Sunday, September 16, 2007

Sælir eru þeir sem sofa út á sunnudögum

Það er gott að hafa Daða aftur í bænum.

Í gær var hádegisfótbolti sem var fylgt vel á eftir með hressandi dagdrykkju. Hausinn er því í þyngri kantinum í dag rétt eins og á föstudaginn eftir hressandi fimmtudagsdrykkju. Óhefðbundin tímabil ölvunar eru svo ágæt.

Haustferð til Leeds er hægt og rólega að taka á sig fasta mynd. Hún verður stuð!

Í allri þessari skemmtun þarf líka að muna eftir vinnu og þar lítur út fyrir áhugavert haust. Gömul verkefni klárast seint. verkefni bætast stöðugt við. Það verður lítið mál að hala inn yfirvinnutímum í bílförmum í haust! Verst hvað skatturinn er vondur við mann ef það er gert.

Enn og aftur boðar húsfélagið mitt til einhvers óþolandi auka-aðalfundar, sá þriðji í ár! Á dagskrá eru atkvæðagreiðslur um barnaleikvöll, grillaðstöðu og einhverja heildarsýnar á umhverfið hérna úti - vitaskuld teiknuð af rándýrum arkitektum og verður forljótt. Á ég að nenna þessu? Ég sé til.

Hvað um það. Í dag er sunnudagur. Sólin skín úti og því alveg spurning um að finna eitthvað skjól og lesa. Eða bara hanga inni. Það er líka svo ágætt. Taka til? Sjáum til!

2 comments:

Anonymous said...

Þú þarft ekkert að standa í þessum aukakosnaði í framkvæmdir ef þú drífur þig bara heim á klakann til mín :)

Geir said...

Þolinmæði mín kæra systir. Þolinmæði. :)