Nú loksins virðist vera koma smá regla á hlutina hérna eftir handahófskennda sumarmánuði. Vinnuverkefnin raðast inn hvert af öðru, vinnudagarnir eru smátt og smátt að lengjast á ný, og var ég búinn að segja að Daði er kominn aftur út? Meira að segja komin metnaðarfull dagskrá í pólitískum skrifum sem vonandi ber ávöxt á næstu vikum og mánuðum.
Gott fólk kíkir við í Köben á næstunni. Engin önnur en móðir mín kemur fljótlega í helgarheimsókn og miklir herramenn eiga viðkomu í Köben á leið sinni suður á bóginn.
Vinnudagurinn nú þvingaður á enda því þyrstur vinnufélagi heimtar að hafa mig samferða með heim og drekka einn bjór í lestinni á leiðinni. Hvernig get ég neitað slíkri bón?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment