Ég hef ákveðið að helgin sem nú er handan við hornið fái nafnið "Dauðaspaðahelgin mikla". Ég mun svo athuga það eftir helgi hvort nafnið sé viðeigandi, en geri fastlega ráð fyrir að svo verði!
Hjalti, Gauti, Haukur, Raggaló og líklega Óli (ef hann fær útivistarleyfi) eru öll skráð til leiks í Köbendjamm um helgina og því næstum því eins og skiptinemaárið mitt í Baunaveldi fái örlitla endurkomu. Ég sé bara ekki hvernig þetta getur orðið annað en ofsi! (sjöníuþrettán)
Gallinn við helgar af þessu tagi - eins og sú þarseinasta óneitanlega var - er sá að ég get ekki sýnt neinum mjög margar myndir frá þeim. Galli eða kostur? Dæmi hver fyrir sig!
Hef það ekki lengra í bili. Lesþyrstir kíkja við á moggabloggið eða ÓH. Óvíst um tíðni bloggfærslna frá mér þar til á sunnudagskvöld og þá bara ef heilsan leyfir!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment