Saturday, May 05, 2007
Letiblogg á laugardegi
Til tilbreytingar býð ég lesendum upp á glænýja mynd af mér. Njótið!
Ég er farinn að halda að það sé stór galli hvað mér líður vel einum heima. Ég geri enga tilraun til að fara út og hitta fólk og vera í félagsskap annarra. Ég hangi bara heima og glápi á Seinfeld og drekk bjór, kaffi, kók, vatn og appelsínusafa. Skrapp að vísu út í Netto og aftur síðar út í sjoppu en þar með enda utanferðir mínar. Svalir með sól og inni í skugga, lesa hér og horfa og skrifa þar. Heimili mitt er orðið að vímuefni út af fyrir sig, og ég er háður!
Hótel Geir er samt mjög skemmtilegt hlutverk. Mikill gestagangur er ekki síðri algjörri einveru heima. Vegur annað hitt upp?
Seinfeld er vel á minnst snilld.
Kramer: So what are you gonna do with all this money?
Seinfeld: Actually I was thinking about donating a large portion of it to charity.
Kramer: Really?
Seinfeld: No.
Ég þarf alltaf að reikna út frá ártali og fæðingardegi hvað ég er gamall þegar einhver spyr mig um aldur minn. Stundum held ég að ég sé 29 ára, stundum held ég að þrítugasta árið sé rétt handan við hornið. Ég er, þrátt fyrir allt, ennþá 28 ára. Vonandi man ég það nú þegar það er orðið skriflegt.
Ein mjög svo ágæt, falleg og góð vinkona mín spurði mig spurningar dagsins í dag (örlítið löguð til því SMS bjóða ekki upp á svo langt mál): Ég skil ekki vinstrimenn. Þeir vilja vera með forræðishyggju út af heimska fólkinu sem er ekki treystandi til að taka ákvarðanir, en samt má það fólk kjósa?
Lýðræði býður svo sannarlega upp á þversagnir af öllu tagi! Forræðishyggja í lýðræðisríki sömuleiðis. Ég held ég láti svarið (a.m.k. í bili) vera á milli mín og vinkonunnar mjög svo ágætu, fallegu og góðu.
Fréttablaðið ætlar að taka sinn tíma aftur! En ég er bjartsýnn. Vonandi - hugsanlega - ná næstu skrif að flæma a.m.k. einn eða tvo frá því að kjósa vinst... vitlaust.
Nokkrar áskoranir að lokum:
- Katrín: Haltu utan-skrifstofutímum eins óplönuðum og þú getur í Danmerkur-heimsókn þinni!
- Örvar: Senda staðfestingu sem fyrst!
- Daði: Láta sjá þig!
- Svenni: Skipuleggja úrslitakvöld Meistaradeildarinnar!
- Fjóla: Berjast! Endaspretturinn er skemmtilegastur!
- Svava: Berjast! Endaspretturinn er skemmtilegastur!
Endasprettur þessarar færslu hér með á enda.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Tek þetta á hörkunni. Jööööööööööööööööööööööö (öskur kraftlyftingar mannsins)!
sætur á myndinni:*
Svei, er bara kvenfólk að lesa þetta blogg? Ég þarf að breyta um stíl!
Ég er sammála katrínu - afskaplega sætur á myndinni. Feitur og sællegur:)
Ég og stelpurnar lesa...
og já þú ert ekkert smá sætur á myndinni. Manni langar bara að knúsa þig í kaf.
Ég verð að lesa Fréttablaðið því mitt atkvæði gæti verið á leið til vinstri.
Ég er mjög svo hetero gaur, þannig að myndin vekur ekki með mér neinar tilfinningar, at all.
Vááá þú ert bara OFUR myndalegur, þetta líst mér vel á !!!
Þið eruð nú meiri labbakútarnir öll saman.
Post a Comment