Saturday, March 04, 2006

God lørdag

Hausverkurinn kominn, pizzan á leiðinni en kóklaust í húsinu. Og bjórlaust! Greinilegt að nú er laugardagur.

Hérna er hugleiðing og í henni er beint a að fylgni er EKKI það sama og orsakasamband. Ljómandi að benda á það. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt að sjá hlutina út frá réttu rökfræðilegu sjónarhorni til að leggja rétt mat á það sem við sjáum í kringum okkur, því tölur sem slíkar sanna ekki nokkurn skapaðan hlut. Til dæmis að Vesturlönd urðu rík þrátt fyrir að skattbyrði hafi aukist í þeim, en ekki vegna þess.

"Sure, [those at Playboy] may have named [Jessica Alba] their sexiest star of the year, but if there are no pictures of [her] nude inside, they are just being mean." (#) Sammála!

Spurning dagsins til stjórnmálamannsins sem gefur eftir öllum útgjaldakröfum: „Fyrirgefið, hvers vegna á að leggja aukna byrði á vinnandi fólk svo þér fáið þetta áhugamál yðar ódýrar?“ (#) Einnig mætti spurja hvers vegna hið "góða málefni" sé ekki betra en það að fólk geti sjálfviljugt lagt út fyrir kostnaði vegna þess.

Baldur á sæta systur sem á sæta vinkonu. Þá er það skjalfest. Baldur er vel á minnst mikill snillingur.

No comments: