Er reyndar lítið meira en svolítið stíflaður og með stöku hósta, en það má alveg flokkast sem veikindi á vinnustað!
Veikindi þýða að maður nennir engan veginn að standa á fætur, t.d. til að sinna kalli náttúrunnar, sækja kaffi eða svala nikontínfíkninni, sem veldur lengri viðveru við skrifborð og tölvu þar sem verkefnin eru stödd.
Hliðarverkun: Áralangt uppeldi á skólabekk veldur því að ég hef enga einbeitingu eftir 35 mínútur við sömu iðjuna og því taka póstskoðanir og fréttalestur aðeins meira rými en á heilbrigðum vinnudegi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment