Monday, May 14, 2007

Hvar er pólitíkin?

Mér finnst þið, kæru lesendur, ekki búnir að vera nógu duglegir að hrósa mér fyrir að hafa flúið með megnið af pólitísku fjasi mínu út af þessari síðu (og inn á þessa og þessa). Að vísu get ég aldrei hreinsað alveg út, og auðvitað detta inn komment við færslur þessarar síðu sem eru hreinræktað dægurmálaþras, en ég er að vinna hörðum höndum að aðskilnaði og heimta lofgjörðir, vísur, brjóstmyndir og þakkir fyrir viðleitnina!

Stutt vinnuvika hófst (hjá mér) í gær og náði góðu flugi í dag og allt lítur út fyrir að ég nái að skila meira af mér en yfirferðarkerfið (prepare - check - approve) ræður við þessa dagana. Allt í góðu með það því ég stytti þá bara vinnudagana og vona að einhver nenni að leika við mig eða ég nenni að standa í útréttingum sem hafa setið á hakanum svo vikum og mánuðum skiptir. Eða horfi á Jackass Number Two aftur.

Svört atvinnustarfsemi verður seint ofmetin. Einn vinnufélagi minn sagði, hróðugur, í dag: "Ég er á móti svartri atvinnustarfsemi!"
Ég spyr á móti: "Hefuru aldrei þurft á iðnaðarmanni að halda?" (Munið, þetta er Danmörk.)
Svar vinnufélagans: "Ég meinti, að ég mundi aldrei stunda svarta atvinnu sjálfur!"
Skondinn kall, ha!

Mikið er gott að vera búinn í prófum. Þótt nú séu liðin um 3 ár síðan ég kláraði mitt seinasta háskólapróf þá er eins og tilfinningin og léttirinn um að vera búinn í prófum lifi enn. Ekki er það til að eyða tilfinningunni að hafa öll þessi harmkvæl í MSN-nöfnum námsfólks.

Af einhverri undarlegri ástæðu tók ég Netto-bækling með mér þegar ég var í minni 10. hver dagur verslunarferð áðan (áfengi og tóbak undanskilið). Skrýtið? Já sennilega.

Frumniðurstöður úr átakinu "eiga 50 pör af nákvæmlega sömu tegund svartra sokka" lofa góðu og tímasparnaður nú þegar orðinn staðreynd, auk þess sem sokkapirringur er svo gott sem alveg horfinn.

Ég minnist hér með 5. apríl 2006 með formlegum hætti.

Hvernig stendur á því að sængin er svo hlý og góð og ljúf á morgnana, en svo leiðinleg og dauf í tilhugsuninni á kvöldin og jafnvel langt fram á nótt?

6 comments:

Anonymous said...

Þú ert so mikið yndi Geir, sakna þín

Burkni said...

Hér með tilkynnist það alþjóð netheima og gjörist heyrinkunnugt fyrir Guðs og manna augum og eyrum í nafni hennar hátignar, drottningarinnar, til dýrðar um ókomna framtíð, að Geir Ágústsson er hérmeð sæmdur æðstu orðu sem veitt er í netheimum og raunheimum fyrir að minnka og jafnvel eyða sínu fáránlega leiðinlega pólitiska fjasi á þessari síðu, svo að enginn þurfi að scrolla í gegnum það framar í leit að safaríkum molum úr einkalífi Geirs!

ÞREFALT HÚRRA FYRIR MOTTUKLÆDDA MEISTARANUM!

Anonymous said...

Enga pólitík takk, en endilega komdu með mynd af mottunni!

Geir said...

Svava :*

Ætli kommentkerfið hjá mér drepist í fjarveru pólitíkurinnar? Undir lesendum komið!

Mynd af mottunni kemur þegar hún er tilbúin. Hún er ennþá að þétta sig.

Anonymous said...

Til hamingju með 1. árs, 1. mánaðar og 10. daga afmælið.

Pólitíska fjasið þitt er alltaf áhugavert....ekki alltaf rétt samt (hehe).

Geir said...

Ekki rétt segir þú og finnst þér, en það þýðir ekki endilega að það sé rangt eða ekki rétt! :)