Saturday, March 25, 2006

Laugardagur til leti

Gærkvöldið var þriðja helgarkvöldið í röð án djamms hjá mér. Í staðinn á ég allt í einu einhvern pening inn á kortinu í seinustu viku mánaðarins og er bara með eitt nýtt sár á líkmanum: Paper-cut sem ég aflaði mér í vinnunni. En þessi fjarvera frá djamminu verður samt ekki langvinn. Hún er bara til að hlaða batteríin.

Þarf þarf líka að sjá hvort nýju bolirnir mínir geti ekki komið mér í vandræði í ölvaðri miðborginni. Áróðursorð eins og "Enjoy Capitalism" og "Better Dead than Red" munu a.m.k. mynda hressilegt mótvægi við Che- og USSR-merkin sem annars eru algeng hérna.

"Jafn hræðileg og Sovétríkin voru að mörgu leyti var hrun þeirra árið 1991 flestum íbúum þeirra fremur til óþurftar en hitt."
Ætli þrælahald í Suðurríkjum Bandaríkjanna njóti ekki svipaðs skilnings hjá Ármanni Jakobssyni? Ég meina, afnám þess olli því að blökkumenn sem áður voru þrælar voru allt í einu orðnir frjálsir og sviptir öllu "örygginu" sem fylgdi því að vera hlekkjaður inn í skúr og fá a.m.k. mat og hafa fasta vinnu! Eða hvers vegna ætti þessi samlíking að vera óeðlileg?

Miðar á Radiohead-tónleika í byrjun maí seldust upp fyrir framan nefið á mér. Svei.

Ísland um næstu helgi. Húrra fyrir því.

1 comment:

Anonymous said...

verd eimitt lika a islensku djammi um naestu helgi!
goda ferd heim og sjaumst a barnum, maske?
mvb