Tuesday, September 18, 2007

Á hvaða tungumáli er ég að sletta?

Weekend afstaðin en um hana keypti cowboy-buxur. Ég sá fólk drekka juice í blíðunni. Mig vantaði information um veðurspánna og fór í supermarket og spurðist fyrir. Fékk transport eftir það heim, keypti hamburger á leiðinni, fór smá á internet og sofnaði yfir tv.

Giskið nú!

8 comments:

Anonymous said...

Þúrt að sletta á dönsku.

Ömurlegt tungumál.

Anonymous said...

Þetta er nottla tvímælalaust dönskuslettur en vá hvað þeir eru glataðir að finna dönsk orð fyrir ljót ný ensk orð sem koma inn. Tók vel eftir því þegar ég var úti, ég þurfti ekkert að læra dönsku því ég skildi annaðhvert orð sem var á hálfpartinn ensku.

Anonymous said...

úps vantar nafn, þetta er hún Svava

Burkni said...

Hey fjernsyn maður!!

Geir said...

Burkni:
Danir nota orðin "fjernsyn" og "tv" jöfnum höndum, svo athugasemd þín er tekin til greina til varnar Dönum!

Anonymous said...

Ég efa það stórlega að Danir hafi búið til eitt einasta nýyrði síðan þeir einmitt áttuðu sig á tilvist sjónvarpsins.

Anonymous said...

Þú ert að sletta ensku á íslensku.

Anonymous said...

Er tetta eki Færöjska?

Allveg vissur?

Trondur