Gríðarlega mikill svefn var svo sannarlega það sem veikur skrokkurinn þurfti á að halda. Ég vaknaði allt að því hress í morgun og hef verið allt að því óveikur í dag (fyrir utan slímugan hósta og tímabundinn slappleika í kringum hádegið). Gott mál allt saman og á morgun mun ekkert stöðva mig!
Langir vinnudagar eru alveg hreint frábærir. Ró og næði, Danaleysi nær algjört, nóg að gera og hausinn ennþá í lagi.
Þegar haustið byrjaði þá var það nokkurn veginn galopið hjá mér hvað varðar áætlunargerð og önnur skemmtilegheit. Sú tíð er nú liðin á þessari árstíð virðist vera.
Hálsinn gerir nú vart við sig sem segir mér tvennt:
1) Ég er orðinn þreyttur og á að drulla mér heim.
2) Ég þarf að fara út og fá mér sígarettu (sem drepur ekki bara góða gerla heldur þá vondu líka, sagði mér læknanemi!).
Sem sagt: Út vil ek!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment