Sunday, March 12, 2006

Sunnudagshugvekjan

Þessi mynd (smellið til að stækka) sýnir afrek helgarinnar: Sár á ennið sem fékkst með því að hlaupa (óvart) á skilti. Kannski ágætt að hafa svona merki á sér til að gleyma ekki hvað helgin var ágæt og hvað Jói er hress.

Veikindi eru að reyna ná tökum á mér en berst hetjulega við þau með pizzu, vatni og reykleysi. Bara ekki séns að ég geti fórnað vinnutíma í þessari viku til að liggja í bælinu.

Ég má til með að koma frá mér grein á morgun. Er með eina næstum því tilbúna en svo gerir maður þau mistök að láta frágang dragast og rekst þá bara á eitthvað enn annað sem þarf að koma fram. Til dæmis: "But the public doesn't know that tobacco use appears to be associated with many positive long-term health outcomes, including lower incidences of Alzheimer's and certain cancers." (#) Kannski af því reykingamenn deyja of ungir til að ná að fá heilabilun og taugasjúkdóma? Nei, djók.

2 comments:

Jói Ben said...

Já, þetta var algjört klúður með skiltið. Ég var skíthræddur um að þú hefðir slasað þig meira en kom svo í ljós. En ég þakka fyrir mig. Helgin var svakaleg.

Geir said...

Takk og sömuleiðis!

Ennissárið hefur vakið upp mikinn rugling á vinnustaðnum, aðallega vegna þess að ég svara "hvað gerðist?" spurningunni aldrei eins.

Hóhó brandarakallinn Geir.