Thursday, March 30, 2006

Skyrtuskyldað verkefni

DSE Messe, eða "Framadagar" DTU, fara fram í DTU í næstu viku, og getiði nú hver verður á svæðinu í skyrtu og með bindi að kynna fyrirtækið sitt? Nú auðvitað ég, ef ég samþykki óumbeðna skráningu mína á atburðinn, sem ég geri að sjálfsögðu með því að mótmæla ekki.

Ég er samt búinn að segja stjóranum að ég muni ekki ná neinum Íslendingum inn því þeir flýja annaðhvort til Íslands um leið og þeir útskrifast, eða fara á atvinnuleysisbætur og 6-12 mánaða fyllerí í Danmörku ef þeir komast að því hvernig á að komast á danska ríkisspenann.

Vonandi er ekki edrú-skylda þótt það sé skyrtu-ósk.

Wednesday, March 29, 2006

Mig langar

Mig langar í sígarettu í þessum skrifuðu orðum. Ég leyfi mér það samt ekki fyrr en kl 15 í fyrsta lagi. Maður er jú ekki bara fíkill, heldur agaður fíkill.

Tuesday, March 28, 2006

Rammstein

Rammstein er alveg ofsalega vinnuvingjarnleg tónlist, oftast.

Ég held að orðatiltækið, "að rétta litla fingur fá höndina bitna af", sé stundum meira viðeigandi en á öðrum tímum.

Voðalega eru allir fyndnir í dag. Það er alveg ótrúlegt bara. Meira að segja ég er svolítið skondinn. Bráðum verður útlendingahatur, kvenfyrirlitning, Jótlendingadiss, brandarar um Íslendinga og Færeyinga, dónadjók, grín að hárgreiðslum, fötum, skeggi, skeggleysi, elli, æsku og eflaust eitthvað fleira allt orðið hluti af daglegu tali í daglegu lífi á vinnustaðnum.

Þétt vikuplan allt í einu, og af því þessi síða er engan vegin nógu sjálfhverf um mig verður því hér með deilt með umheiminum:
- Nýjum verkefnum hefur rignt á borðið mitt í dag eftir skuggalega rólegt síðdegi í gær.
- Fara með jakkaföt í hreinsun (helst í dag, seinnipartinn).
- Drekka með einum verkefnishópnum í vinnunni (fimmtudagskvöld).
- Greinar í Fréttablað og DV eins og venjulega.
- Pakka (í vikunni, líklegast föstudagsmorgun).
- Fljúga til Íslands (föstudagur um hádegisbilið).

Monday, March 27, 2006

Heimilislega vélaverkfræðiþrautin

Eftirfarandi er lýsing á vandamáli sem ég get engan veginn botnað í, en kannski vélaverkfræðielíta Íslands, sem öll les þessa síðu, geti rétt út hjálparhönd:

Fyrst örlítil saga: Fyrir um þremur vikum smalaði ég sambýlendum mínum saman á sunnudagseftirmiðdegi í stóra íbúðarhreingerningu. Annar tveggja ísskápa okkar var þar ofarlega á listanum, enda komin 5 cm þykk klakabrynja í hann sem var farin að gleypa í sig dósir og annað sem lá aftast í skápnum. Þennan ísskáp tók um sólarhring af afþýða og 2 mínútur að þrífa.

Eftir þetta hefur ísskápurinn tekið upp á því að frysta allt, eða næstum því allt. Hann er alltaf í -5 gráðum samkvæmt hitamælinum, sama hvernig hann er stilltur. Þó virðist hann ekki eins kaldur að innan og hinn ísskápurinn ef höndinni er stungið inn í hann. Klakabrynjan er strax byrjuð að myndast aftur.

Ísskápurinn virðist samt ekki fyrsta allt. Óopnuð kæfa (í loftheldum umbúðum) frýs ekki, og óopnuð ferna af appelsínusafa frýs heldur ekki. Bjór virðist einnig bara kælast en ekki frjósa (og þar með sleppur 70-100% af öllum kælimat mínum við frostið). En allt sem fer opnað í ísskápinn frýs - jógúrt, ostar, mjólk og kæfan og appelsínusafinn í áður opnuðum (þó ekki opnum) umbúðum.

Mín kenning er sú að einhver raki sé að sleppa inn, að hola sem ég sé ekki sé innan í ísskápnum, og að mínus fimm gráðurnar bíti bara á eitthvað sem hefur raka í sér eða sleppir raka inn í sig, og hence sleppa flest óopnuð ílát. Ég er samt ekki viss og á erfitt með að sannfæra mig um réttmæti þessarar einu kenningar minnar. Af hverju finn ég ekki kaldan raka setjast á mig þegar ég sting hendinni inn? Er það misskilin vænting? Og hví ættu mínus fimm gráður ekki að frysta appelsínusafa bara af því hann er í ópnaðri fernu?

Ég er opinn fyrir kenningum og sérstaklega hugmyndum um hvað er hægt að gera (fyrir utan að skipta báðum ísskápum upp í sex hólf í stað tvisvar þriggja núna, og nota þann frystiglaða undir ópnað og öl og hinn undir allt annað).

Hjálp!

Helvítis tímarugl!

Geta evrópubúar ekki lært að rukka fyrir rafmagn á markaðsverði og hætt þessu eilífa flakki með klukkuna á milli sumar- og vetrartíma til að plata fólk til að nota minna rafmagn?! Ég var alsæll með að vera mættur hálftíma fyrr í vinnuna en oft áður sem kom síðan í ljós að var hálftíma of seint!

Kannski er ástæða klukkuvandræða minna sú að ég á ekki sjónvarp og tek þar af leiðandi ekki eftir því þegar fréttirnar eru ekki á sínum stað í dagskránni?

Ég gæti samt haldið mig við rómantíska ástæðu tímabreytinganna til að róa mig, sem er sú að þær gefa fólki möguleika á meiri dagsbirtu, sem er voðalega sæt greiðasemi af tímavörðum samfélagsins.

En ég er þrátt fyrir allt hress á mánudagsmorgni. Húrra fyrir því!

Sunday, March 26, 2006

Draumurinn

Draumaplanið: Einn til tveir leikir á HM í Þýskalandi í lok júni, og svo beint á Hróaskeldu, og helst þannig að ég þurfi ekki að taka mikið meira en viku í frí í vinnunni (sem aftur þyrfti að sækja um að fá sem fyrst). En þetta virðist vera erfitt plan því riðlakeppnin endar akkúrat 23. júní og jafnvel 20. júní í sumum riðlum og Hróaskelduhelgin byrjar ekki fyrr en 28. júní, og þetta þýðir alveg 10 daga frí að minnsta kosti.

Og þar að auki þarf ég líklega að vera fluttur fyrir 1. júlí í húsnæði sem er enn ófundið og þarf helst að vera íbúð í mínu nafni.

Skemmtilegt þegar allt lendir svona á sama tíma. Þá þarf allt í einu að fórna einu fyrir annað sem er mjög óæskilegt ástand og ber að forðast af öllum mætti.

Saturday, March 25, 2006

Laugardagur til leti

Gærkvöldið var þriðja helgarkvöldið í röð án djamms hjá mér. Í staðinn á ég allt í einu einhvern pening inn á kortinu í seinustu viku mánaðarins og er bara með eitt nýtt sár á líkmanum: Paper-cut sem ég aflaði mér í vinnunni. En þessi fjarvera frá djamminu verður samt ekki langvinn. Hún er bara til að hlaða batteríin.

Þarf þarf líka að sjá hvort nýju bolirnir mínir geti ekki komið mér í vandræði í ölvaðri miðborginni. Áróðursorð eins og "Enjoy Capitalism" og "Better Dead than Red" munu a.m.k. mynda hressilegt mótvægi við Che- og USSR-merkin sem annars eru algeng hérna.

"Jafn hræðileg og Sovétríkin voru að mörgu leyti var hrun þeirra árið 1991 flestum íbúum þeirra fremur til óþurftar en hitt."
Ætli þrælahald í Suðurríkjum Bandaríkjanna njóti ekki svipaðs skilnings hjá Ármanni Jakobssyni? Ég meina, afnám þess olli því að blökkumenn sem áður voru þrælar voru allt í einu orðnir frjálsir og sviptir öllu "örygginu" sem fylgdi því að vera hlekkjaður inn í skúr og fá a.m.k. mat og hafa fasta vinnu! Eða hvers vegna ætti þessi samlíking að vera óeðlileg?

Miðar á Radiohead-tónleika í byrjun maí seldust upp fyrir framan nefið á mér. Svei.

Ísland um næstu helgi. Húrra fyrir því.

Friday, March 24, 2006

Janteloven

Janteloven eru magnað fyrirbæri í dönsku lagasafni. Dæmi þaðan:

Du skal ikke tro, du er noget.
Du skal ikke tro, at du duer til noget.

Tuesday, March 21, 2006

Mest ávanabindandi leikur í heimi

Ekki byrja á þessum leik nema þú hafir tíma aflögu. You have been warned. (via)

Monday, March 20, 2006

Loksins!

Loksins kemur dagurinn sem er allt að því drekka-bjór-utandyra-fær. Heiðskýrt, logn og hlýrra en oft áður. Bara nokkrar kommur til viðbótar á hitamælinn og þá er það Nýhöfn í stuttbuxum. Vonandi.

Stóra samviskuspurning dagsins: Rembast við að vinna aðeins lengur og vona að ég komist fljótlega yfir kl 16-18 þreytuna, eða gefast upp og drulla mér heim. Ekki vantar verkefnin. Orkan er hins vegar í minni kantinum. Sjáum hvað setur.

Langþráð grein um meint áhrif mannsins á lofthjúp jarðar og skynsamlegar aðgerðir eða aðgerðaleysi til að bregðast við því er loksins komin á lokastig. Tek aðeins annan pól í hæðina en venjulega. Núna er það að vera geðþekkur sem gildir. Spennandi ekki satt? Já ótrúlega.

11 dagar til Íslands. Ljómandi. Getur einhver reddað mér koffíntöflum? Ég get vitaskuld borgað svartamarkaðsverð. Ég hef nefninlega ekki tíma til að sofa alltof mikið á Klakanum, og vil það raunar ekki.

Sunday, March 19, 2006

Hrós dagins

Hrós dagsins fær bróðir minn, Ómar Ómar Ágústsson, fyrir að vera með eindæmum frábær einstaklingur.

Saturday, March 18, 2006

Heimahelgi

Mikið er ágætt að hanga heima og gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég ætla ekki að gera þetta að einhverjum vana en eftir langa veikindaviku með yfir 10 tíma vinnudögum er fínt að sofa í 12 tíma, glápa á grínþætti og hasarmyndir, lesa eigin skrif og annarra á veraldarvefnum, blogga, éta, sötra og sinna öðru því sem fylgir heimavistinni og þarf ekki að nefna.

Íslandshelgarför þarnæsta föstudag hvorki meira né minna. Er það bærinn á föstudagskvöldinu?

Vinnan verður víti á Jörðu næstu 7 vikur (hvað álag og fjölda vinnutíma varðar). Heilu risaverkefni hefur verið varpað á mig ofan á allt annað sem er í gangi svo samstarfsfélagi minn geti skroppið í fæðingarorlof. Þetta er gullið tækifæri til að sýna atvinnuveitandanum að ég get allt, kann allt, afgreiði allt og spjara mig í aðstæðum sem ég kann ekki á. Takmarkið "verða verðmætasti starfsmaður fyrirtækisins" er e.t.v. svolítið langt framundan, en ég mjakast nær.

Ætti ég að skella mér í eitthvað nám eða námskeið næsta haust? Erfitt að segja. Kjaftafögin getur maður lesið heima hjá sér. Óþarfi að láta kennara mata mann á "réttri túlkun" í þeim. Hagfræðin kitlar en ég veit að hún er meira spennandi á leikmannsstiginu en því námslega. Hvað með forritunarnámskeið? Vinnan gæti þurft á Visual Basic manni að halda, svo eitthvað sé nefnt. Læt þetta meltast aðeins.

Fasteignamarkaður Kaupmannahafnar er strembinn. Svo mikið er víst. Og að hafa umsjón með fasteign og að fimm manneskjur sinni sínum hlutverkum, bæði fjárhags- og verklega. Og með tíð og tíma mun ég birta niðurstöðurnar af litlu sósíalísku tilraun minni. Frumniðurstöður: Sameiginleg útgjöld eru stigvaxandi útgjöld.

Thursday, March 16, 2006

Kostur við að vinna veikur #3

Er reyndar voðalega lítið veikur. Nokkrir afgangshóstar og stöku snýting en ekkert sem telur. Færslan kemur samt!

Úti er kalt og fyrir veikan mann með hálsbólgu þýðir útivera hóstar og óþægindi. Heimferðin er köld og vindblásin og bara tilhugsunin um hana heldur mér inn á hlýjum vinnustaðnum án hugsana um að fara út.

Hliðarverkun: Hér sit ég alveg búinn á því eftir rétta 12 tíma á skrifstofunni og veit að það verður lítið sprellað í kvöld.

Wednesday, March 15, 2006

Kostur við að vinna veikur #2

Er reyndar lítið meira en svolítið stíflaður og með stöku hósta, en það má alveg flokkast sem veikindi á vinnustað!

Veikindi þýða að maður nennir engan veginn að standa á fætur, t.d. til að sinna kalli náttúrunnar, sækja kaffi eða svala nikontínfíkninni, sem veldur lengri viðveru við skrifborð og tölvu þar sem verkefnin eru stödd.

Hliðarverkun: Áralangt uppeldi á skólabekk veldur því að ég hef enga einbeitingu eftir 35 mínútur við sömu iðjuna og því taka póstskoðanir og fréttalestur aðeins meira rými en á heilbrigðum vinnudegi.

Tuesday, March 14, 2006

Kostur við að vinna veikur #1

Veikindi þýða minni matarlyst þýðir lengri vinnudagur án þess að finna fyrir hungri og þörf til að taka matarpásu.

Hliðarverkun: Líkaminn finnur fyrir orkuskorti þrátt fyrir skort á matarlyst, sem aftur veldur svolítið hægari framgangi í verkefnum.

Sunday, March 12, 2006

Sunnudagshugvekjan

Þessi mynd (smellið til að stækka) sýnir afrek helgarinnar: Sár á ennið sem fékkst með því að hlaupa (óvart) á skilti. Kannski ágætt að hafa svona merki á sér til að gleyma ekki hvað helgin var ágæt og hvað Jói er hress.

Veikindi eru að reyna ná tökum á mér en berst hetjulega við þau með pizzu, vatni og reykleysi. Bara ekki séns að ég geti fórnað vinnutíma í þessari viku til að liggja í bælinu.

Ég má til með að koma frá mér grein á morgun. Er með eina næstum því tilbúna en svo gerir maður þau mistök að láta frágang dragast og rekst þá bara á eitthvað enn annað sem þarf að koma fram. Til dæmis: "But the public doesn't know that tobacco use appears to be associated with many positive long-term health outcomes, including lower incidences of Alzheimer's and certain cancers." (#) Kannski af því reykingamenn deyja of ungir til að ná að fá heilabilun og taugasjúkdóma? Nei, djók.

Friday, March 10, 2006

Allt er þegar fernt er

Til hvers að skrifa fjórar greinar þegar þá sömu má birta á fjórum stöðum?
1 (áskrift) - 2 - 3 - 4

Thursday, March 09, 2006

Brandari dagsins

Brandari dagsins er í boði Askmen.com:

Understanding Engineers
An architect, an artist and an engineer were discussing whether it was better to spend time with the wife or a mistress.

The architect said he enjoyed time with his wife, building a solid foundation for an enduring relationship. The artist said he enjoyed time with his mistress, because of the passion and mystery he found there.

The engineer said, "I like both."

"Both?"

"Yeah. If you have a wife and a mistress, they will each assume you are spending time with the other woman, and you can go to the lab and get some work done."

Spurning dagsins

Spurning dagsins er svohljóðandi: Hvaða moldríka olíu-furstaveldi uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Less than 10% of the [country]'s economy depends on oil revenues, with the majority generated from international trade and tourism.
Svarið gæti komið einhverjum á óvart. Þessi staðreynd er reyndar óvænt því yfirleitt fylgir því meiri bölvun en blessun fyrir land að sitja á auðugum olíulindum. Meira að segja Noregur hefur ekki sloppið alveg við olíubölvunina.

Sjálfhverf færsla dagsins

Í dag er ég voðalega þreyttur en samt ekki sybbinn. Kaffið streymir og vinnan er söm við sig og allt gott um það að segja. Vonandi er eitthvað sötur á kaffihúsi í kvöld en hvað sem því líður er a.m.k. öskrandi djamm annað kvöld.

Árni Georgs er karakter sem maður má ekki týna í mannhafinu.

Ég held að dönskukunnátta mín sé að ná ákveðinni stöðnun. Orðaforðinn er orðinn nægur til að halda í við samstarfsfélagana en hvað aðra Dani varðar er eitthvað sem vantar upp á. Á heimilinu er töluð skandinavíska (blanda dönsku, sænsku og norsku) en það dugir ekki til. Á djamminu talar maður alltaf fullkomna dönsku með ótakmörkuðum orðaforða en sú kunnátta virðist hverfa jafnharðan aftur. Ég þarf að gera eitthvað í þessu.

Ég virðist vera byrjaður að nenna uppfæra enska bloggið mitt aftur. Spurning um að byrja plögga það líka á einhverjum umræðuvettvangi?

Food!

Note to self

Bráðnun Suðurskautslandsins er í versta falli ekki til staðar:
There is nothing inherently noteworthy about the results of this three year study of Antarctic ice trends. This is not to disparage the scientific work of Velicogna and Wahl. It is to suggest that their paper serves more as a initial investigation into some of the applications of observations of gravitational variations, rather than bearing any relevance to the issue of global climate change and its implications.
Ekki einu sinni æðstiprestur núlifandi vinstrimanna, Michael Moore, getur breytt því (sama hvað hann þungi rass krefst mikillar olíubrennslu þegar hann fer á rúntinn).

En krísufréttir þýða auknar fjárveitingar til vísindamanna í krísuleit, svo auðvitað býst maður ekki við að yfirvegun og raunsæi einkenni umræðuna.

Og já, ég er að vinna að alvörublaðagrein um þetta. Vandamálið er að það kostar 15 orð að segja, "Hitastig hafa mælst hækkandi og maðurinn er að brenna olíu. Hence þetta tvennt er samofið", á meðan það kostar töluvert fleiri að segja frá öllu því sem hefur áhrif á hitastig Jarðar og segja af hverju koldíoxíð sem slíkt er ekki nema brotabrot af því sem hefur áhrif á hitastig. Og segja frá öllu því sem hefur áhrif á hitastig og veðurfar almennt sem kemur manninum ekkert við, t.d. lotubundin sveifla í tíðni fellibylgja við miðbaug sem jafnvel sveiflast í takt við aukningu eða minnkun á bráðnun íss á Grænlandsjökli (sem nú er reynt að tengja saman við atferli mannsins).

En þetta kemur með kalda vatninu.

Monday, March 06, 2006

Virkur dagur í lífi mínu

Ég hafði víst lofað sjálfum mér því að vinna að aukinni sjálfhverfu þessarar síðu. Hér með verður því dæmigerðum virkum degi í lífi mínu lýst:

kl 6:30-7:15 Fara á fætur, sturta, nokkrir sopar af jógúrti, bursta tennur, klæða mig.

kl 7:15-8:30 Koma mér í vinnuna.

kl 8:30-11:45 Vinna.

kl 11:45-12:15 Hádegismatur.

kl 12:15-(16:30-18:00) Vinna.

kl (16:30-18:00)-(17:30-19:00) Koma mér heim, kannski skreppa í búð.

Kvöldmatur sem oftast samanstendur af nokkrum brauðsneiðum.

Tölva með öllu tilheyrandi.

kl 23:00-00:00 Koma mér í háttinn, glápa kannski á eitthvað léttmeti fyrir háttinn.

Sofa þar til ég vakna.

Þarna inn á milli blandast svo lestur á einu af götublöðum Kaupmannahafnar (á leið til vinnu) og einhverju útprentuðu á netinu (heimleið), skrif fyrir ýmist DV eða Fréttablaðið, MSN, eitt og annað fyrir Frjálshyggjufélagið eða aðra stjórnmálatengda starfsemi, fataþvottur, kippið daglega, hugsanlega einhver þrif á sameiginlegum svæðum íbúðarinnar sem ég bý í og einn til þrír bjórar og nokkrir smókar.

Kannski helgarlýsingin komi svo hérna við tækifæri. Örlítið snúnari sú samt.

Daglega vandamálið með einföldu lausninni

Ég á við vandamál að stríða sem kemur upp á hverjum einasta virka degi. Þannig er mál með vexti að ég borða í þessu frábæra mötuneyti þar sem er alltaf hægt að éta sig pakksaddan á hverjum degi. En á hverjum degi blasa við tveir valkostir:
1) Borða hóflega mikið og geta skellt sér hress í vinnu eftir mat, en eiga á móti á hættu að orkan klárist áður en verkefnin gera það.
2) Borða mig gjörsamlega pakksaddan þannig að það sé næg orka fyrir langan vinnudag, en tapa á móti fyrsta klukkutímanum eftir mat í að vera alveg dofinn vegna blóðfrekju meltingarfæranna.

Auðvitað gæti ég, svona í princippinu, tekið með mér eitthvað að borða í vinnuna þannig að valkostur 1) verði klárlega sá besti og borðað nestið mitt þegar líður á seinnipartinn. Ég nenni því bara ekki. Eða einfaldlega að blogga ekki, kíkja ekki á gmailið, lesa ekkert á netinu og bara unnið eins og hestur í kolanámu þar til dagurinn er á enda. En hvað er gaman við það?

Nú eða notað heilalausa klukkutímann eftir mat í allskyns internet-snatt og rækilega koffíninntöku og geta í staðinn unnið lengur fram eftir degi.

Erfitt líf, þetta líf.

Saturday, March 04, 2006

God lørdag

Hausverkurinn kominn, pizzan á leiðinni en kóklaust í húsinu. Og bjórlaust! Greinilegt að nú er laugardagur.

Hérna er hugleiðing og í henni er beint a að fylgni er EKKI það sama og orsakasamband. Ljómandi að benda á það. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt að sjá hlutina út frá réttu rökfræðilegu sjónarhorni til að leggja rétt mat á það sem við sjáum í kringum okkur, því tölur sem slíkar sanna ekki nokkurn skapaðan hlut. Til dæmis að Vesturlönd urðu rík þrátt fyrir að skattbyrði hafi aukist í þeim, en ekki vegna þess.

"Sure, [those at Playboy] may have named [Jessica Alba] their sexiest star of the year, but if there are no pictures of [her] nude inside, they are just being mean." (#) Sammála!

Spurning dagsins til stjórnmálamannsins sem gefur eftir öllum útgjaldakröfum: „Fyrirgefið, hvers vegna á að leggja aukna byrði á vinnandi fólk svo þér fáið þetta áhugamál yðar ódýrar?“ (#) Einnig mætti spurja hvers vegna hið "góða málefni" sé ekki betra en það að fólk geti sjálfviljugt lagt út fyrir kostnaði vegna þess.

Baldur á sæta systur sem á sæta vinkonu. Þá er það skjalfest. Baldur er vel á minnst mikill snillingur.

Thursday, March 02, 2006

Fallegt kvenfólk!

Einhvern tímann í fjarlægri fortíð hélt ég úti lítilli síðu sem hét því hógværa nafni "Fallegt kvenfólk". Hugmyndafræðin var einföld: Margar, margar myndir af fallegu kvenfólki í bland við upplýsingar og fróðleik um það. Þessi síða átti sér lítinn en ákafan aðdáendahóp og ég man varla eftir því að hafa verið hvattur jafnoft til dáða til að taka upp þráðinn aftur á einhverju sem ég gerði og hætti.

Núna fann ég næstbestu lausnina: Egotastic.com. Snilldarsíða og ég mæli eindregið með eldri færslum flokkuðum eftir nöfnum stúlknanna sem hefur verið fjallað um.

Og svona í leiðinni er rétt að benda á eina björtustu perlu internethafsins, Askmen.com. Og þrátt fyrir nafngiftina er alveg óhætt að segja að kvenfólk getur vel fundið eitthvað við sitt hæfi þarna.

Wednesday, March 01, 2006

Note to self

Muna svara þessu með grein við tækifæri. Atvinnumenn í umhverfismálum, og þá sérstaklega hinum þverfaglegu og nútímalegu umhverfisfræðum, eru líklega þeir fyrstu til að blása upp allar "ógnirnar" sem steðja að umhverfinu. Ella væri hætt við atvinnuleysi í stétt þeirra.

Umhverfisfræðingur: "Það er engin þörf á örvæntingu þegar kemur að loftslagsbreytingum. Áhrif mannsins eru bæði byggð á vafasömum forsendum og ofmetin. Vísindin á þessu sviði eru í frumbersku og óþarfi að fórna velferð mannkyns á altari manna sem vilja ná tökum á markaðskerfinu í nafni umhverfisverndar."
Yfirmaður umhverfisfræðingsins: "Já, það er rétt hjá þér. Við höfum enga þörf fyrir störf þín. Þú ert rekinn."

My name is Geir

Kannast ekki allir við þættina "My name is Earl"? Þar er fyrrum smáskúrkur og glæpamaður að reyna bæta ráð sitt með því að bæta upp fyrir alla fyrri glæpi og öll særindi og óþægindi sem hann hefur valdið öðrum yfir ævina, og í staðinn virðist "karma" valda því að góðir hlutir koma fyrir hann.

Ég þjáist af öfugu syndrómi. Ef ég reyni að gera eitthvað óeigingjarnt og gjafmilt þá fæ ég vesen, leiðindi og hausverk í staðinn.

My name is Geir.