Monday, March 20, 2006

Loksins!

Loksins kemur dagurinn sem er allt að því drekka-bjór-utandyra-fær. Heiðskýrt, logn og hlýrra en oft áður. Bara nokkrar kommur til viðbótar á hitamælinn og þá er það Nýhöfn í stuttbuxum. Vonandi.

Stóra samviskuspurning dagsins: Rembast við að vinna aðeins lengur og vona að ég komist fljótlega yfir kl 16-18 þreytuna, eða gefast upp og drulla mér heim. Ekki vantar verkefnin. Orkan er hins vegar í minni kantinum. Sjáum hvað setur.

Langþráð grein um meint áhrif mannsins á lofthjúp jarðar og skynsamlegar aðgerðir eða aðgerðaleysi til að bregðast við því er loksins komin á lokastig. Tek aðeins annan pól í hæðina en venjulega. Núna er það að vera geðþekkur sem gildir. Spennandi ekki satt? Já ótrúlega.

11 dagar til Íslands. Ljómandi. Getur einhver reddað mér koffíntöflum? Ég get vitaskuld borgað svartamarkaðsverð. Ég hef nefninlega ekki tíma til að sofa alltof mikið á Klakanum, og vil það raunar ekki.

2 comments:

Burkni said...

Karlmenn nota ekki koffíntöflur, bits!

Geir said...

I'm just yar biatch then I guess!