Eftirfarandi er lýsing á vandamáli sem ég get engan veginn botnað í, en kannski vélaverkfræðielíta Íslands, sem öll les þessa síðu, geti rétt út hjálparhönd:
Fyrst örlítil saga: Fyrir um þremur vikum smalaði ég sambýlendum mínum saman á sunnudagseftirmiðdegi í stóra íbúðarhreingerningu. Annar tveggja ísskápa okkar var þar ofarlega á listanum, enda komin 5 cm þykk klakabrynja í hann sem var farin að gleypa í sig dósir og annað sem lá aftast í skápnum. Þennan ísskáp tók um sólarhring af afþýða og 2 mínútur að þrífa.
Eftir þetta hefur ísskápurinn tekið upp á því að frysta allt, eða næstum því allt. Hann er alltaf í -5 gráðum samkvæmt hitamælinum, sama hvernig hann er stilltur. Þó virðist hann ekki eins kaldur að innan og hinn ísskápurinn ef höndinni er stungið inn í hann. Klakabrynjan er strax byrjuð að myndast aftur.
Ísskápurinn virðist samt ekki fyrsta allt. Óopnuð kæfa (í loftheldum umbúðum) frýs ekki, og óopnuð ferna af appelsínusafa frýs heldur ekki. Bjór virðist einnig bara kælast en ekki frjósa (og þar með sleppur 70-100% af öllum kælimat mínum við frostið). En allt sem fer opnað í ísskápinn frýs - jógúrt, ostar, mjólk og kæfan og appelsínusafinn í áður opnuðum (þó ekki opnum) umbúðum.
Mín kenning er sú að einhver raki sé að sleppa inn, að hola sem ég sé ekki sé innan í ísskápnum, og að mínus fimm gráðurnar bíti bara á eitthvað sem hefur raka í sér eða sleppir raka inn í sig, og hence sleppa flest óopnuð ílát. Ég er samt ekki viss og á erfitt með að sannfæra mig um réttmæti þessarar einu kenningar minnar. Af hverju finn ég ekki kaldan raka setjast á mig þegar ég sting hendinni inn? Er það misskilin vænting? Og hví ættu mínus fimm gráður ekki að frysta appelsínusafa bara af því hann er í ópnaðri fernu?
Ég er opinn fyrir kenningum og sérstaklega hugmyndum um hvað er hægt að gera (fyrir utan að skipta báðum ísskápum upp í sex hólf í stað tvisvar þriggja núna, og nota þann frystiglaða undir ópnað og öl og hinn undir allt annað).
Hjálp!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Mín tillaga er að einhversstaðar sé gat. Held meira að segja að það sé nálægt hitanemanum, því hann nemur greinilega alltaf of mikinn hita óháð stillingu (áhrif frá herbergishita).
Það kemur s.s. ekki beint raki inn heldur herbergisloft (eldhúsloft) og raki úr því hrímar á elementunum.
Ég legg til að opnuð verði augu gagnvart auglýsingum á notuðum ísskáp í dagblaði. Það er pottþétt miklu minna mál að kaupa annan þokkalegan notaðan ísskáp fyrir slikk en að gera við þennan. Ef að þetta er gat er það líklegast í kverk eða á öðrum vondum stað - bölvað vesen að þétta það.
Varðandi hversvegna opin ílát frjósa en ekki óopin getur stafað af því að raki úr herberginu (þ.e. incoming humidity) hrímar í skápnum. Heilar umbúðir hleypa þessu lofti ekki að matvælunum en þetta loft kemst í gegnum rofnar umbúðir. Þess vegna fer sem fer.
Besser(wisser).
Hvað bjórinn varðar, þá grunar mig að hann staldri ekki nógu lengi við í kæliskápnum til að frjósa.
Prófaðu að stinga Jónssyninum inn, annars vegar 'opnum' og hins vegar 'lokuðum' og athugaðu hvort hann frýs.
Mín kenning er sú að þessi ísskápur (sem loksins stendur undir nafni) sé haldin yfirnáttúrulegum öfflum og að hann sé að vara okkur við því að næsta ísöld sé að skella á...
Yfirnáttúrulegir ísskápar fara á um 2 milljónir danskra króna á e-bay. 2 milljónir danskra króna gefa þér 1.333.333 Harboe Classic bjóra.
(ég skal hjálpa þér að drekka þá... en þá þyrftum við þennan ísskáp til að kæla þá... Æ gleymdu bara þessari færslu minni.)
Ég held að allir hafi rétt fyrir sér og mín action verða í kjölfarið:
1) Þétta göt innan í ísskápnum ef ég finn þau og vona að allt lagist eftir það.
2) Drekka bjór hraðar.
3) Standa nakinn fyrir framan ísskápinn (í vísindalegum tilgangi auðvitað).
4) Drekka mig inn í ísöldina með Harboe í hönd.
Post a Comment