Lífið er svo dásamlega einfalt þegar tímanum er eytt í vinnunni. Í gær eyddi ég 14 tímum þar en þurfti svo að skera niður vinnudaginn í dag því ónefnt írskt fyrirtæki er lengi að klára sinn hluta verkefnis og þyrstur Dani vildi kaldan bjór. Allt í lagi samt, því ég þurft i að ná í bæinn á opnunartíma einhvern tímann í vikunni og ekki verður það á næstu dögum!
Svo virðist vera sem lífskjör í heiminum séu hvergi betri en á Íslandi. Væntanlega er þá verið að meina þá sem hvorki reykja né drekka. Ég hef að minnsta kosti ekki séð neinn reyna magnmæla ánægjuna af einum smók og sopa af bjór strax á eftir!
Grænlendingar vilja meiri hnatthlýnun til að ylja nýhafinni kál- og jarðaberjarækt sinni. Ekki galin löngun það. Íslendingar ættu að hugsa á svipuðum nótum um kornrækt sem lagðist af þegar hitastig lofthjúpsins tók dýfu einhvern tímann eftir 1100 og er nú fyrst að ná sér á strik. Kosningaloforðshugmynd: "Hlýrri sumur og mildari vetur - brennum fjárans olíunni!" Óvíst um árangur slíkrar aðgerðar en kannski slagorð sem slær í gegn á tímum oftrúar á ægivaldi hinnar náttúrulegu sameindar.
Danmörk er öll að koma til í vetrinum. Frost er alveg gríðarlega vanmetið veðurástand.
Ég get ekki hætt að horfa á myndskeiðið sem sést hér í næstseinustu færslu. Það minnir mig svolítið á annað myndskeið sem mér var sent fyrir mörgum mánuðum og sýnir tvær stúlkur í heitum potti þar sem önnur bregður sér upp úr til að dansa smá dans fyrir vinkonur sínar. Gott ef ég á þetta myndskeið ekki enn. Ljómandi!
"Þú þarft að fara að rifja upp varmafræðina" er mér tjáð af minni yndislegu systur. Já, þá geri ég það vitaskuld!
Þetta með að vakna kl 6 á morgnana er ekki alslæmt. Ég er að vísu svolítið ringlaður í hausnum núna svona eins og ég hafi drukkið kippu eða tvær en það er ágætt ástand. Rúmið er tilbúið að taka við mér ef ég verð of ringlaður og gott að vita af því.
Íslandsjól hjá Geir nálgast óðfluga! Gera sér allir grein fyrir því?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment