Tuesday, March 28, 2006

Rammstein

Rammstein er alveg ofsalega vinnuvingjarnleg tónlist, oftast.

Ég held að orðatiltækið, "að rétta litla fingur fá höndina bitna af", sé stundum meira viðeigandi en á öðrum tímum.

Voðalega eru allir fyndnir í dag. Það er alveg ótrúlegt bara. Meira að segja ég er svolítið skondinn. Bráðum verður útlendingahatur, kvenfyrirlitning, Jótlendingadiss, brandarar um Íslendinga og Færeyinga, dónadjók, grín að hárgreiðslum, fötum, skeggi, skeggleysi, elli, æsku og eflaust eitthvað fleira allt orðið hluti af daglegu tali í daglegu lífi á vinnustaðnum.

Þétt vikuplan allt í einu, og af því þessi síða er engan vegin nógu sjálfhverf um mig verður því hér með deilt með umheiminum:
- Nýjum verkefnum hefur rignt á borðið mitt í dag eftir skuggalega rólegt síðdegi í gær.
- Fara með jakkaföt í hreinsun (helst í dag, seinnipartinn).
- Drekka með einum verkefnishópnum í vinnunni (fimmtudagskvöld).
- Greinar í Fréttablað og DV eins og venjulega.
- Pakka (í vikunni, líklegast föstudagsmorgun).
- Fljúga til Íslands (föstudagur um hádegisbilið).

1 comment:

Burkni said...

Jeee nýir ælublettir í jakkaföt um helgina