Thursday, March 09, 2006

Note to self

Bráðnun Suðurskautslandsins er í versta falli ekki til staðar:
There is nothing inherently noteworthy about the results of this three year study of Antarctic ice trends. This is not to disparage the scientific work of Velicogna and Wahl. It is to suggest that their paper serves more as a initial investigation into some of the applications of observations of gravitational variations, rather than bearing any relevance to the issue of global climate change and its implications.
Ekki einu sinni æðstiprestur núlifandi vinstrimanna, Michael Moore, getur breytt því (sama hvað hann þungi rass krefst mikillar olíubrennslu þegar hann fer á rúntinn).

En krísufréttir þýða auknar fjárveitingar til vísindamanna í krísuleit, svo auðvitað býst maður ekki við að yfirvegun og raunsæi einkenni umræðuna.

Og já, ég er að vinna að alvörublaðagrein um þetta. Vandamálið er að það kostar 15 orð að segja, "Hitastig hafa mælst hækkandi og maðurinn er að brenna olíu. Hence þetta tvennt er samofið", á meðan það kostar töluvert fleiri að segja frá öllu því sem hefur áhrif á hitastig Jarðar og segja af hverju koldíoxíð sem slíkt er ekki nema brotabrot af því sem hefur áhrif á hitastig. Og segja frá öllu því sem hefur áhrif á hitastig og veðurfar almennt sem kemur manninum ekkert við, t.d. lotubundin sveifla í tíðni fellibylgja við miðbaug sem jafnvel sveiflast í takt við aukningu eða minnkun á bráðnun íss á Grænlandsjökli (sem nú er reynt að tengja saman við atferli mannsins).

En þetta kemur með kalda vatninu.

1 comment:

Anonymous said...

Pæling.

Meikar ekki sens með öll þessi rafljós, vélar og fleira sem gefur frá sér hita til nágrennis síns, að margt smátt geri eitt stórt og hitastigið hækki með þeim hætti kerfisbundið út í náttúruna?

Hef verið að pæla soldið í þessu og mér finnst það meika fullkomlega snens.

En það er bara pæling :)