Saturday, November 17, 2007

Yndislegur skortur á nýjum fréttum

Hvað er að frétta? Nákvæmlega ekkert! Þvílík sæla.

Vinnuvikan var frekar góð og næsta vika verður athyglisverð í meira lagi. Ísland-Danmörk í fótbolta á Parken á miðvikudaginn og Daði búinn að lýsa yfir gríðarlegri ölvun frá og með því kvöldi. Úff, ó minni aumu lifur!

Ísland nálgast með ógnarhraða (11. des.) og svo virðist sem öll langtíma verkefni í vinnunni ætli að þjappa sér saman í vinnuálagi á nokkurn veginn þessum tíma. Spurningin er bara hvort ég taki vinnuna með mér til Íslands eða geri janúar að gríðarlega viðveru á vinnustaðnum. Bæði hljómar vel en fyrri möguleikinn er e.t.v. óraunhæfur því ég get illa einbeitt mér að vinnuverkefnum þegar ég er heima í náttbuxum.

Sif!

Andstæðingum hugmynda um áfengissölu í venjulegum verslunum og til fólks eldra en 16 ára er bent á að á morgun fer kassi af Royal í dós á tilboð í Nettó í 7 daga - 80 danskar krónur. Ég lofa að hugsa til Íslands þegar ég gríp einn með heim eitthvert kvöldið eftir vinnu eftir helgi.

Enn er óvíst hvort ég haldi til rauðvínsdrykkju í kvöld eða ekki. Tíminn mun leiða það í ljós.

Hver ætlar að skemmta mér á Íslandi á vinnutíma frá og með 12. desember?

3 comments:

Unknown said...

Pant ég klárlega!!skal skemmta þér alla daga og allar nætur ef ég má ganga um nakinn heima hjá þér!! elska að ganga nakinn um hús.. farðu svo að blogga um þennan leiðinlega leik sem þú fórst á í gær!! :p

annars sjáumst við hress þegar ég kem að sækja þig á flugvöllinn kallinn minn!!

kv. eiginkonan

Geir said...

Þú ert svo ágæt!

Anonymous said...

Svei, ég fer til Litháens 10. des og kem ekki aftur fyrr en um jólin.