Wednesday, August 22, 2007

Úfffffffffffffff


Mánudags- til miðvikudagssólarhringarnir mínir um þessar mundir eru alveg að fara með skrokkinn á mér. Í háttinn fyrir klukkan 22 og á fætur fyrir kl 5:30 og klukkutíma akstur í byrjun og lok vinnudags. Úff. Þetta hefst samt allt saman. Núna eru tvær vikur af fjórum á þessu prógrammi að baki og eftir það tekur hið gamla góða við - þynnka og/eða þreyta í 8-12 tíma á dag, sitjandi á rassgatinu á skrifstofustól.

Ekkert jafnast á við smávegis smurolíu og skít á puttana og vélar sem snúa fjórum 8 tonna járnvírsspólum 30 sinnum á mínútu. Það er lexía seinustu tveggja vikna. Sjáum hvað setur með næstu tvær.

Helgin nálgast óðfluga og hún verður gríðarlega hressandi! Þá er ekki of mikið sagt, geri ég ráð fyrir.

Ætli heimferð sé ekki góð hugmynd núna. Já, alveg rosalega. Yfir og út!

No comments: