Thursday, December 06, 2007

Þreyttur líkami en sálin er hress

Mikið afskaplega er skrokkurinn þreyttur núna. Litlir 13 tímar á vinnustaðnum í dag rétt eins og mánudaginn, afmælisdagurinn fór í brölt á milli landa með vinnufund á milli flugvallaheimsókna, í gær var Parken heimsóttur með mjög svo ágætum piltum og drukknir allnokkrir bjórar og á morgun er ofurölvaður 'julefrokost' í vinnunni sem væntanlega verður í kjölfar strembins vinnudags á morgun (langur fundur, margt sem þarf að klára - margt!).

Það liggur við að ég segi að ég eigi skilið smá frí sem einmitt hefst með flugi til Íslands næsta þriðjudagskvöld. Liggur við.

Ég skil ekki (lengur) hvað öllum finnst skrýtið að hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður sé í vandræðum um þessar mundir og mun verða það þar til markaðurinn leiðréttir sig og sendir fyrirtæki og banka í gjaldþrot og greiðslustöðvun í stórum stíl, og fyrirtæki á hausinn, og fólk á götuna. Er ég sá eini sem les Mises.org reglulega?

Svo virðist sem afsakanir mínar til að skreppa oft til Eistrasaltsríkjanna á næsta ári til að drekka góðan bjór á bar fyrir 5 danskar krónur séu orðnar ánægjulega margar.

Þetta með að hafa mini-bar á vinnuskrifstofunni og spurja alla gesti, "do you want a drink?" í bandarískum bíómyndum og þáttum hefur oft fengið mig til spá hvort svona sé þetta í raun og veru í Bandaríkjunum. Veit einhver svarið við því?

Í Danmörku er hægt að millifæra pening óþvingað á danska ríkið á reikningsnúmer 3100 0004000978 eða gíróreikning 4000978. Þá veit alþjóð það.

Mér sýnist ég þurfa að taka að mér föðurlega umhyggju fyrir uppáhalds einstakling mínum á vinnustaðnum svo viðkomandi drekki sjálri sér ekki í vinnu og láti það bitna á geðheilsu sinni.

Vinna já? Sveittur vinnufundur kl 8:30 í fyrramálið með fulltrúum tveggja franskra/semí-franskra fyrirtækja. Best að fara að sofa, bráðum!

2 comments:

Anonymous said...

Mises er eins og EVE Online eða Warcraft. Heimur sem hefur ekkert gildi og mun aldrei sanna sig því það sem er rétt ágiskað er hlaupið upp en þegar rangt er haft fyrir sér (sem er oftar en ekki) er notuð óskyljanleg tölfræði eða orð til að beygja það að höfundunum.

Geir said...

Hljómar eins og einhver sé ósammála því sem þeir segja?

Annars er tölfræði nú eitt af því sem fyllir sennilega minnst á Mises.org-síðunni enda óþarfa hjálpartæki þegar grunnurinn er traustur.