Monday, October 15, 2007

Áunnin veikindi

Í dag er mánudagur og klukkan er vel gengin í eitt eftir hádegi. Ég er heima. Sem sagt, ekki í vinnunni. Það var viðbúin afleiðing þess að horfa á NFL heima hjá Daða til kl 4 í nótt, sjá hann sofna á eigin stofugólfi á meðan ljóshærður kvenmannskollur var sofnaður í sófanum við hliðina á mér.

Frí á virkum degi sem er ekki föstudagur er sjaldgæft fyrir mér. Búðir eru opnar, fólk er á ferðinni og strætó gengur með örri tíðni og mátulegum farþegafjölda. Ég þarf að gera tvennt og vona að það hafist (svaf svolítið slitrótt á hóteli hér í borg sem skilur hvorki næði né "nei takk" við ræstingum):
1) Kaupa síma í staðinn fyrir símann minn sem rann úr vasa mínum í metro um helgina
2) Kaupa peysur fyrir ekki-mig
Metnaðarfull dagskrá sem ég vona að ég fái fylgd í!

Mér barst beiðni um að fjölga fyllerís- og kvennafarssögunum á þessari síðu. Fylleríssögurnar eru til staðar en hinar ekki og þykir mér það vera hið besta mál. Ég skal þó hafa beiðni lesenda minna í huga. Þeim þarf jú að sinna líka!

En já, ég var víst með metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag. Vonandi get ég hoggið skarð í hana án mikilla líkamlegra óþæginda!

3 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá árangurinn :)

Anonymous said...

"Hið besta mál"???Ertu nokkuð gay?? :)
Birna

Geir said...

Birna, ef það væru ekki nema einni fleirri af þinni gerð þá væri ég það sennilegast!