Thursday, March 09, 2006

Sjálfhverf færsla dagsins

Í dag er ég voðalega þreyttur en samt ekki sybbinn. Kaffið streymir og vinnan er söm við sig og allt gott um það að segja. Vonandi er eitthvað sötur á kaffihúsi í kvöld en hvað sem því líður er a.m.k. öskrandi djamm annað kvöld.

Árni Georgs er karakter sem maður má ekki týna í mannhafinu.

Ég held að dönskukunnátta mín sé að ná ákveðinni stöðnun. Orðaforðinn er orðinn nægur til að halda í við samstarfsfélagana en hvað aðra Dani varðar er eitthvað sem vantar upp á. Á heimilinu er töluð skandinavíska (blanda dönsku, sænsku og norsku) en það dugir ekki til. Á djamminu talar maður alltaf fullkomna dönsku með ótakmörkuðum orðaforða en sú kunnátta virðist hverfa jafnharðan aftur. Ég þarf að gera eitthvað í þessu.

Ég virðist vera byrjaður að nenna uppfæra enska bloggið mitt aftur. Spurning um að byrja plögga það líka á einhverjum umræðuvettvangi?

Food!

No comments: