Fyrir sjálfan mig fyrst og fremst skjalfestist hér með svefn minn um þessa helgi:
Sofnaði um 4-leytið á aðfararnótt laugardags. Vaknaði kl 15 á laugardaginn. Var sofnaður aftur um kl 18-19 yfir mynd í tölvunni. Rumskaði um miðnætti og skreið upp í rúm. Vaknaði núna kl 11:30 á sunnudegi. Ég hef því sofið í um 30-32 tíma af seinustu 36 tímum eða svo ef ringlaður hausinn er að leggja rétt saman.
Vinnudjammið á föstudaginn var athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Drottningar sem krydda tilveru allra í kringum sig stóðu sig eins og hetjur. Rænt úr veski vinnuvinkonu. Króatíski samstarfsmaðurinn sýndi dimmar hliðar á sér. Ole varð öfurölvi og hætti að taka eftir því þegar var komið að honum að borga, líka þegar hann var minntur á það. Smá haugsástand þar sem fór í taugarnar á mér og endaði kvöldið hjá mér fyrr en ella. Uppáhald allra karlmanna á vinnustaðnum játaði svolítið fyrir mér sem verður athyglisvert að spila úr. Í það heila athyglisvert og skemmtilegt kvöld þar sem sumir brenndu fleiri brýr en aðrir, og ég var merkilegt nokk og að mörgu leyti óviljandi að byggja brýr á fullu.
Ég hef lýst því yfir á vinnustaðnum að ég ætli ekki að halda frí á þriðjudaginn þegar Danir gera það í tilefni af þjóðhátíðardegi sínum ("Grundlovsdag" - stjórnarskrárdagur). Því miður hafði ég lýst þessu yfir áður en ég komst að því að þjóðhátíðardagur Íslendinga lendir á sunnudegi í ár og því lítið upp úr því að hafa að vera fjarri vinnu þann dag í staðinn. Skaut ég mig í fótinn eða var yfirlýsingin þess virði til að sýna að ég er Íslendingur sem ætla ekki að fagna neinum Baunadegi hátíðlega með því að sofa út?
Þeir sem hafa áhuga á að útvíkka skilning sinn (eða skort þar á) á hugtakinu "réttur" (rights) ættu e.t.v. að hugleiða að lesa greinin "Mannréttindi eru eignarréttindi" (að vísu á ensku) og vera svo í sambandi við mig persónulega ef einhverjar hugleiðingar spretta upp í kjölfarið (t.d. via mail eða msn).
Sunnudagur er nýr og verður hugsanlega nýttur í eitthvað. Kannski ekki. Látum oss sjá.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment