Hressleiki á mánudagsmorgni með eindæmum mikill þrátt fyrir misnotkun á líkama og sál um helgina. Mútta verður kvödd á eftir og Noregi heilsað skömmu síðar, en þar verður haldinn fundur á morgun. Svolítið þétt vikuplan til að byrja með sem vonandi leysist upp í "bara vinna" þegar á líður.
Takk fyrir helgina eftirfarandi fólk og staðir:
Mamma, Begga & Addi, Daði og Halldóra, flugfreyjurnar, Hjalti, Þrándur & bro, Óli fyrir teitið, Tattúveraða ekkjan, Hong Kong, og sennilega einhverjir fleiri!
"How much?" er ekki vænleg húkk-lína í Kaupmannahöfn. Kvenfólk bregst samt misvel við sem skýrist sennilega af misgóðri þekkingu á Borat-persónunni.
Tíminn hleypur frá mér. Út vil ek!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment