Stundum er eitthvað svo ágætt að enda vinnudaginn á hádegi og sinna allskyns öðrum verkefnum í staðinn.
Ég kaus til dæmis í dag. Sjallar fá það atkvæði. Árna Richard tókst næstum því að fá mig til að hugleiða Íslandshreyfinguna en sú hugleiðing endaði á nöfnum eins og Margrét Sverrisdóttir, Ólafur Hannibalsson og Jakob Frímann Magnússon, auk þess sem mér finnst Ómar Ragnarsson hafa verið betri fréttamaður og skemmtikraftur en hann er frambjóðandi í kosningum. Flokkurinn er með mörg stefnumál sem jaðra við það að líkjast hægrimálum (a.m.k. ef marka má þessa síðu), t.d. þegar kemur að sköttum og fleira, en ég sé ekki áðurnefnda vinstrimenn í föruneyti Ómars vera líklega til að hrinda þeim í framkvæmd (og hvar Ómar stendur í stjórnmálum, fyrir utan að vera á móti fleiri virkjunum, hef ég enga hugmynd um).
Sjallarnir fengu því mitt atkvæði. Það er lokaniðurstaðan. Vonandi fara þeir vel með það og selja Landsvirkjun, lækka skatta, selja hálendið, frelsa landbúnaðarkerfið, hleypa einkaaðilum að heilbrigðiskerfinu og enn frekar að skólakerfinu og gera enn fleiri fríverslunarsamninga við útlönd. Spurning hvort Samfylkingin sé ekki orðinn heppilegri (og leiðitamari) dansfélagi í ríkisstjórn en Framsóknin. Framsóknin og fæðuöryggi hennar (bls 26) fer í taugarnar á mér.
Dönsk stjórnmál eru í miklu uppnámi um þessar mundir. Danskur miðjumaður sagði sig úr dönskum miðjuflokki og stofnaði annan danskan miðjuflokk, og umræðan hefur varla snúist um annað síðan.
Geta mín til að feta fjölfarnar götur í Kaupmannahöfn er orðin gríðarleg núna. Danir labba ekki beint og að ákveðnu marki. Þeir stoppa handahófskennt, snúa sér skyndilega við, ganga þvert á göngustefnu fjöldans, baða út höndum, sikk-sakka, labba mjög hægt í miðri mannþröng og sumir raða sér í eins konar varnarvegg sem lokar gönguleiðinni úr báðum áttum. Miðað við að Danir eru maurar sem elska að láta hrúga sér í troðfullar lestir og strætóa, og vita fátt betra en að vera eingöngu 50% fjárráða, þá eru þeir furðulega lélegir að koma sér frá einum stað til annars á tveimur jafnfljótum.
Ég er að safna í yfirvaraskegg. Þá veit alþjóð það.
Eftir alveg gríðarlega mikið áhorf á Seinfeld seinustu vikur tek ég eftir því að ég er byrjaður að apa ýmislegt upp eftir persónunum. George á það til að reka tunguna örsnöggt inn og út þegar hann er æstur. Kramer sveiflar höndunum á ákveðinn hátt þegar hann er að segja eitthvað í stíl við "æj láttu ekki svona". Ég hef ekki tekið eftir fleiri eftiröpunum enn, en mig grunar að þær séu fleiri!
Íslenskt afgreiðslufólk er mun líklegra en danskt til að bjóðast til einhvers utan hefðbundinnar þjónustu, og segja "ekkert mál" þegar viðskiptavinurinn þakkar fyrir greiðann og spyr hvort það sé í lagi að þiggja hann.
Enginn Örvar í maí. Virðuleg bankakona þarf því að leggja tvöfalt harðar að sér sem gestur í Köben!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Þarna studdir þú hundruða milljarða ríkisvædda atvinnustefnu sem felst í virkjanastefnunni. Þú ert ekki frjálshyggjumaður fyrir 10 aura.
Búhú til hvers varstu nú að þeirri vitleysu drengur? Það þyrfti að senda þig í sveit og láta þig moka skít í nokkra daga!!
Birna La Primadonna
Árni: Ég get því miður ekki kosið "all or nothing" - þá hefði ég skilað auðu. Ég kaus það illskársta og ekki endilega með því hugarfari sem þú gaukaðir að mér.
Birna: Been there, og það var hressandi! Ég óska öllum námsmönnum nægilegrar fátæktar til að neyðast til að dýfa hendi í kalt vatn.
Það er augljóst að ef ríkisvæðing er mæld í peningum, þá er stærsta skrefið í átt að frjálshyggju að hætta að smíða virkjanir eftir pöntun stjórnmálamanna. Með þeim mælikvarða er VG frjálslyndari en xD
Er ég virðulega bankakonan? ;)
Ingigerður, ert þú á leið hingað út? Það væri óskandi!
Árni, með svipuðu trixi (já, trixi) má segja að ef frjálshyggja er mæld í skattalækkunum (lækkun álagningarhlutfalla og fækkun þeirra), einkavæðingum og opnun markaða þá kemst enginn stjórnmálaflokkur með tærnar þar sem Sjallar hafa hælana. Ég sé samt ekki tilganginn í að búa til mælikvarða til að mæla hversu fjarri einhver er frá því að kjósa "rétt" miðað við atkvæði viðkomandi. Sjallar eru einfaldlega markaðssinnaðasti stjórnmálaflokkur Íslands í dag en hafa lengið setið uppi með óhentugan samstarfsflokk og gera e.t.v. áfram á meðan þingflokkur Samfylkingar er mikið til mannaður gömlum sósíalistum.
Langar rosalega að kíkja til Köben eina helgi í sumar. En ekkert pantað ennþá ;)
Post a Comment