Danmörk datt í hug í dag að verða alveg rosalega heit. 25 stig en samt var alskýjað og mikill raki í loftinu. Ekki uppáhaldsblandan mín en vonandi er sumarið byrjað að festa sig í sessi.
Daði er fallegur maður og mikill snillingur. Gleymdi samt súkkulaðinu sínu. Svei, sóun á góðu skápaplássi það.
Orð dagsins er "haugur".
Vinnuvikan er að þróast út í einhverja algjöra fundavitleysu. Að minnsta kosti tveir (stuttir) fundir á morgun, deildarfundur á miðvikudaginn auk vinnufundar sem nær líklega yfir bróðurpartinn af deginum, heilsdagsnámskeið á fimmtudaginn (frá kl 8:30 til 18!) og enn einn (heilsdags!) vinnufundur á föstudaginn. Hvernig er ætlast til þess að einhverju sé hægt að koma í verk þarna?! Engin furða að allt er mörgum mánuðum á eftir áætlun.
Ísland hefur verið sett á sumardagatalið 28. júní til 10. júlí. "Stutt" sumarstopp að þessu sinni (2 helgar og nokkrir virkir dagar). Hver getur reddað mér ódýrum bílaleigubíl á þessu tímabili? Hann verður sennilega ekki mikið keyrður því mér skilst að áfengisneysla og akstur fari illa saman.
Ráðgáta í lok færslu: Hvernig getur sósíalisti - aðdáandi hins almáttuga og allt-um-faðmandi ríkisvalds - kvartað yfir því að ríkið leggi undir sig hin svokölluðu "fríríki" innan síns umráðasvæðis? Mér skildist að það væri venja sósíalista að breiða úr ríkisvaldinu þegar tækifærin gefast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Má þá túlka þessa færslu í þá veru að þú styðjir fríríkið?
Vinstri menn hafa löngum verið frjálslyndari en hægri menn í ýmsum atriðum. Undantekningarnar eru kommúnistar og fasistar, sem tilheyra stjórnmálafræði liðinna tíma ef við einskorðum okkur við hina vestræna heima.
Þú ert fullur af ranghugmyndum um vinstri menn. Hvernig stendur á því að Samfylkingin vill aukið frelsi í landbúnaðarmálum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn vill hið gagnstæða?, sbr. leiðari Morgunblaðsins í dag.
Ussss... þessar tímasetningar á Íslandsför eru alveg skelfilegar. Ég verð úti í Danmörku ALLAN tímann.
Þú ætlar þó ekki að missa af Ölympics er það?
Haukur, við tímasetninguna varð ekki ráðið. Ölympíuleikunum stefnt í uppnám hjá mér því miður!
Árni, hver sem er ætti að geta sagt sig úr hvaða samfélagi, klúbbi eða lögregluskaffara sem er - annað er þvingun sama hvaða tilfinningar menn hafa í spilinu. Ég býst við að stefnuskrár flokka "overrúli" leiðara dagblaða sem fjalla um stefnu flokka. Um meint frjálslyndi vinstrimanna er eftirfarandi mjög skemmtileg og fróðleg lesning (úr bandarísku samfélagi):
http://www.cato.org/pubs/policy_report/v29n3/cpr29n3-1.html
"Vinstri menn hafa löngum verið frjálslyndari en hægri menn í ýmsum atriðum. Undantekningarnar eru kommúnistar og fasistar"
Skil ekki hvað þú ert að blanda fasistum við vinstri menn þar sem Fasismi er flokkaður sem andsósíalísk stjórnmálahreyfing. Öfga hægri.
Annars myndi ég seint telja að vinstri menn væru frjálslyndir - þeir hefta sig sjálfa með eigin bulli - ég heyrði t.d viðtal við Ingibjörgu áðan í fréttunum og heyrði að hún er strax byrjuð að grafa sína eigin gröf og ríkisstjórnin ekki enn formlega mynduð.
Fasismi og náfrændi hans, þjóðernissósíalisminn (oft kallað nasismi), eru náskyldar stefnur þótt pólitískt andrúmsloft á fyrri hluta 20. aldar hafi leitt til óheppilegrar flokkunar þessara hreyfinga til "hægri".
Hér er skemmtileg getraun sem ætti að skýra mál mitt.
Annars legg ég til að þessi umræða flytjist annað og býð ég hér með upp á prýðilegan vettvang fyrir hana:
http://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/218299/
Nasismi er „fasísk“ stjórnmálahreyfing - ekki náskyld heldur innan hennar!
Hægri stelpur eru nú ekki þekktar fyrir frjálslyndi sitt í rúminu
Af ofangreindum kommentum er deginum ljósara að ef Haukur á bíl er gráupplagt að Geir leigi hann.
Ef að þig hungrar í bíl, er alveg hugsanlegt að fyrir svona stutt tímabil megi hafa samband við bílasölur sem "lána" bíl (einhvern tregseljanlegan) á spottprís.
Það væri amk. viðskiptahugmynd, kannski nær hún ekkert lengra.
Þrándur
Þú verður of seinn í afmælið mitt, skammastu þín!
Í fyrsta lagi eru greinar um vinstri menn í Bandaríkjunum grín.
Það er fáránlegt að bera það saman við Ísland og þú veist það mæta vel að þetta er verðlaust plagg í samanburði um meint frjálslyndi vinstrimanna. Það er engin vinstri hreyfing í Bandaríkjunum.
Ekki það að þetta plagg segi nokkurn skapaðan hlut til að byrja með, þetta er Ströget Flyer sem endaði á heimasíðu.
Þrándur, ég þakka MJÖG góða ábendingu/hugmynd og held ég hljóti að rannsaka hana frekar!
Sóley, fyrst þarf að bjóða manni til að maður geti misst af einhverju!
Daði, ég er ekki alveg 100% sammála um að samanburðurinn sé marklaust plagg og ekki séu til vinstri menn í Bandaríkjunum, en það getum við rætt við betra tækifæri á betri vettvangi!
Post a Comment