Sunnudagssíðdegi á helgi þar sem sólarhringnum hefur verið snúið alveg á haus. Sommerfest á föstudaginn var alveg gríðarlega hressandi svo ekki sé meira sagt og endaði niðrí bæ þar sem forstjórinn var byrjaður að kaupa Mojitos og gera grín að skegginu mínu. Yfirskegginu vitaskuld. "Værkfører-skægget" eins og ég kallaði það, eða "fabrik-skægget". Einkahúmor.
Ekki man ég alveg hvenær ég fór heim á föstudagsnóttu eða hvernig en það er allt í lagi. Laugardagur til leti og gott ef sunnudagur til leti sé ekki líka staðreynd, nývaknaður þegar kvöldið er alveg að banka upp á.
Ég hlakka mikið til að komast í vetrar-rútínuna. Verksmiðju-vikurnar eru nú að baki, Daði er fluttur í bæinn á ný, hitastigið er loksins komið niður í íslenskt hausthitastig, verkefnin í vinnunni bjóða að venju upp á takmarkalausa setu sem ég get loksins gefið mig í, og kannski einhver pólitískur þorsti kvikni á ný með lækkandi sól. Góðir tímar býst ég fastlega við!
Hausthreingerningar eru góð hugmynd sem ég þarf að skoða vel og vandlega. Nenni því samt ekki í dag!
Endar hér með ein leiðinlegasta bloggfærsla í heimi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú hefur nú afrekað talsvert leiðinlegri færslur en þetta ... þó fyrst og fremst á thoughtsofcrapandshit-síðunni!
Post a Comment