Ég á við vandamál að stríða sem kemur upp á hverjum einasta virka degi. Þannig er mál með vexti að ég borða í þessu frábæra mötuneyti þar sem er alltaf hægt að éta sig pakksaddan á hverjum degi. En á hverjum degi blasa við tveir valkostir:
1) Borða hóflega mikið og geta skellt sér hress í vinnu eftir mat, en eiga á móti á hættu að orkan klárist áður en verkefnin gera það.
2) Borða mig gjörsamlega pakksaddan þannig að það sé næg orka fyrir langan vinnudag, en tapa á móti fyrsta klukkutímanum eftir mat í að vera alveg dofinn vegna blóðfrekju meltingarfæranna.
Auðvitað gæti ég, svona í princippinu, tekið með mér eitthvað að borða í vinnuna þannig að valkostur 1) verði klárlega sá besti og borðað nestið mitt þegar líður á seinnipartinn. Ég nenni því bara ekki. Eða einfaldlega að blogga ekki, kíkja ekki á gmailið, lesa ekkert á netinu og bara unnið eins og hestur í kolanámu þar til dagurinn er á enda. En hvað er gaman við það?
Nú eða notað heilalausa klukkutímann eftir mat í allskyns internet-snatt og rækilega koffíninntöku og geta í staðinn unnið lengur fram eftir degi.
Erfitt líf, þetta líf.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment