Eftir því sem vikan hefur liðið hefur listinn "Danir eru..." vaxið stórkostlega í hausnum á mér. Nú þegar ég sest við skriftir er hann hins vegar að mestu leyti horfinn. Svei.
Einu mun ég samt ekki gleyma og það er morgunútvarpi danskra útvarpsstöðva. Það er ALLT alveg NÁKVÆMLEGA sama formúlan; mjög mjög mjög hressar raddir að tala saman og gantast og grínast, stundum á meðan einhver húmórísk laglína spilar í bakgrunni. Inn á milli eru stutt og LEIÐINLEG lög spiluð og það er ENGIN leið að sleppa við fréttir í dönsku útvarpi á hálfa og heila tímanum, sama á hvaða stöð er hlustað. Allar danskar útvarpsstöðvar eru FM957 með óendanlega mörgum fréttatímum!
Sem betur fer er mjög mjög sjaldgæft að ég fái vinnubílinn sem er geislaspilaralaus. Æðisgenginn hressleiki í tónlist og ekkert danskt tal gerir danska þjóðvegi að himnasælu.
Konur sem eru giftar Færeyingum og hringja í mig vita á gott fyrir gott fólk mér tengt.
Á morgun er seinasti verksmiðjudagur minn. Þetta er búið að vera ljúfur tími þrátt fyrir ruglinginn á mínum B-manneskju-svefnvenjum. Hef þó komist að því (eftir sunnudaginn) að létt bjórsötur fer ekkert illa saman við að fara snemma á fætur ef svefninn nær 5-6 tímum!
Heim vi ek!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment