Saturday, November 24, 2007

Heimahelgi

Heimahelgar eru svo ágætar. Þessi var að vísu ekki plönuð sem heimahelgi en svona fór það nú samt og ég kvarta ekki yfir því. Úti er rigning og rok og ekki er heitt í þessu landi um þessar mundir og ekki alslæmt að hlusta á veðrið í náttbuxum og bol með kaldan pilsner í hönd!

Hersteinn, sú ungverska hafði samband! Óvænt og hressandi, en sjáum hvað setur.

Simpsons-þættirnir eru meira og minna skrifaðir af vinstrimönnum. Öðru máli gegnir um Seinfeld og The Wire-þættina. Þá vitum við það!

Ég er búinn að horfa á Heidi Klum-myndband seinustu færslu örugglega yfir tuttugu sinnum í dag og í gær. Eitthvað við það er svo ómótstæðilegt!

Heimilisstarfalexía dagsins: Aldrei slökkva á þvottavél 10 mínútum áður en prógrammið er búið. Niðurstaða slíkrar aðgerðar: Holdvott allt sem tekur óratíma að þorna.

Margt gott finnst í Hollandi.

Engin umbeðin steinmeitlun hefur borist mér ennþá. Á ég að hafa áhyggjur?

Engar umbeðnar myndir af íslensku módeli hafa enn birst mér. Á ég að rukka?

Lokaverkefni kvöldsins: DOA. Fullkomið verkefni fyrir karlmann sem er einn heima!

5 comments:

-Hawk- said...

"Simpsons-þættirnir eru meira og minna skrifaðir af vinstrimönnum. Öðru máli gegnir um Seinfeld og The Wire-þættina. Þá vitum við það!"

Hvaða heimildir hefur þú fyrir þessu??? Samt staðreynd að Simpsons eru vinsælli en báðir hinir þættirnir og ekkert hægt að stjórnmálablaðra sig frá þeirri staðreynd.

Geir said...

Ég horfi á þetta allt saman og skemmti mér konunglega. Þjálfað (og heilaþvegið) eyrað heyrir samt í hvaða átt sumum skotum er beint. Fer samt allt eftir einstaka handritshöfundum, og í tilfelli Simpsons þá eru þeir margir!

Anonymous said...

Gaman að spá í þessum þáttum frá pólitísku sjónarhorni :)

Anonymous said...

Glæsilegt! Þú hefur greinilega ruglað hana í kollinum með öllu þessu playing-hard-to-get útspili þínu.

Ég var ekki viss hvort ég ætti að kynna þig fyrir strákum eftir að þú slóst á hendur heils stúlknastóðs sem sýndu þér áhuga þessa helgina!

Geir said...

Hersteinn, svona er þetta um hverja helgi hjá mér! :P