Sunday, March 26, 2006

Draumurinn

Draumaplanið: Einn til tveir leikir á HM í Þýskalandi í lok júni, og svo beint á Hróaskeldu, og helst þannig að ég þurfi ekki að taka mikið meira en viku í frí í vinnunni (sem aftur þyrfti að sækja um að fá sem fyrst). En þetta virðist vera erfitt plan því riðlakeppnin endar akkúrat 23. júní og jafnvel 20. júní í sumum riðlum og Hróaskelduhelgin byrjar ekki fyrr en 28. júní, og þetta þýðir alveg 10 daga frí að minnsta kosti.

Og þar að auki þarf ég líklega að vera fluttur fyrir 1. júlí í húsnæði sem er enn ófundið og þarf helst að vera íbúð í mínu nafni.

Skemmtilegt þegar allt lendir svona á sama tíma. Þá þarf allt í einu að fórna einu fyrir annað sem er mjög óæskilegt ástand og ber að forðast af öllum mætti.

No comments: