Wednesday, May 02, 2007

Aha!

Já nú veit ég af hverju það er BANNAÐ með LÖGUM (8.gr. 3. liður) að viðlagðri refsingu að selja sígarettupakka með eingöngu 10 sígarettum í á Íslandi!

Nei, ekki til að forða fátækum, klinklausum eða tímabundið efnalitlum reykingamönnum frá því að fá skammtinn sinn.

Nei, ekki af því löggjafinn fyrirlítur þá sem reykja í hófi eða sjaldan og þurfa bara á litlum pökkum að halda.

Það er af því það er alveg óþolandi að ná seinustu 3-4 stykkjunum út úr þessum litlu 10 sígarettu pökkum!

Gvuð blessi löggjafann fyrir að spara Íslendingum þann pirring. Svei hinum danska fyrir að hafa ekki verið svona framsýnn og skilningsríkur á daglegu lífi reykingamannsins.

3 comments:

Anonymous said...

Megi allar sígarettur brenna í helvíti!
B

Geir said...

Ég lofa engu en ég skal gera mitt besta til að reykja sem mest af þeim til helvítis...

-Hawk- said...

Skondin lög þetta. Hver ætli hafi hugsað þessa reglu upp. 20 stk. af hverju ekki 50 stk. Eða 100 stk.

Ég man þegar ég vann í sjoppu að þá var maður stundum að selja fólki (nei aldrei unglingum,,, ég geri ekki svoleiðis ;) ) eitt og eitt stykki. Vá ég vissi ekki að ég væri að brjóta lög þá (og aftur nei ég seldi ekki unglingum stykki og stykki)