Monday, March 27, 2006

Helvítis tímarugl!

Geta evrópubúar ekki lært að rukka fyrir rafmagn á markaðsverði og hætt þessu eilífa flakki með klukkuna á milli sumar- og vetrartíma til að plata fólk til að nota minna rafmagn?! Ég var alsæll með að vera mættur hálftíma fyrr í vinnuna en oft áður sem kom síðan í ljós að var hálftíma of seint!

Kannski er ástæða klukkuvandræða minna sú að ég á ekki sjónvarp og tek þar af leiðandi ekki eftir því þegar fréttirnar eru ekki á sínum stað í dagskránni?

Ég gæti samt haldið mig við rómantíska ástæðu tímabreytinganna til að róa mig, sem er sú að þær gefa fólki möguleika á meiri dagsbirtu, sem er voðalega sæt greiðasemi af tímavörðum samfélagsins.

En ég er þrátt fyrir allt hress á mánudagsmorgni. Húrra fyrir því!

No comments: