslenskt hausthitastig, verkefnin í vinnunni bjóða að venju upp á takmarkalausa setu sem ég get loksins gefið mig í, og kannski einhver pólitískur þorsti kvikni á ný með lækkandi sól. Góðir tímar býst ég fastlega við!

Hausthreingerningar eru góð hugmynd sem ég þarf að skoða vel og vandlega. Nenni því samt ekki í dag!

Endar hér með ein leiðinlegasta bloggfærsla í heimi.

Tuesday, September 04, 2007

Danir eru...

Eftir því sem vikan hefur liðið hefur listinn "Danir eru..." vaxið stórkostlega í hausnum á mér. Nú þegar ég sest við skriftir er hann hins vegar að mestu leyti horfinn. Svei.

Einu mun ég samt ekki gleyma og það er morgunútvarpi danskra útvarpsstöðva. Það er ALLT alveg NÁKVÆMLEGA sama formúlan; mjög mjög mjög hressar raddir að tala saman og gantast og grínast, stundum á meðan einhver húmórísk laglína spilar í bakgrunni. Inn á milli eru stutt og LEIÐINLEG lög spiluð og það er ENGIN leið að sleppa við fréttir í dönsku útvarpi á hálfa og heila tímanum, sama á hvaða stöð er hlustað. Allar danskar útvarpsstöðvar eru FM957 með óendanlega mörgum fréttatímum!

Sem betur fer er mjög mjög sjaldgæft að ég fái vinnubílinn sem er geislaspilaralaus. Æðisgenginn hressleiki í tónlist og ekkert danskt tal gerir danska þjóðvegi að himnasælu.

Konur sem eru giftar Færeyingum og hringja í mig vita á gott fyrir gott fólk mér tengt.

Á morgun er seinasti verksmiðjudagur minn. Þetta er búið að vera ljúfur tími þrátt fyrir ruglinginn á mínum B-manneskju-svefnvenjum. Hef þó komist að því (eftir sunnudaginn) að létt bjórsötur fer ekkert illa saman við að fara snemma á fætur ef svefninn nær 5-6 tímum!

Heim vi ek!

Friday, August 31, 2007

Haustið kemur!

Kaupmannahöfn er að kólna. Rigning og rok er orðið að rigningu og roki og kulda. Minnir óneitanlega á Ísland og ég kann ágætlega við það. Viðbjóðslegar flugur hætta að reyna komast inn, rakastigið fellur undir 90% og ég hætti að svitna við það eitt að standa kyrr.

Haustið ber líka fleira með sér. Daði flytur bráðlega út aftur. Uppáhaldshjónin mín verða í Köben yfir helgina. Einir tónleikar komnir á blað í nóvember. LÍN rukkar mig vitlaust en ætlar að leiðrétta það. Sommarfest í vinnunni á föstudaginn næsta. Hausthefti Þjóðmála dettur bráðum inn um lúguna (vonandi með einhverjum skrifum eftir mig). Árstíðarskipti að mínum smekk!

Hvað er svo að frétta af mér? Mjög lítið. Seinasta verksmiðjuvikan mín tekur við eftir helgi og eftir það tekur hefðbundin skrifstofuborðsvinna aftur. Ég er byrjaður að venjast því ágætlega að fara sofa fyrir kl 22 og vakna kl 5 á morgnana og vera kominn heim kl 19 eða þar um bil. Hin rútínan, að fara mjög seint að sofa og vakna eins seint og ég get og vera þreyttur allan daginn, er líka ágætt en e.t.v. verri fyrir skrokkinn.

Þeir sem eiga í erfiðleikum með að skilja hitt kynið ættu að horfa á Seinfeld í gríðarlegu óhófi.

Alltaf þegar ég sé pör tala saman, t.d. útí búð, þá þakka ég fyrir að vera ekki í sambandi. Minningar af öllu tagi hellast yfir mig. "Hvað eigum við að borða í kvöld?" er spurning sem hrjáir öll pör alla daga og krefst þess að málamiðlun sé náð. "Við borðum smá rúgbrauð þegar við komum heim og svo eldum við seinna í kvöld" var setning sem þurfti í raun og veru að segja í Netto um daginn. Aldrei, aldrei aftur!

Fólki sem vegnar vel í sósíalískum löndum ber ég miklu meiri virðingu fyrir en fólki sem vegnar vel í kapítalískum löndum. Ástæðan er sú að það er miklu erfiðara að vegna vel í sósíalísku landi, og krefst gríðarlegrar útsjónarsemi og jafnvel ósvífni og yfirgangs sem er engin þörf á í kapítalískum löndum þar sem stigann upp á við er mun auðveldara að klífa með einföldum dugnaði að vopni. Ríkir Frakkar og Danir eru sennilega mun útsjónarsamari og fjölhæfari en ríkir Bandaríkjamann (og Íslendingar, ef út í það er farið). Þannig fólk hlýt ég að virða mikils.

Ekki hefur tekist alltof vel að halda konudaginn hátíðlegan í dag. Hef bara náð að þvo og taka aðeins til. Skítt með það samt. Ég náði að sofa vel og græja nokkur mál og það er mikilvægara en ryklaus hilla þegar allt kemur til alls.

Mikið er skrýtið að mig langi ekki í áfengi núna. Vonandi læknast ég af þeirri skynvillu fljótlega!

Monday, August 27, 2007

Brandari dagsins (ekki fyrir teprur)

Fékk þetta upphaflega sent á dönsku, en ég þori ekki annað en þýða brandarann því annars á ég eitthvað svona á hættu!

Hvernig sést ef "perki" hefur laumast inn í himnaríki?

Nautinu, hrútnum, ljóninu og steingeitinni er búið að halel-slátra. Bogamanninn er búið að taka af lífi. Voginni er búið að stela. Meyjunni og tvíburunum er búið að nauðga og Karlvagninum vantar fjórar felgur!

Sátt sál í þreyttum skrokki

Ísland um helgina var hressandi ævintýri með stuttum aðdraganda. Tilgangurinn var vitaskuld sá að taka þátt í Ölympics og skemmti ég mér hið prýðilegasta þótt "daginn eftir"-lýsingar keppnis- og partýhaldara séu vægast sagt hrollvekjandi. Sem betur fer get ég útilokað mig sem ælupúka teitisins en minningar eru að öðru leyti mjög fáar og langt á milli.

Ragga og Önnu þakka ég fyrir að höndla óvinnandi verk eins og það hafi verið vinnanlegt.

Örvari þakka ég fyrir að hleypa mér inn á heimili sitt og bjóða sig fram í hlutverk bílstjóra. Fátt er betra en skotheldur vinur!

Daða þakka ég fyrir að gera helgi mína að Íslandi að veruleika með útsjónarsemi og hvetjandi orðum og aðgerðum!

Góðum gestum/klappstýrum þakka ég fyrir viðlitið á keppni laugardagsins. Í þeim hópi eru meðal annars Fjóla, mamma og litli bróðir og litla systir var að sjálfsögðu meðal keppenda. Lítið ættarmót í gangi þar! Arnari þakka ég hreinlega fyrir að vera hann sjálfur, alltaf!

Ég er með stíflað nef og líkaminn er ekki alveg kominn í gegnum afeitrun eftir alveg óbærilega mikla áfengisneyslu um helgina þar sem þynnku var mætt með bjór. Áfengi mun ekki snerta mínar varir aftur (innan næstu 48 tíma)!

Svei mér þá ef næsta helgi lítur ekki ágætlega út líka.

Núna eru öll skrifborð í kringum mig tæmd af fólki. Þreytan er að segja mér að drulla mér heim en ég hlýt nú að þrauka í klukkutíma í viðbót eins og kveðið er á um í verksmiðju-vinnu-skipulaginu.

LÍN er með stæla núna. Note to self: Ekki treysta á pappírspóstinn þegar mikið liggur við!

Nú er það síðasti labbitúr dagsins um verksmiðjuna og gláp á útskipun á stærsta verkefni vinnuveitanda míns nokkru sinni. Mjög margir verða mjög glaðir þegar því er lokið!

Wednesday, August 22, 2007

Úfffffffffffffff


Mánudags- til miðvikudagssólarhringarnir mínir um þessar mundir eru alveg að fara með skrokkinn á mér. Í háttinn fyrir klukkan 22 og á fætur fyrir kl 5:30 og klukkutíma akstur í byrjun og lok vinnudags. Úff. Þetta hefst samt allt saman. Núna eru tvær vikur af fjórum á þessu prógrammi að baki og eftir það tekur hið gamla góða við - þynnka og/eða þreyta í 8-12 tíma á dag, sitjandi á rassgatinu á skrifstofustól.

Ekkert jafnast á við smávegis smurolíu og skít á puttana og vélar sem snúa fjórum 8 tonna járnvírsspólum 30 sinnum á mínútu. Það er lexía seinustu tveggja vikna. Sjáum hvað setur með næstu tvær.

Helgin nálgast óðfluga og hún verður gríðarlega hressandi! Þá er ekki of mikið sagt, geri ég ráð fyrir.

Ætli heimferð sé ekki góð hugmynd núna. Já, alveg rosalega. Yfir og út!

Saturday, August 18, 2007

Tuesday, August 14, 2007

Veinað frá verksmiðjunni

Þá er annar vinnudagur af þremur í þessari viku senn á enda. Ég er dauðþreyttur! Það tekur svolítið á að byrja daginn á klukkutíma akstri (kl 5:45), vera svo "on" í 10 tíma, og keyra svo aftur í klukkutíma. Ég er bara ekki sterkbyggðari en svo að þriggja daga verksmiðjuvinnuvikur eru alveg mátulega langar!

Já og svo París í tvo daga á eftir, en vonandi er það aðeins auðveldara verkefni!

Á morgun taka í gildi dönsk lög sem flytja yfirráðarétt húseigenda í Danmörku frá húseigendum til ríkisvaldsins. Reykingar verða nú bannaðar í því húsnæði sem ríkisvaldið sendir eftirlitssveitir sínar til. Ég orða bannið nákvæmlega svona því í verksmiðju míns atvinnuveitanda verður áfram reykt, þótt ég viti ekki alveg nákvæmlega hvernig því lögbroti verður hagað. Spennandi að sjá hvað setur!¨

"Þegar þeir ofsóttur mig, þá var enginn eftir til að segja neitt." (#)
- Feiti reykingafasisti nútímans sem bráðum verður skikkaður í ríkisrekna líkamsrækt

Rétt í þessu rauk seinasta dagsverkið frá mér og ekki annað að gera en heilsa mjög vel fúnkerandi hraðbrautarumferð Dana! (Já, þetta var ókaldhæðið hrós á einhverju dönsku því dönsk hraðbrautarumferð gengur eins og í sögu þegar það eru ekki alltof margir Danir í henni.)

Thursday, August 09, 2007

Undarleg vika

Þessi vika er búin að vera fjölbreytt og að mörgu leyti undarleg. Heimsókn á mánudegi, bjórsötur, sól og vottur af þynnku og því að mæta aðeins of seint í vinnuna var ljómandi byrjun. Brennandi steikjandi heit sól og gríðarlegur raki í loftinu, auk vinsælda íbúðar minnar hjá stingandi kvikindum á nóttunni - allt hefur þetta haldið mér sæmilega svefnlausum og ekki alltof virkum það sem af er vikunnar.

Vinnan er líka í sérstökum gír. Ég þarf helst að vera búinn með stóran hluta af pappírsvinnuverkefnum mínum (skýrslur og annað eins) áður en mínar fjórar vinnuvikur í verksmiðjunni byrja á mánudaginn. Pappírsvinnan samanstendur aðallega af uppfærslum og því að svara athugasemdum viðskiptavinna og því hvorki mjög krefjandi né spennandi. Þarf samt að ljúka af og loka.

Til að kóróna allt þá kom það í ljós í dag að ég er EKKI á leið til Parísar á mánudaginn þrátt fyrir allt. Frakkarnir voru ekki tilbúnir fyrir áætlaðan fund og voru ekkert að hafa alltof hátt um það fyrr en í dag. Nú er alveg óvíst um hvort það er ég sem verð sendur af stað eða einhver annar. "Fleksibel arbejdsdag" hefur aldrei átt betur við!

Svefnleysi og óörvandi verkefni, steikjandi sól og stingandi kvikindi, og fundur í Frakklandi sem fellur niður. Sérstök vika.

Á móti kemur að ég hlakka mikið til næstu vinnuviku. Húrra fyrir verksmiðjunni!

Mig vantar öflugri vekjaraklukku - helst einhverja sem rafmagnsljóstrar mann á fætur! Hvar fæst svoleiðis?

Alltaf gaman að lesa um Ísland í erlendum blöðum. Alveg sérstaklega gaman þegar skrifin fjalla um hvað Danir eru ömurlegir miðað við Íslendinga! "... Island slår ... Danmark."

Eftirfarandi er alveg dæmigerð dansk-enska (denska?): "As there has not been performed a [...] at this stage ..." Rétt orðaröð sem lætur útsent efni líta fagmannlega út, það er bara pjatt!

Núna þarf tölvudeildin að gera eitthvað við netþjónana svo ég neyðist einfaldlega til að hætta vinnu í dag. Ójæja, yfir og út!

Uppfært: Ég er á leið til Parísar eftir allt saman, bara á fimmtudag-föstudag næstu viku í stað upphaflega áætlaðs mánudags-þriðjudags. Ljóóóómandi.

Monday, August 06, 2007

Hasar!

Í dag er einn af þessum vinnudögum sem virkilega skipta máli. Svo mikið er alveg víst.

Mánudagur (og þriðjudagur) eftir viku verður annar af sama tagi. Þá verð ég í París á fundi með fólki frá hinu yfirleitt ágæta fyrirtæki Acergy. Vonandi að Frakkar haldi sig frá verkfalli og skýin haldi sig fjarri á meðan ég er í höfuðstað hins vestur-evrópska sósíalisma!

Í næstu viku hefst líka minn "túr" í verksmiðjunni okkar góðu og varir í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til!

Öll verkfræði sem tengist "offshore" er sennilega einn stærsti vaxtarbroddur verkfræðigeirans þessi misserin. Hvergi er hægt að fá fólk með réttan bakgrunn fyrir "offshore" - ekki einu sinni í Frakklandi. Kannski er þetta aðeins of nördað fag til að draga nægilega marga að sér, en ekki er það leiðinlegt!

Þarna kláraðist enn ein reiknilykkjan og vissara að halda sér við efnið. Yfir og út!

Sunday, August 05, 2007

Sunnudagshugvekjan

Skattayfirvöld eru staðráðin í að setja sjoppuna "mína" á hausinn. Mikið rosalega verð ég fúll ef það tekst. Það eru bara svo og svo mörg skipti sem skattayfirvöld geta gert lager upptækan (af því það vantaði límmiða á það sem var ekki komið upp í hillur) áður en rekstur fer á hausinn.

Ég fékk a.m.k. 7-8 flugnabit á bakið í nótt (opnar svalarhurðir og sofa á maganum er ekki frábær blanda). Anti-histamín eru að gera góða hluti. Hins vegar eru stórar bungur búnar að myndast á hverju einasta biti, og það er frekar óþægilegt. Gvuð blessi sogæðakerfið, sem nú er komið á fullt.

Fallegasta (og skemmtilegasta) veðurfréttakona Íslands þekkir mig. Húrra!

Reykingabannið... (texti fluttur hingað eftir örlitla umhugsun)

Seinfeld er hugmyndafræði sem ég get alveg mælt með!

Fjóla?

Ímyndunaraflið er lítið. Ég læt fyrirsögnina duga.

Wednesday, August 01, 2007

Rólegur fjörleiki

Seinustu dagar hafa verið í rólegri (óölvaðri) kantinum og það er hið besta mál. Nokkuð vel var tekið á því á vinnudjamminu á föstudaginn, og alveg hreint ljómandi laugardagur tók við með rölti út um allan bæ, kaffi- og ölsötri og flótta undan stöku rigningarsturtum. Óskadagur þunna mannsins. Ekki versnaði það um kvöldið með hitting með Daða og frú, víni, ostum og dýrum bjórum, auk hinna þyrstu Vanløse-bræðra.

Ég lærði það kvöld af yngri Vanløse-bróðurnum að ef maður svo mikið sem nefnir eitthvað sem maður hefur gert - gott eða slæmt, samviskulaust eða með samviskubiti - þá er það að "taka kredit fyrir". Athyglisverð nálgun svo ekki sé meira sagt.

Allt þetta þýddi vitaskuld að ég svaf til kl 18 á sunnudaginn, svaf 2 tíma nóttina eftir og var frekar þungur í vinnunni á mánudaginn og raunar í gær líka. Í dag var skrokkurinn hinsvegar í toppformi sem skilaði sér í 12 tíma vinnudegi, en ég hef ekki átt slíkan síðan á vormánuðum. Ekki veitti heldur af þegar hálft fyrirtækið og rúmlega það er í sumarfríi og verksmiðjan að keyra sem aldrei fyrr, auk margra verkefna. "Brandslukning" er þema vinnunnar um þessar mundir og það er hið besta mál.

Ein skemmtilegustu, ef ekki og nokkuð örugglega þau allraskemmtilegustu, hjón sem ég þekki hafa boðað komu sína til Köben í september. Skjalfest fagnaðarefni hér með.

Í gærkvöldi sá ég fótboltaleik með berum augum í fyrsta skipti í örugglega meira en áratug. Vanløse-bræður og Óli voru félagsskapurinn og leikurinn var vináttulandsleikur Brøndby og Chealse. Þetta var alveg prýðileg skemmtun, og um að gera að nýta tækifærið á meðan það er enn leyft að reykja og drekka undir berum himni í fótboltastúku og horfa á fulla Dani öskra úr sér lungun handan vallarins.

Einhver óformleg plön voru nefnd í gærkvöldi um að halda Ölympíuleika í Danmörku ÞÓTT það yrði án guðfaðirs leikanna, Hauks. Við sjáum til með hvernig það þróast, en að drekka og sprikla utandyra er alltaf góð hugmynd segi ég!

Nú þegar hafa ég og Óli ákveðið að skella okkur til Englands í vetur og heimsækja hinn mikla snilling Gauta. Alveg gríðarlega gott plan segi ég, og plan sem verður mjög ólíklega látið fjara út í tímanna rás. Ég meina, hversu oft fær hálf-giftur maður eins og Óli tækifæri til að skreppa í fyllerísferð til útlanda? Þótt það væri ekki af annarri ástæðu held ég að skreppingurinn sé algjört möst!

Sólin hefur boðað komu sína til Danmerkur um helgina með heiðskýran himinn og steikjandi hita. Svalirnar verða rýmdar af tómum áfengisílátum, og náttborðslesningin flutt út í sólina.

Daði, ég held að danskur fréttaflutningur sé jafnvel enn mótsagnakenndari en sá hjá Fox-fréttastofunni í Bandaríkjunum (eins og þú lýstir honum). Dæmisagan sem þú sagðir mér getur endurtekist daglega eftir lestur hvers einasta dagblaðs Danmerkur, daglega! Ég skal reyna vera meðvitaður um þetta fljótlega og vísa í góð dæmi.

Atlas Shrugged (varúð! spoiler!) hefur nú heilaþvegið enn eina sálina (mín er það fyrir löngu). Ljómandi gott að fá slíkt staðfest skriflega frá hinni heilaþvegnu. Ég vona bara að áhrifin endist!

Eins og sést á skrifunum í þessari færslu þá er ekkert sérstakt að "frétta" hjá mér. "Engar fréttir eru góðar fréttir" eru svo sannarlega viðeigandi orðatiltæki fyrir mig!

Plögg

Næstu tvær vikur býðst öllum þeim sem panta bækur úr Bóksölu Andríkis eins árs ókeypis kynningaráskrift að hinu ómissandi tímariti, Þjóðmálum.

Sem áskrifandi tímaritsins get ég bara mælt með bókakaupum á bóksölunni!

Annars er það helst í fréttum að ég gæti hugleitt að hugsanlega henda inn örlítið persónulegri færslu inn á þessa síðu í mjög náinni framtíð.

Thursday, July 26, 2007

Róleg vika nánast á enda

Full en edrú vinnuvika nánast á enda núna og það er ágæt tilfinning. Svei mér þá ef ég næ ekki öllum þeim vinnustundum sem starfssamningur minn kveður á um. Engir 40+ tímar eins og lagt var upp með en það er í lagi. Afköstin voru ágæt og það er fyrir öllu.

Annað kvöld er sötur með góðum vinnufélögum og hver veit nema Daði láti sjá sig í Köben. Ég hlakka til morgundagsins!

"Á Íslandi passar velferðarkerfið upp á þá sem þurfa á hjálp að halda. Í dönsku velferðarkerfi eru allir að ræna af öllum." Þessi lýsing mín á muninum á Íslandi og Danmörku mætti töluverðum skilningi meðal Dana í hádegispásunni um daginn. Ég held ég haldi mig við hana þar til mér dettur eitthvað annað í hug.

Það er ekki alltof þægilegt að skrifa liggjandi láréttur upp í sófa, en það hefst!

Eins ágætt og það er að vera einhleypur þá er líka svo ágætt að vera svolítið skotinn. Fyrir mér fer þetta tvennt ágætlega saman. Einhleypninni fórna ég varla fyrir nokkuð, en að vera skotinn heldur manni svolítið vakandi.

Ég fullyrti fyrir ónefndri manneskju um daginn að ef ég þekki aðstæður nægilega vel þá hef ég aldrei rangt fyrir mér. Ég tel mig hafa rétt fyrir mér um það!

Danir tala varla um annað núna en Tour de France og Danann sem er nýbúið að draga úr keppninni eftir grun um að hann hafi ekki sagt rétt frá um hvar hann var á æfingartímabilinu fyrir keppnina og þar með er hann er grunaður um neyslu bannaðra/ólöglegra lyfja. Ég hef mótmælt hástöfum á vinnustaðnum yfir þessu leiðinlega umræðuefni en því nöldri hefur verið mætt með enn meiri umræðum og ég alltaf dreginn inn í þær. "Hva, er enginn Íslendingur að taka þátt?" er ágæt leið til þess. Danir eru svo einlæglega saklaus grey að ég get ekki annað en fyrirgefið þeim.

Hver er munurinn á því að nokkrir kaupi fyrirtæki og að margir kaupi það? Svarið verður sennilega bráðum: Mismunandi lög! Það er yfirleitt niðurstaðan þegar stjórnmálamenn finna sér nýtt áhugamál.

Eftir u.þ.b. tvær vikur flyst vinnustaður minn frá Brøndby á höfuðborgarsvæðinu og til verksmiðju okkar í Kalundborg á Vestur-Sjálandi, og (skyldugum) vinnudögunum fækkar úr fimm dögum á viku og niður í þrjá. Svona mun það vera í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til! Verksmiðjan okkar er svo ágætur staður. Það er eitthvað við margslungnar vélar og flókna framleiðslutækni sem heillar mig.

Yfir og út í bili. Húrra fyrir ykkur!

Sunday, July 22, 2007

Skoðanakönnun

Sem greiði fyrir vinkonu vinkonu ætla ég að biðja fólk um að eyða 90 sekúndum af lífi sínu í að taka eftirfarandi skoðanakönnun:

http://www.questionpro.com/akira/TakeSurvey?id=616176

Svörin verða notuð sem hluti af meistaraverkefnisritgerð í þróunarfræðum.

DO IT!

Saturday, July 21, 2007

Fríhelgi

Þessi helgi er fríhelgi, sú fyrsta í ansi langan tíma. Áfengismagni í blóði er haldið í lágmarki og utan við ölvunarástand, náttbuxurnar eru mest notuðu buxurnar og allskyns teikni- og bíómyndir fá að rúlla á tölvuskjánum.

Freistingin að skreppa til Óðinsvéa með Arnari og Inga var vissulega mikil, en ég varð einfaldlega að hlýða ákalli líkama míns um frí.

Transformers er mynd sem ég ætla að mæla með - fyrir stráka! Hana verður að sjá með svolítið sérstöku hugarfari en sé það til staðar þá er um prýðilega skemmtun að ræða! Engin Die Hard 4 en hasar engu að síður. Breiðtjaldið gerði góða hluti fyrir myndina, og félagsskapur í formi Dr. Aggú var ekki til að skemma fyrir.

Næsta mynd á bíóplaninu: The Simpsons Movie.

Sunnudagsplanið í þynnkuleysi er orðið ansi langt og samanstendur aðallega af vanræktum verkefnum sem þurfa frí frá vinnu og þynnkuleysi.

Getur einhver útskýrt á rökréttan hátt fyrir mér hvað veldur því að sumt fólk dregst að fólki sem er beinlínis óhollt fyrir andlega heilsu þess? Er það sama ástæða og dregur fólk að hinum gríðarvinsælu reykingamönnum (slæmt fyrir líkamlega heilsu) - spennan og óvissan og löggild og eilíf ástæða til að kvarta yfir einhverju í fari þeirra sem voru valdir í vinahópinn?

Getraun dagsins: 14. þáttur 1. seríu hvaða teiknimyndaflokks heitir "Countdown to Extinction"?

Nú er að hugleiða uppfærslu hinna bloggsíða minna. Í millitíðinni er planið heilalaust teiknimyndagláp til að slá á hættulega mikið ímyndunarafl mitt.

Monday, July 16, 2007

Takk fyrir mig fallegu piltar!

"..no offense" - ný kynslóð brandara hefur fæðst!

Hægt er að nota tveggja svæða klipp á klippikortinu sínu til að koma tveimur mönnum áleiðis innan sama svæðis. Það er alveg spánýtt. Vantar bara að láta reyna á það!

Kollegípartý bauð upp á marga og góða endurfundi. Cafe Park bauð upp á mikil útgjöld og litla ánægju. H&M var tæmt af Superman-nærfötum. Transformers er kvikmynd vikunnar.

Piltunum mínum þakka ég kærlega fyrir stórgóða helgi! Spjallið var gott, sötrið var gott og þynnkan yfirstíganleg. Björg er yndi og Jenný er með þeim hressari sem finnast. Ég er alsæll maður og rúmlega það!

Á morgun tekur við grár hversdagsleikinn en ekki mjög lengi. Sólin er komin aftur til Köben (með einstaka þrumum og úrhelli inn á milli). Arnar er væntanlegur. Yfir og út!

Friday, July 13, 2007

Helgarnestið

FÖstudagur er runninn upp og þótt kroppurinn hafi verið sprækari þá er andinn í háum hæðum. Ekki bara var frábært að sötra og spjalla við Örvar og Aggú hina fallegu, gáfuðu og skemmtilegu pilta í gærkvöldi, heldur er tilhlökkun vegna kvöldsins í hámarki.

Ég virðist vera búinn að venja nýjasta manninn í minni grúppu (group) í vinnunni á að leita til mín fyrir ráð og heilræði og annað. Mjög gott. Leir til mótunar er alltaf vel þeginn!

Danir eru eina fólkið í heiminum sem tekur brosandi við sektum og byrjar jafnvel að spjalla um daginn og veginn við þann sem sektar. Eða gildir þetta um fleiri þjóðerni? Ég er ekki nógu veraldarvanur til að vita það.

MitEgo.dk/MMM er nýjasta afurð litlu aktívistagrúppunnar sem ég tilheyri (en hef verið óvirkur í síðan eftir áramót). Fallegt framtak hjá duglegu ungu fólki! (Já, ég er elstur þeirra sem hafa tekið beinan þátt í starfinu.)

Stærsta pöntun í sögu atvinnuveitanda míns hefur nú verið opinberuð. Nú er kátt í höllinni.

Mér gengur alveg ágætlega þessar vikurnar að breytast í gamlan, bitran, súran mann sem kvartar yfir öllu og skýtur á fólk með kaldhæðni og hörku. Niðurstaða þessarar umbreytingar á viðhorfi mínu til alls og allra er ekki komin á hreint, en vonandi er þess ekki langt að bíða.

Sem hluti af biturð og súrleika mínum sendi ég póst á ALLA í fyrirtækinu rétt í þessu og kvartaði yfir ákveðnu pirrandi fyrirbæri sem væri svo auðvelt að laga, ef bara fólk talaði við MIG! Nú er að sjá hver viðbrögðin verða!

Mýtubrjótur dagsins kemur sennilega mörgum á óvart, þá sérstaklega sjálfumglöðum Evrópubúum.

Jæja, nóg blaður. Ég þarf að rumpa af nokkrum smáverkefnum og svo er það hittingur með fallegu, kláru og skemmtilegu piltunum mínum! Yfir og út, eins og ónefnd snót segir gjarnan í lok samtals.

Monday, July 09, 2007

Íslandsdvöl 2. hluti

Róleg vika fram á fimmtudagskvöld þegar ég hitti piltana mína aftur (núna vantaði Stebba í stað Aggú). Soffía á föstudagshádegi.

Skil daga og tíma eyðast nú...
Plotta með Orra. Brúðkaupið var æði (eftir smá seinkun í að komast í athöfn - dýrasti bjórinn á leiðinni - gríðarhressir gestir - herramaður og Björg að redda mat - bærinn kl 3 - elta typpið - súrt eftirpartý - hress leigubílstjóri). Gauti og Hjalti hressir í bænum. Sirkus. Aldrei heim fyrir kl 8 að morgni um helgina. Frændsystkynahittingur góður að venju. Kaffi-ofvirkni á föstudaginn. Stefánsson er vel heppnað kvikindi. Buzz með Burkna og Unni er góð afþreying. Matur hjá ömmu og afa klikkar aldrei. Hvassaleitið býður nú upp á bjór.

Þetta er frekar slitrótt en dugir fyrir mig. Núna tekur við afslappandi helgi með frídegi á morgun eftir næturflug og vinnu á fimmtudaginn og Örvar og Aggú koma í bæinn og út að borða á föstudaginn með þeim.

Gaui og Krissa eru vonandi ekki búin að veggfóðra og parketleggja íbúð mína með Hróaskeldudrullunni. Ég raunar enga trú á því. Fríið er hins vegar senn á enda og pökkun hefst innan skamms.

Takk fyrir mig Ísland og Íslendingar. Þetta er tvímælalaust búið að vera ein skemmtilegasta Íslandsdvöl mín hingað til!

Tuesday, July 03, 2007

Íslandsdvöl 1. hluti

Lenda á fimmtudegi, BSÍ, Austurvöllur, Vaka, Bæjarins bestu, Daði og Arnar, föstudagur hefst, hitta mömmu, sötur hjá Arnari (Hlynur, Örvar, Daði), bærinn, Hressó, Fjóla, Hafnarfjörður, sóttur af Kristínu, lánsdót, M16 á hádegi, steggjunin, bærinn, Óðal, fann ekki nr 1A, sunnudagur hefst, heimsækja pabba, grill með strákunum, mánudagur hefst, versla með mömmu og heimsækja Hvassaleitið, Ingigerður frænka og systkynin á Austurvelli, Die Hard 4.0 með systkynum, þriðjudagur hefst og rólegt hingað til.

Framhald eftir því sem á líður.

Wednesday, June 27, 2007

Ísland nálgast

Ísland er núna rétt handan við hornið. Bara einn vinnudagur, öl með Hauki annað kvöld og pakka niður og ég er rokinn af stað með morgunflugi á fimmtudegi. Tímabil Íslandsdvalar: Fimmtudagsmorguninn 28. júní til mánudagskvöldið 10. júlí.

Gaui og frú munu nýta íbúð mína sem "base camp" á Hróaskelduflakki sínu og þar með er ókeypis þjófavörn tryggð. Ég hef enga trú á öðru en að þau skili Holunni af sér í betra ásigkomulagi en þau taka við henni! Hún er svolítið sjúskuð eftir hasar helgarinnar og ég hef enga þolinmæði fyrir þrif á meðan svo margt annað þarf að klárast. Skjalfest hér með!

Svo virðist sem klósettið mitt hafi "læknað sig" (eða næstum því) eftir iðnaðarmannatilþrif helgarinnar á því. Ég kann vel að meta sjálflæknandi hluti. Ef nú bara tölvan mín tæki upp á því sama, því ég sé fram á þurfa harka í tölvufyrirseljanda mínum að lokinni Íslandsdvöl.

Í dag var launahækkunardagur í vinnunni. Í dönsku skattkerfi þýðir það ekki (mikið) meira útborgað, en lítur betur út á launaseðlinum að sjá aðeins hærri upphæð fyrir skatt (og "arbejdsmarkedsbidrag" og ég veit ekki hvað dregst af manni fyrir útborgun).

Danskir unglingar voru nú margir hverjir að sleppa út úr skólakerfinu danska með stúdentahúfu á hausnum. Nágranninn í íbúðinni beint undir minni er greinilega að fagna því ákaflega með vinum sínum. Gott að sofna við tónlist. Reyndar mundi ég sofna við hvað sem er núna, léttur í hausnum sem ég er eftir 18 tíma vöku undir töluverðu álagi.

Hausinn tæmdist rétt í þessu og því vissara að hætta skrifum! Vakna eftir 5,5 klst. Harka er því vel þegin!

Monday, June 25, 2007

Mikil átök að baki!

Með skjálfandi hendur (sennilega vegna afeitrunarbaráttu líkamans) ætla ég að reyna koma niður helstu punktum helgarinnar og bæti sennilega við listann eftir því sem fleira rifjast upp.
- Penge for øl
- Týnast í hverfinu mínu
- Amager strand
- Reyna ná í Tobba
- Fríkort í dauðaspaðann (sem aldrei nýttust)
- Prumpa á Hjalta
- Móbíja Gauta
- Sofna í stigagangi
- Reyna sofna út á götu - ítrekað!
- Sofna á heimleiðinni og Hjalti fyrstur heim
- Rúnkbann og mikil gredda
- Gauti að laga klósett er ekki góð hugmynd
- Haugarnir haugast
- Sídeyjandi tölva
- Ósk elskan, vinsæl af ferðamönnunum
- Drekka öll kvöld og alla helgardaga (allan daginn) frá miðvikudagskvöldi
- "Ég er til í þetta!"
- Enginn Dauðaspaði með Hauki! (fastur í Ishøj)

Sjáum svo til með fleiri minningarbrot. Mér finnst eins og gullmolarnir hafi fæðst á hverjum klukkutíma og því erfitt að henda reiður á öllu!

Ég þakka mínum frábæru vinum fyrir frábæra helgi! Megi örlögin leyfa að hún verði einhvern tímann á einhvern hátt endurtekin!

Tuesday, June 19, 2007

Dauðaspaðahelgin mikla

Ég hef ákveðið að helgin sem nú er handan við hornið fái nafnið "Dauðaspaðahelgin mikla". Ég mun svo athuga það eftir helgi hvort nafnið sé viðeigandi, en geri fastlega ráð fyrir að svo verði!

Hjalti, Gauti, Haukur, Raggaló og líklega Óli (ef hann fær útivistarleyfi) eru öll skráð til leiks í Köbendjamm um helgina og því næstum því eins og skiptinemaárið mitt í Baunaveldi fái örlitla endurkomu. Ég sé bara ekki hvernig þetta getur orðið annað en ofsi! (sjöníuþrettán)

Gallinn við helgar af þessu tagi - eins og sú þarseinasta óneitanlega var - er sá að ég get ekki sýnt neinum mjög margar myndir frá þeim. Galli eða kostur? Dæmi hver fyrir sig!

Hef það ekki lengra í bili. Lesþyrstir kíkja við á moggabloggið eða ÓH. Óvíst um tíðni bloggfærslna frá mér þar til á sunnudagskvöld og þá bara ef heilsan leyfir!

Saturday, June 16, 2007

22

Litla systir átti 22 ára afmæli í gær. Hún er e.t.v. hætt að vera svo "lítil" lengur þótt ég muni seint hætta að meðhöndla hana eins og litlu litlu systur mína sem ég vil að fái allt sem hún biður um, hvort sem hún þarf á því að halda eða ekki, og hvort sem það er hollt og gott fyrir hana eða ekki.

Núna held ég að líkaminn sé að nálgast það að vera búinn að skola seinustu eiturefnunum úr líkamanum eftir seinustu helgi. Hægðirnar eru góðar og nokkrir vinnudagar komu hausnum í lag.

Djammleysi um þessa helgi er kærkomið en djamm með Hauki um næstu helgi verður það líka!

Haukur, það tekur u.þ.b. 20-30 sekúndur að hlaupa nakinn í kringum bygginguna mína. Hef ekki tekið tímann á því á manneskju í klæðum.

Köben tók sig til í dag og hellti roki og rigningu yfir íbúa sína. Veðurspá vikunnar virðist benda til svipaðs ástands í a.m.k. nokkra daga fram í tímann ef marka má danska veðurfræðinga sem eru e.t.v. þeir verstu í heimi miðað við fyrirsjáanleika lægða sem koma úr mikilli fjarlægð úr Vestur-Atlantshafi! Af hverju þarf ég t.d. að fara á veðursíðu mbl.is til að fá upp hæða- og lægðakort af Evrópu og spá sjálfur fyrir um líkur á úrkomu næstu daga? Það eina sem Daninn býður upp á er heilalausa líkindafræði sem er jafnlíkleg til að vera röng og hún er að vera rétt!

Svo ég haldi áfram að tala eins og veðurfræðingur þá sýnist mér að hæðin sem heldur rigningarlægðunum frá Íslandi sé að beina rigningarlægðum yfir Danmörku. Íslendingar, viljið þið ekki aflýsa hæðinni ykkar svo ég fái 35 stiga hitann og heiðskýran himininn aftur til Köben?!

Sennilega er ástæðan fyrir rigningu í Köben samt einfaldari en eitthvað með hæðir og lægðir. Kannski er hún fjarveru tveggja stúlkna frá Köben að kenna. Megi þær snúa aftur hið fyrsta!

Ég er kominn með slitsár eftir of mikla hægrihandarvinnu upp á síðkastið.

Það að einhver telji mig "vita ótrúlega lítið og misskilja flest" kemur sem betur fer ekki í veg fyrir að ég tjái mig (að mínu mati). Ef svipað álit mitt á öðrum mundi halda öðrum frá því að tjá sig þá væri lítið að gerast í dægurmálaumræðunni!

Væri of gróft af mér að láta fólk skrifa undir samning þess efnis að ef því er boðið í partý heima hjá mér - og mætir - þá lofar það að biðja ekki um bann við reykingum í heimahúsum næsta virka dag, t.d. sökum reykingalyktar í fötum og hári?

Sveigjanleiki vinnustaðar míns er alveg ljómandi. Á morgun stefni ég til dæmis á nokkra tíma á vinnustaðnum í skiptum fyrir nokkra tíma utan hans á skrifstofutíma í vikunni. Sveigjanleiki á vinnustað verður seint metinn til fjár (þótt auðvitað sé hann það þegar allt kemur til alls). Það eina sem ég bið um frá þeim sem hyggjast nýta vinnustaðar-sveigjanleika minn er fyrirvari og smá heppni með tegund verkefna og fundaálags á vinnustað mínum.

Ég sendi persónulegt sendibréf með gamla góða póstinum í dag. Það var skrýtin nostalgíu-tilfinning sem blandaðist örlítilli óvissu um hvort bréfið nái í gegnum hið danska póstkerfi eða ekki. Sjáum hvað setur.

Wednesday, June 13, 2007

Bræðingur úr Baunaveldi

Köben ætlar ekki að kólna mikið þótt skýin hafi mætt aftur eftir langt hlé. Hér er bullandi heitt og rakinn gríðarlegur. "Slæma" veðurspáin rætist e.t.v. á morgun, en kannski ekki. Óvissan er gríðarleg!

Sumir eru samt ekki jafnóvissir um áreiðanleika veðurspáa ef marka má ýmsar athugasemdir við sumar færslur á moggablogginu mínu. Kannski er heimurinn einfaldari ef "sérfræðingarnir" hafa bara rétt fyrir sér og þannig er það.

Fólk sem svarar tölvupósti á vinnunetfanginu kl 22 að kveldi til fær plús í minn kladda. Núna get ég skellt mér beint í eitthvað í fyrramálið sem hefði annars þurft að bíða eitthvað eftir.

Vinnan hefur samt ekki verið söm við sig í marga daga núna. Ég náði þó löngum degi í dag og grynnkaði aðeins á verkefnalistanum eins og hann leit út í morgun. Í lok vinnudags var listinn samt orðinn lengri. Er fjarvera frá vinnustað góð leið til að "klára" sitt?

Drottningarnar mínar eru svo ágætar að það er engu lagi líkt.

Í dag og í gær eru Danir að sanna að þeir eru e.t.v. ágætir í að hrinda af stað stórum opinberum verkefnum, byggja þau í nýjasta hönnunarstíl og ráða til sín sérfræðinga til að búa til það fullkomnasta sem völ er á - en svo tekur það við að reka kvikindið og þá klúðrar Daninn því alveg. Um er að ræða metro-kerfi Köben sem sýnir á sér allar myndir t.d. hins danska heilbrigðiskerfis (biðraðir, plástralausnir, örtröð, ruglingur). Seinasta vígi hinna dönsku almenningssamganga fallið? Vonum ekki, því ekki nenni ég að reka bíl!

Ég er að mýkjast með aldrinum hef ég tekið eftir. Ég er farinn að skilja kvenfólk meira en ekkert, skipti mér af og leysi vandamál sem koma mér ekkert við þannig séð og segi "sei sei" í staðinn fyrir "svei!" þegar fólk í kringum mig, t.d. á danskri lestarstöð, kann engan veginn að bregðast við breytilegum aðstæðum með breytilegri hegðun. Einnig er ég hættur að verða sá ölvaðasti í partýjum og byrjaður að passa upp á þá sem eru orðnir ofurölvi. Eru þetta tákn um að aldurinn sé farinn að segja til sín?

Næstu vikur verða góðar vikur. Ég sé bara ekki hvernig annað geti orðið raunin! (sjöníþrettán!)

Monday, June 11, 2007

Þetta var helgin sem skilgreinir góða helgi!

Mikið afskaplega var helgin góð! Svo góð að aðrar helgar munu þurfa verða ansi góðar til að komast nálægt þessari í hressleika og skemmtun! Stikkorðin vantar ekki, og þau verða á punktaformi að þessu sinni:
- "High five, great success!"
- "Takk skal du har"
- ÁK vinnur á Reef'n'beef
- Íbúðin mín getur borið 12+ manna partý, jafnvel þótt tveir íturvaxnir menn séu meðal gesta
- Dauðaspaði dauðans! Þyrlan, saltvatnsþakinn líkami, nektarhlaup, standa á höndum nakinn, osfrv osfrv
- "Þú ert svo feitur að hlutir draaagast að þér..."
- "Þú ert svo feitur að..."
- "Það er eins og ég sé innfæddur!"
- "Skál fyrir heimilisofbeldi!"
- PG, en samt ekki
- "Ég er búinn að borga borðið..."
- Óvæntasta heimsókn ævi minnar
- Stanslaus bjórinntaka á miðvikudags-, fimmtudags-, og föstudagskvöldi, laugardegi og laugardagskvöldi og sunnudegi og sunnudagskvöldi er ávísun á þunnan mánudag
- Klipping og víndrykkja fara vel saman
- "Er það ekki leigubíll?"

Fleira man ég ekki í fljótu bragði, en tel mig samt muna eftir allri helginni (færslan gæti því lent í hlaupandi uppfærslu eftir því sem minningarbrotin rifjast upp).

Ég þakka öllum sem að komu að þessari helgi kærlega fyrir mig! Svona pakki verður seint endurtekinn, en um að gera að reyna stefna að því samt!

Ábending til ferðalanga



Ég fagna hreinlega slæmri veðurspá í Danmörku. Þessi hiti og raki meginlandsloftslagsins er ekki fyrir íslenskan skrokk að þola (bjórlaus).

Friday, June 08, 2007

Thursday, June 07, 2007

Heitt!

Danska sumarið virðist vera búið að festa sig í sessi og hætt að skipta á milli hitavikna og rigningarvikna. Núna er 25+ stiga hiti alla daga og gríðarlegur raki. Tvennt gerist í svona veðurfari:
- Ég hitna og svitna.
- Ég vil helst ekki gera annað en sitja úti og drekka bjór, að nóttu sem degi.
Hið fyrra gerir að hið síðara krefst næstum því engra klósettferða sem er kostur. Ókosturinn er sá að föt og sokkar er fljótt að blotna í gegn. Ég met kostina meira en ég met ókostina lítils.

Helgin lítur út fyrir að ætla verða einhvers konar ofsi. Hlynur er í bænum, Óli er að verða frískur aftur eftir veikindi, Ingi kemur frá Fjóni (og gistir á Hótel Geir) og Danni kemur frá Jótlandi á morgun. Ef þetta er ekki svínarí-uppskrift dauðans þá veit ég ekki hvað það er!

Vinnudagana hef ég eins stutta og ég kemst upp með. Til hvers að mæta snemma og fara seint þegar ég get drukkið bjór með Hlyni á kvöldin, mætt seint og farið snemma?

Ónefndur en fagur fugl hvíslar því að mér að ég eigi að flytja til Íslands aftur. Ég skal hugsa málið þegar danska haustið kemur (köllum þann dag bara 15. ágúst) en ekki mínútu fyrr! Hátt áfengis- og tóbaksverð, vont veður og nýjasta nýtt: Skertur einkaeignarréttur veitingahúsa- og skemmtistaðaeigenda! Vinir og vandamenn þurfa að vera ansi skemmtilegir til að vega upp á móti þessu! (Að vísu eru þeir það, en það er önnur saga og lengra mál.)

Mjög svo ágætur félagi minn og frú hafa boðist til að passa upp á íbúðarholuna mína á meðan ég verð á Íslandi (28.júní-10.júlí). Að sjálfsögðu ekki hrein greiðasemi (miklu frekar frjáls viðskipti - allir græða!) en vel þegið og gott mál. Þjófótt pakk má gjarnan halda sig fjarri mínu heimili!

Þetta með að vera "pró aktive" á vinnustað er ekki alltaf jafnóþakklátt framtak.

Í einu dagblaðanna í dag var sögð saga manns sem þurfti að bíða í 7 klukkustundir eftir lækni á danskri neyðarmóttöku með tognaðan fót og hugsanlega slitin liðbönd. Note to self: Nota einkaspítalafídusinn í vinnustaðarheilbrigðistryggingunni ef EITTHVAÐ kemur upp á.

Ég fór í örlítinn bolakaupaleiðangur í dag og lenti í búð sem seldi mikið úrval bola með kommúnískum slagorðum og táknum en ekki einn einasta sem tengdist kapítalisma og frjálsu fyrirkomulagi samfélagsins. Kapítalismi og frjáls markaður getur verið einkennilegur stundum. Hvað kemur næst? Uppboð á hlutabréfum í danska kommúnistaflokknum?

Ég var víst búinn að lofa að blogga um Anítu og Sif. Hér með er það afgreitt.

Hersteini þakka ég pungsvitasamúðarkveðjuna. Ekki veitti af henni!

Sunday, June 03, 2007

Þjófótta pakk!

Fólk sem virðir ekki eignarréttinn fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér! Ég er ekki bara að tala um þá sem setja lög sem takmarka eignarréttinn heldur þá sem beinlínis stela (ólöglega) eigum og hlutum annarra!

Á seinustu 8 dögum hef ég nú orðið vitni að eða veit um eftirfarandi:
- Tösku rænt af félaga mínum meðan hann sat með mér og nokkrum öðrum á bekk í almenningsgarði (grunuð er konan sem var að safna flöskum enda ekki margt annað fólk á stjá í okkar umhverfi)
- Bankakortum og síma rænt úr tösku samstarfskonu minnar á vinnudjammi á föstudaginn á meðan hún skrapp í stutta stund frá og á meðan stór hópur okkar fólks sat á borðinu við hliðina (grunaðir eru þrír menn sem einhver þóttist hafa séð til í nágrenni okkar)
- Litla systir rænd af tösku sinni á Sólon "skítastað" á Íslandi

Sjálfur tek ég aldrei meira en bankakort, lykla og strætókort með þegar einhver hætta er á örlitlu rænu- eða athyglisleysi en það er ofsóknaræði sem ég óska engum að hafa.

Hvað er lögreglan að gera á meðan öll þess rán fara fram? Hún er að eltast við fólk með nokkur grömm af vímuefnum í vasanum, passa upp á að fólk kveiki sér ekki í sígarettu á vitlausum stöðum (nú, ásamt dyravörðum og barþjónum skemmtistaða), lesa blaðagreinar til að athuga hvort einhver sé að skrifa jákvætt um tóbaksneyslu, ráðast inn á vinnustaði til að lesa tölvupósta stjórnenda til að sjá hvort þeir séu að stunda samráð við aðra stjórnendur, athuga hvort fólk hafi beltin spennt, byrjar bráðum að reikna út hlutfall kynfæra í stjórnum fyrirtækja sem bjóða upp á þægileg skrifstofustörf, og svona má lengi telja.

Á sama tíma treystir fólk á lögregluna til að koma í veg fyrir þjófnaði og ofbeldisglæpi. Það traust má rýra með hverjum þeim ofbeldislausa "glæp" sem lögreglunni er sagt að hafa afskipti af.

Urgh og svei og þótt ég óski engum þess að taka upp ofsóknaræði mitt þá vona ég samt að flestir finni það með sjálfum sér að taka það upp!

Hin mikla svefnhelgi

Fyrir sjálfan mig fyrst og fremst skjalfestist hér með svefn minn um þessa helgi:
Sofnaði um 4-leytið á aðfararnótt laugardags. Vaknaði kl 15 á laugardaginn. Var sofnaður aftur um kl 18-19 yfir mynd í tölvunni. Rumskaði um miðnætti og skreið upp í rúm. Vaknaði núna kl 11:30 á sunnudegi. Ég hef því sofið í um 30-32 tíma af seinustu 36 tímum eða svo ef ringlaður hausinn er að leggja rétt saman.

Vinnudjammið á föstudaginn var athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Drottningar sem krydda tilveru allra í kringum sig stóðu sig eins og hetjur. Rænt úr veski vinnuvinkonu. Króatíski samstarfsmaðurinn sýndi dimmar hliðar á sér. Ole varð öfurölvi og hætti að taka eftir því þegar var komið að honum að borga, líka þegar hann var minntur á það. Smá haugsástand þar sem fór í taugarnar á mér og endaði kvöldið hjá mér fyrr en ella. Uppáhald allra karlmanna á vinnustaðnum játaði svolítið fyrir mér sem verður athyglisvert að spila úr. Í það heila athyglisvert og skemmtilegt kvöld þar sem sumir brenndu fleiri brýr en aðrir, og ég var merkilegt nokk og að mörgu leyti óviljandi að byggja brýr á fullu.

Ég hef lýst því yfir á vinnustaðnum að ég ætli ekki að halda frí á þriðjudaginn þegar Danir gera það í tilefni af þjóðhátíðardegi sínum ("Grundlovsdag" - stjórnarskrárdagur). Því miður hafði ég lýst þessu yfir áður en ég komst að því að þjóðhátíðardagur Íslendinga lendir á sunnudegi í ár og því lítið upp úr því að hafa að vera fjarri vinnu þann dag í staðinn. Skaut ég mig í fótinn eða var yfirlýsingin þess virði til að sýna að ég er Íslendingur sem ætla ekki að fagna neinum Baunadegi hátíðlega með því að sofa út?

Þeir sem hafa áhuga á að útvíkka skilning sinn (eða skort þar á) á hugtakinu "réttur" (rights) ættu e.t.v. að hugleiða að lesa greinin "Mannréttindi eru eignarréttindi" (að vísu á ensku) og vera svo í sambandi við mig persónulega ef einhverjar hugleiðingar spretta upp í kjölfarið (t.d. via mail eða msn).

Sunnudagur er nýr og verður hugsanlega nýttur í eitthvað. Kannski ekki. Látum oss sjá.

Friday, June 01, 2007

Hressandi vika

Þetta er búin að vera hressandi vika. Lítill svefn í léttu ölvunarástandi nánast allar nætur í bland við þétta vinnudaga með ágætri stemmingu er góð blanda sem mælt er með. Að vísu lengist listinn yfir vanrækt verkefni alltaf þegar kvöldin eru nýtt utan "vinnu"aðstöðunnar heima á kvöldin en því má alltaf redda.

Ráðgjafastarfið er ágætt starf. Gæluverkefnið gengur vel og reddingar og lausnir virðast alltaf liggja á lausu þegar spurt er eftir þeim.

Á morgun ætla vinnufélagar að hittast á einhverri knæpunni í Köben og drekka sig fulla saman. Ég þarf að finna undankomuleið ef dramatík seinasta vinnuhópdjamms lítur út fyrir að ætla endurtaka sig en áhyggjur mínar eru þó litlar sem engar.

Veðrið helst nú gott í langan tíma í einu sem er í góðu lagi. Þetta með mikinn hita og mikinn raka er samt ekkert að fara betur í mig nú en áður.

Hef það ekki lengra í bili. Látið mig vita þegar hið frjálsa og óháða vefrit Múrinn hrósar einræðisherra Venezúela fyrir að fækka leiðum til að gagnrýna sig, drekkið nóg af bjór og munið að á Íslandi lifa bæði menn og konur lengur en í Danmörku. Er það ekki ástæða til að brosa?

Monday, May 28, 2007

Takk fyrir mig frænka!

Fallegu frænku minni þakka ég kærlega fyrir mig. Ágætari ættingi og einstaklingur yfir höfuð er vandfundinn.

Daða bið ég formlega og skriflega afsökunar á laugardagskvöldinu hér með. Þegar til lengri tíma er litið held ég samt að allt hafi verið þess virði og vitaskuld mun ég sannfæra Daða um það. Ég sver!

Sólin er komin aftur til Köben og ætlar að halda í a.m.k. nokkra daga í viðbót ef eitthvað er að marka spár handónýtra danskra veðurfræðinga sem gætu ekki spáð fyrir um úrkomu eigin þvagfæra eftir 10 bjóra stanslaust bjórþamb.

Verður 14.-17. júní góð helgi? Það held ég!

Saturday, May 26, 2007

Mottan komin

Þá er komin motta. Næsta skref er að kaupa augnháralitunareitthvað og dekkja hana aðeins. Þessi fjárans sól (sem reyndar er farin núna) upplitar svo rosalega.

Thursday, May 24, 2007

Skrokkurinn kvartar!

Líkaminn er ekki sá hressasti eftir námskeið/fyrirlestur frá kl hálf níu til sex í dag. Spilaði inn í úrslitaleikur (bjórdrykkja) Meistaradeildarinnar í gær, uppsafnað svefnleysi vikunnar og almennt hvað mér finnst leiðinlegt að sitja í heilan dag og hlusta. Fyrirlesarinn var samt mjög góður - kallinn hressi lét okkur gera allskyns æfingar og var góður að halda okkur við efnið með alls kyns verkefnum og innbyrðis keppnum milli borða. Líkaminn var þó feginn að sleppa eftir þessa löngu törn. Ég lærði helling, þetta hafðist, en ég er þreyttur.

Örvar staðfestir væntanlega frábærar fréttir innan mjög skamms tíma. Hótel Geir opnar dyrnar sínar á ný eftir langt vorhlé - vonandi!

Annars virðist straumur fallega fólksins til Köben vera hafinn á ný (hófst vitaskuld á .is um daginn). Ingigerður yfirfrænka og vinkona koma á laugardaginn og ég ætla að gera mitt besta til að skemmta þeim þegar þær eru ekki að tæma Strikið (bæði verslanir þess af fötum og bari þess af bjór). Sólskin er vinsamlegast beðið um að staðfesta sig sem fyrst! Núverandi veðurspá má gjarnan breytast sem fyrst!

Reyndar er alveg með eindæmum hvað dönskum veðurfræðingum gengur illa að spá fyrir um veðrið nokkra daga fram í tímann (þótt það hafi að vísu engin áhrif á sjálfstraust þeirra í langtímaspám!). Á mánudaginn átti að vera smá væta á föstudag og laugardag. Í gær átti vætan að vera meiri og ná yfir stóran hluta föstudags og laugardags. Í dag er öll helgin orðin rennandi blaut! Ég vona að spáin geti jafnauðveldlega gengið til baka og hún gekk til verri vegar!

Ljósi punkturinn er sá að Danir kalla það oft "rigningu" sem Íslendingar mundu kalla smá skýfall. Sjá til dæmis "Nedbør" kortið hérna (það næsta sem hægt er að komast íslenskum hæðar- og lægðarkortunum góðu). Eina rigningin sem ég sé er smá lægð sem þýtur yfir Danmörku og er komin og farin á örfáum klukkutímum um miðja nótt.

Jæja nóg um veðrið!

Ég hvet einhvern velviljaðan til að aðstoða Árna (og einhverja Hildi) á Moggablogginu mínu við að sannfæra mig um ágæti Samfylkingar og ESB (og meinta yfirburði þessara fyrirbæra í augum manns sem hefur allt að því líkamlegt ofnæmi fyrir ríkisafskiptum og hinu opinbera almennt).

Mér finnst MSN nafn ónefnds félaga míns núna mjög fyndið:
"Til hamingju, Ágúst Ólafur"

Af ástæðum sem verða ekki útlistaðar hér er ég frekar fúll yfir að vera ekki í aðstöðu til að stunda þungaflutninga og (fjárhagslega) ólaunaða iðnaðarmannavinnu eftir nokkra daga.

Perkasjoppugaurinn minn er mikill snillingur sem hlustar á óskir viðskiptavina sinna og reynir að framfylgja þeim eins og texta í heilagri ritningu.

Ég þakka (mjög) fallegri manneskju fyrir góða ábendingu.

Núna eru liðnir meira en sex mánuðir og kvarðinn núllstilltur á ný. Svei.

Orð dagsins um daginn, "haugur", er vonandi að missa stöðu sína. Ég bíð spenntur eftir staðfestingu á því.

Takk fyrir mig!

Börbunum þakka ég kærlega fyrir mat, snakk, áfengi, kaffi, köku, félagsskap og fótbolta. Hér með skjalfest (eins og Fjóla segir að ég mundi segja, sem ég geri þá auðvitað).

Monday, May 21, 2007

Heitt!

Danmörk datt í hug í dag að verða alveg rosalega heit. 25 stig en samt var alskýjað og mikill raki í loftinu. Ekki uppáhaldsblandan mín en vonandi er sumarið byrjað að festa sig í sessi.

Daði er fallegur maður og mikill snillingur. Gleymdi samt súkkulaðinu sínu. Svei, sóun á góðu skápaplássi það.

Orð dagsins er "haugur".

Vinnuvikan er að þróast út í einhverja algjöra fundavitleysu. Að minnsta kosti tveir (stuttir) fundir á morgun, deildarfundur á miðvikudaginn auk vinnufundar sem nær líklega yfir bróðurpartinn af deginum, heilsdagsnámskeið á fimmtudaginn (frá kl 8:30 til 18!) og enn einn (heilsdags!) vinnufundur á föstudaginn. Hvernig er ætlast til þess að einhverju sé hægt að koma í verk þarna?! Engin furða að allt er mörgum mánuðum á eftir áætlun.

Ísland hefur verið sett á sumardagatalið 28. júní til 10. júlí. "Stutt" sumarstopp að þessu sinni (2 helgar og nokkrir virkir dagar). Hver getur reddað mér ódýrum bílaleigubíl á þessu tímabili? Hann verður sennilega ekki mikið keyrður því mér skilst að áfengisneysla og akstur fari illa saman.

Ráðgáta í lok færslu: Hvernig getur sósíalisti - aðdáandi hins almáttuga og allt-um-faðmandi ríkisvalds - kvartað yfir því að ríkið leggi undir sig hin svokölluðu "fríríki" innan síns umráðasvæðis? Mér skildist að það væri venja sósíalista að breiða úr ríkisvaldinu þegar tækifærin gefast.

Sunday, May 20, 2007

Helgarmolar

Íbúðin neðan við mína er sannkölluð tölvuleikjaparadís. Í þessi þrjú til fjögur skipti sem nokkrir strákar koma saman í henni má heyra hróp og köll og öskur og bank í veggi og gólf og greinilega mikið stuð í gangi. Um daginn stóð einn þeirra út á svölum og var að segja við einhvern í símanum að þeir strákarnir væru að spila á Xbox. Núna heyri ég, í gegnum opnar svalahurðir mínar og þeirra, að Nintendo Wii leikur er í gangi. Ég held ég þurfi að íhuga að troða mér inn í þennan vinahóp!

Sumarhefti Þjóðmála er, að mér skilst, í lokavinnslu og kemur út eftir örfáar vikur. Kaupið áskrift!

Örlítill túr í bæinn á föstudaginn var athyglisverður. Ég held ég láti þau orð duga í opinberan annál minn.

Talandi um djamm - mín deild (eða hópur, "group" á vinnumálinu) er orðin ansi þyrst með hinni hækkandi sól. Svo þyrst að það er að stefna í að einhver djammhittingur sé planaður í hverjum mánuði. Ég kvarta ekki því verkfræðingar (líka danskir!) eru með eindæmum skemmtilegir í glasi, en á seinasta djammi var örlítið of mikil dramatík í gangi sem ég þarf að finna leiðir framhjá, ef eitthvað svipað kemur upp aftur. Það er ekkert fallegt við að sjá fullorðinn karlmann gráta söltum tárum fyrir að vera hent út af uppáhaldsskemmtistaðnum sínum. Nei, ég er ekki að tala um sjálfan mig undir rós!

Kannski Fjóla ætti að endurskoða afstöðu sína til stjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar því með 23 manna meirihluta verður eftirfarandi raunin: "Allir þingmenn Samfylkingarinnar, ráðherrar sem aðrir, munu geta setið hjá í atkvæðagreiðslum og mál samt runnið í gegnum þingið." Umorðað: Sjálfstæðismenn þurfa bara að tryggja að Samfylkingarfólk annaðhvort kjósi með eða sitji hjá. Líf Sjálfstæðismanna á þingi orðið aðeins einfaldara.

Góðir fyrirlestrar eru auðveldlega 18 mínútna virði. Sjaldgæft skynsamlegir leiðarar dagblaða eru auðveldlega 60 sekúndna virði. Heimskulegar athugasemdir við þá eru ekki sekúndubrotsins virði.

Á morgun kemur í ljós hvort ég renni á flugmiða í lok ágúst eða byrjun júlí. Málið er ekki alveg í mínum höndum en með smjaðri og sannfæringarkrafti gæti ég e.t.v. haft einhver áhrif á framtíð sumars míns.

Lokaorðin í bili á Seinfeld (sem í mínum bókum er einn mesti heimspekingur okkar tíma): "Skatturinn! Hann er eins og mafían! Hann getur tekið hvað sem hann vill!" (Season 3 Episode 2 Minute 9)

Friday, May 18, 2007

Samviskuspurning dagsins

Ef ég geri skoðanakönnum og spyr, "Finnst þér að ég eigi að heimila reykingar í íbúðinni minni?" og 51% aðspurðra (sem sumir og sumir ekki eru boðnir í heimsókn til mín) sögðu svöruðu, "já, mér finnst að þú eigir að gera það", er þá löggjafinn kominn með heimild til að setja lög um reykingar í íbúð minni?

Thursday, May 17, 2007

Sambönd í hnotskurn

Seinfeld-þættirnir góma oftar en ekki kjarna málsins. Hérna er kjarni sambanda gómaður. Njótið!

Monday, May 14, 2007

Hvar er pólitíkin?

Mér finnst þið, kæru lesendur, ekki búnir að vera nógu duglegir að hrósa mér fyrir að hafa flúið með megnið af pólitísku fjasi mínu út af þessari síðu (og inn á þessa og þessa). Að vísu get ég aldrei hreinsað alveg út, og auðvitað detta inn komment við færslur þessarar síðu sem eru hreinræktað dægurmálaþras, en ég er að vinna hörðum höndum að aðskilnaði og heimta lofgjörðir, vísur, brjóstmyndir og þakkir fyrir viðleitnina!

Stutt vinnuvika hófst (hjá mér) í gær og náði góðu flugi í dag og allt lítur út fyrir að ég nái að skila meira af mér en yfirferðarkerfið (prepare - check - approve) ræður við þessa dagana. Allt í góðu með það því ég stytti þá bara vinnudagana og vona að einhver nenni að leika við mig eða ég nenni að standa í útréttingum sem hafa setið á hakanum svo vikum og mánuðum skiptir. Eða horfi á Jackass Number Two aftur.

Svört atvinnustarfsemi verður seint ofmetin. Einn vinnufélagi minn sagði, hróðugur, í dag: "Ég er á móti svartri atvinnustarfsemi!"
Ég spyr á móti: "Hefuru aldrei þurft á iðnaðarmanni að halda?" (Munið, þetta er Danmörk.)
Svar vinnufélagans: "Ég meinti, að ég mundi aldrei stunda svarta atvinnu sjálfur!"
Skondinn kall, ha!

Mikið er gott að vera búinn í prófum. Þótt nú séu liðin um 3 ár síðan ég kláraði mitt seinasta háskólapróf þá er eins og tilfinningin og léttirinn um að vera búinn í prófum lifi enn. Ekki er það til að eyða tilfinningunni að hafa öll þessi harmkvæl í MSN-nöfnum námsfólks.

Af einhverri undarlegri ástæðu tók ég Netto-bækling með mér þegar ég var í minni 10. hver dagur verslunarferð áðan (áfengi og tóbak undanskilið). Skrýtið? Já sennilega.

Frumniðurstöður úr átakinu "eiga 50 pör af nákvæmlega sömu tegund svartra sokka" lofa góðu og tímasparnaður nú þegar orðinn staðreynd, auk þess sem sokkapirringur er svo gott sem alveg horfinn.

Ég minnist hér með 5. apríl 2006 með formlegum hætti.

Hvernig stendur á því að sængin er svo hlý og góð og ljúf á morgnana, en svo leiðinleg og dauf í tilhugsuninni á kvöldin og jafnvel langt fram á nótt?