Monday, August 06, 2007

Hasar!

Í dag er einn af þessum vinnudögum sem virkilega skipta máli. Svo mikið er alveg víst.

Mánudagur (og þriðjudagur) eftir viku verður annar af sama tagi. Þá verð ég í París á fundi með fólki frá hinu yfirleitt ágæta fyrirtæki Acergy. Vonandi að Frakkar haldi sig frá verkfalli og skýin haldi sig fjarri á meðan ég er í höfuðstað hins vestur-evrópska sósíalisma!

Í næstu viku hefst líka minn "túr" í verksmiðjunni okkar góðu og varir í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til!

Öll verkfræði sem tengist "offshore" er sennilega einn stærsti vaxtarbroddur verkfræðigeirans þessi misserin. Hvergi er hægt að fá fólk með réttan bakgrunn fyrir "offshore" - ekki einu sinni í Frakklandi. Kannski er þetta aðeins of nördað fag til að draga nægilega marga að sér, en ekki er það leiðinlegt!

Þarna kláraðist enn ein reiknilykkjan og vissara að halda sér við efnið. Yfir og út!

No comments: