Full en edrú vinnuvika nánast á enda núna og það er ágæt tilfinning. Svei mér þá ef ég næ ekki öllum þeim vinnustundum sem starfssamningur minn kveður á um. Engir 40+ tímar eins og lagt var upp með en það er í lagi. Afköstin voru ágæt og það er fyrir öllu.
Annað kvöld er sötur með góðum vinnufélögum og hver veit nema Daði láti sjá sig í Köben. Ég hlakka til morgundagsins!
"Á Íslandi passar velferðarkerfið upp á þá sem þurfa á hjálp að halda. Í dönsku velferðarkerfi eru allir að ræna af öllum." Þessi lýsing mín á muninum á Íslandi og Danmörku mætti töluverðum skilningi meðal Dana í hádegispásunni um daginn. Ég held ég haldi mig við hana þar til mér dettur eitthvað annað í hug.
Það er ekki alltof þægilegt að skrifa liggjandi láréttur upp í sófa, en það hefst!
Eins ágætt og það er að vera einhleypur þá er líka svo ágætt að vera svolítið skotinn. Fyrir mér fer þetta tvennt ágætlega saman. Einhleypninni fórna ég varla fyrir nokkuð, en að vera skotinn heldur manni svolítið vakandi.
Ég fullyrti fyrir ónefndri manneskju um daginn að ef ég þekki aðstæður nægilega vel þá hef ég aldrei rangt fyrir mér. Ég tel mig hafa rétt fyrir mér um það!
Danir tala varla um annað núna en Tour de France og Danann sem er nýbúið að draga úr keppninni eftir grun um að hann hafi ekki sagt rétt frá um hvar hann var á æfingartímabilinu fyrir keppnina og þar með er hann er grunaður um neyslu bannaðra/ólöglegra lyfja. Ég hef mótmælt hástöfum á vinnustaðnum yfir þessu leiðinlega umræðuefni en því nöldri hefur verið mætt með enn meiri umræðum og ég alltaf dreginn inn í þær. "Hva, er enginn Íslendingur að taka þátt?" er ágæt leið til þess. Danir eru svo einlæglega saklaus grey að ég get ekki annað en fyrirgefið þeim.
Hver er munurinn á því að nokkrir kaupi fyrirtæki og að margir kaupi það? Svarið verður sennilega bráðum: Mismunandi lög! Það er yfirleitt niðurstaðan þegar stjórnmálamenn finna sér nýtt áhugamál.
Eftir u.þ.b. tvær vikur flyst vinnustaður minn frá Brøndby á höfuðborgarsvæðinu og til verksmiðju okkar í Kalundborg á Vestur-Sjálandi, og (skyldugum) vinnudögunum fækkar úr fimm dögum á viku og niður í þrjá. Svona mun það vera í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til! Verksmiðjan okkar er svo ágætur staður. Það er eitthvað við margslungnar vélar og flókna framleiðslutækni sem heillar mig.
Yfir og út í bili. Húrra fyrir ykkur!
Thursday, July 26, 2007
Tuesday, July 24, 2007
Sunday, July 22, 2007
Skoðanakönnun
Sem greiði fyrir vinkonu vinkonu ætla ég að biðja fólk um að eyða 90 sekúndum af lífi sínu í að taka eftirfarandi skoðanakönnun:
http://www.questionpro.com/akira/TakeSurvey?id=616176
Svörin verða notuð sem hluti af meistaraverkefnisritgerð í þróunarfræðum.
DO IT!
http://www.questionpro.com/akira/TakeSurvey?id=616176
Svörin verða notuð sem hluti af meistaraverkefnisritgerð í þróunarfræðum.
DO IT!
Saturday, July 21, 2007
Fríhelgi
Þessi helgi er fríhelgi, sú fyrsta í ansi langan tíma. Áfengismagni í blóði er haldið í lágmarki og utan við ölvunarástand, náttbuxurnar eru mest notuðu buxurnar og allskyns teikni- og bíómyndir fá að rúlla á tölvuskjánum.
Freistingin að skreppa til Óðinsvéa með Arnari og Inga var vissulega mikil, en ég varð einfaldlega að hlýða ákalli líkama míns um frí.
Transformers er mynd sem ég ætla að mæla með - fyrir stráka! Hana verður að sjá með svolítið sérstöku hugarfari en sé það til staðar þá er um prýðilega skemmtun að ræða! Engin Die Hard 4 en hasar engu að síður. Breiðtjaldið gerði góða hluti fyrir myndina, og félagsskapur í formi Dr. Aggú var ekki til að skemma fyrir.
Næsta mynd á bíóplaninu: The Simpsons Movie.
Sunnudagsplanið í þynnkuleysi er orðið ansi langt og samanstendur aðallega af vanræktum verkefnum sem þurfa frí frá vinnu og þynnkuleysi.
Getur einhver útskýrt á rökréttan hátt fyrir mér hvað veldur því að sumt fólk dregst að fólki sem er beinlínis óhollt fyrir andlega heilsu þess? Er það sama ástæða og dregur fólk að hinum gríðarvinsælu reykingamönnum (slæmt fyrir líkamlega heilsu) - spennan og óvissan og löggild og eilíf ástæða til að kvarta yfir einhverju í fari þeirra sem voru valdir í vinahópinn?
Getraun dagsins: 14. þáttur 1. seríu hvaða teiknimyndaflokks heitir "Countdown to Extinction"?
Nú er að hugleiða uppfærslu hinna bloggsíða minna. Í millitíðinni er planið heilalaust teiknimyndagláp til að slá á hættulega mikið ímyndunarafl mitt.
Freistingin að skreppa til Óðinsvéa með Arnari og Inga var vissulega mikil, en ég varð einfaldlega að hlýða ákalli líkama míns um frí.
Transformers er mynd sem ég ætla að mæla með - fyrir stráka! Hana verður að sjá með svolítið sérstöku hugarfari en sé það til staðar þá er um prýðilega skemmtun að ræða! Engin Die Hard 4 en hasar engu að síður. Breiðtjaldið gerði góða hluti fyrir myndina, og félagsskapur í formi Dr. Aggú var ekki til að skemma fyrir.
Næsta mynd á bíóplaninu: The Simpsons Movie.
Sunnudagsplanið í þynnkuleysi er orðið ansi langt og samanstendur aðallega af vanræktum verkefnum sem þurfa frí frá vinnu og þynnkuleysi.
Getur einhver útskýrt á rökréttan hátt fyrir mér hvað veldur því að sumt fólk dregst að fólki sem er beinlínis óhollt fyrir andlega heilsu þess? Er það sama ástæða og dregur fólk að hinum gríðarvinsælu reykingamönnum (slæmt fyrir líkamlega heilsu) - spennan og óvissan og löggild og eilíf ástæða til að kvarta yfir einhverju í fari þeirra sem voru valdir í vinahópinn?
Getraun dagsins: 14. þáttur 1. seríu hvaða teiknimyndaflokks heitir "Countdown to Extinction"?
Nú er að hugleiða uppfærslu hinna bloggsíða minna. Í millitíðinni er planið heilalaust teiknimyndagláp til að slá á hættulega mikið ímyndunarafl mitt.
Monday, July 16, 2007
Takk fyrir mig fallegu piltar!
"..no offense" - ný kynslóð brandara hefur fæðst!
Hægt er að nota tveggja svæða klipp á klippikortinu sínu til að koma tveimur mönnum áleiðis innan sama svæðis. Það er alveg spánýtt. Vantar bara að láta reyna á það!
Kollegípartý bauð upp á marga og góða endurfundi. Cafe Park bauð upp á mikil útgjöld og litla ánægju. H&M var tæmt af Superman-nærfötum. Transformers er kvikmynd vikunnar.
Piltunum mínum þakka ég kærlega fyrir stórgóða helgi! Spjallið var gott, sötrið var gott og þynnkan yfirstíganleg. Björg er yndi og Jenný er með þeim hressari sem finnast. Ég er alsæll maður og rúmlega það!
Á morgun tekur við grár hversdagsleikinn en ekki mjög lengi. Sólin er komin aftur til Köben (með einstaka þrumum og úrhelli inn á milli). Arnar er væntanlegur. Yfir og út!
Hægt er að nota tveggja svæða klipp á klippikortinu sínu til að koma tveimur mönnum áleiðis innan sama svæðis. Það er alveg spánýtt. Vantar bara að láta reyna á það!
Kollegípartý bauð upp á marga og góða endurfundi. Cafe Park bauð upp á mikil útgjöld og litla ánægju. H&M var tæmt af Superman-nærfötum. Transformers er kvikmynd vikunnar.
Piltunum mínum þakka ég kærlega fyrir stórgóða helgi! Spjallið var gott, sötrið var gott og þynnkan yfirstíganleg. Björg er yndi og Jenný er með þeim hressari sem finnast. Ég er alsæll maður og rúmlega það!
Á morgun tekur við grár hversdagsleikinn en ekki mjög lengi. Sólin er komin aftur til Köben (með einstaka þrumum og úrhelli inn á milli). Arnar er væntanlegur. Yfir og út!
Friday, July 13, 2007
Helgarnestið
FÖstudagur er runninn upp og þótt kroppurinn hafi verið sprækari þá er andinn í háum hæðum. Ekki bara var frábært að sötra og spjalla við Örvar og Aggú hina fallegu, gáfuðu og skemmtilegu pilta í gærkvöldi, heldur er tilhlökkun vegna kvöldsins í hámarki.
Ég virðist vera búinn að venja nýjasta manninn í minni grúppu (group) í vinnunni á að leita til mín fyrir ráð og heilræði og annað. Mjög gott. Leir til mótunar er alltaf vel þeginn!
Danir eru eina fólkið í heiminum sem tekur brosandi við sektum og byrjar jafnvel að spjalla um daginn og veginn við þann sem sektar. Eða gildir þetta um fleiri þjóðerni? Ég er ekki nógu veraldarvanur til að vita það.
MitEgo.dk/MMM er nýjasta afurð litlu aktívistagrúppunnar sem ég tilheyri (en hef verið óvirkur í síðan eftir áramót). Fallegt framtak hjá duglegu ungu fólki! (Já, ég er elstur þeirra sem hafa tekið beinan þátt í starfinu.)
Stærsta pöntun í sögu atvinnuveitanda míns hefur nú verið opinberuð. Nú er kátt í höllinni.
Mér gengur alveg ágætlega þessar vikurnar að breytast í gamlan, bitran, súran mann sem kvartar yfir öllu og skýtur á fólk með kaldhæðni og hörku. Niðurstaða þessarar umbreytingar á viðhorfi mínu til alls og allra er ekki komin á hreint, en vonandi er þess ekki langt að bíða.
Sem hluti af biturð og súrleika mínum sendi ég póst á ALLA í fyrirtækinu rétt í þessu og kvartaði yfir ákveðnu pirrandi fyrirbæri sem væri svo auðvelt að laga, ef bara fólk talaði við MIG! Nú er að sjá hver viðbrögðin verða!
Mýtubrjótur dagsins kemur sennilega mörgum á óvart, þá sérstaklega sjálfumglöðum Evrópubúum.
Jæja, nóg blaður. Ég þarf að rumpa af nokkrum smáverkefnum og svo er það hittingur með fallegu, kláru og skemmtilegu piltunum mínum! Yfir og út, eins og ónefnd snót segir gjarnan í lok samtals.
Ég virðist vera búinn að venja nýjasta manninn í minni grúppu (group) í vinnunni á að leita til mín fyrir ráð og heilræði og annað. Mjög gott. Leir til mótunar er alltaf vel þeginn!
Danir eru eina fólkið í heiminum sem tekur brosandi við sektum og byrjar jafnvel að spjalla um daginn og veginn við þann sem sektar. Eða gildir þetta um fleiri þjóðerni? Ég er ekki nógu veraldarvanur til að vita það.
MitEgo.dk/MMM er nýjasta afurð litlu aktívistagrúppunnar sem ég tilheyri (en hef verið óvirkur í síðan eftir áramót). Fallegt framtak hjá duglegu ungu fólki! (Já, ég er elstur þeirra sem hafa tekið beinan þátt í starfinu.)
Stærsta pöntun í sögu atvinnuveitanda míns hefur nú verið opinberuð. Nú er kátt í höllinni.
Mér gengur alveg ágætlega þessar vikurnar að breytast í gamlan, bitran, súran mann sem kvartar yfir öllu og skýtur á fólk með kaldhæðni og hörku. Niðurstaða þessarar umbreytingar á viðhorfi mínu til alls og allra er ekki komin á hreint, en vonandi er þess ekki langt að bíða.
Sem hluti af biturð og súrleika mínum sendi ég póst á ALLA í fyrirtækinu rétt í þessu og kvartaði yfir ákveðnu pirrandi fyrirbæri sem væri svo auðvelt að laga, ef bara fólk talaði við MIG! Nú er að sjá hver viðbrögðin verða!
Mýtubrjótur dagsins kemur sennilega mörgum á óvart, þá sérstaklega sjálfumglöðum Evrópubúum.
Jæja, nóg blaður. Ég þarf að rumpa af nokkrum smáverkefnum og svo er það hittingur með fallegu, kláru og skemmtilegu piltunum mínum! Yfir og út, eins og ónefnd snót segir gjarnan í lok samtals.
Monday, July 09, 2007
Íslandsdvöl 2. hluti
Róleg vika fram á fimmtudagskvöld þegar ég hitti piltana mína aftur (núna vantaði Stebba í stað Aggú). Soffía á föstudagshádegi.
Skil daga og tíma eyðast nú...
Plotta með Orra. Brúðkaupið var æði (eftir smá seinkun í að komast í athöfn - dýrasti bjórinn á leiðinni - gríðarhressir gestir - herramaður og Björg að redda mat - bærinn kl 3 - elta typpið - súrt eftirpartý - hress leigubílstjóri). Gauti og Hjalti hressir í bænum. Sirkus. Aldrei heim fyrir kl 8 að morgni um helgina. Frændsystkynahittingur góður að venju. Kaffi-ofvirkni á föstudaginn. Stefánsson er vel heppnað kvikindi. Buzz með Burkna og Unni er góð afþreying. Matur hjá ömmu og afa klikkar aldrei. Hvassaleitið býður nú upp á bjór.
Þetta er frekar slitrótt en dugir fyrir mig. Núna tekur við afslappandi helgi með frídegi á morgun eftir næturflug og vinnu á fimmtudaginn og Örvar og Aggú koma í bæinn og út að borða á föstudaginn með þeim.
Gaui og Krissa eru vonandi ekki búin að veggfóðra og parketleggja íbúð mína með Hróaskeldudrullunni. Ég raunar enga trú á því. Fríið er hins vegar senn á enda og pökkun hefst innan skamms.
Takk fyrir mig Ísland og Íslendingar. Þetta er tvímælalaust búið að vera ein skemmtilegasta Íslandsdvöl mín hingað til!
Skil daga og tíma eyðast nú...
Plotta með Orra. Brúðkaupið var æði (eftir smá seinkun í að komast í athöfn - dýrasti bjórinn á leiðinni - gríðarhressir gestir - herramaður og Björg að redda mat - bærinn kl 3 - elta typpið - súrt eftirpartý - hress leigubílstjóri). Gauti og Hjalti hressir í bænum. Sirkus. Aldrei heim fyrir kl 8 að morgni um helgina. Frændsystkynahittingur góður að venju. Kaffi-ofvirkni á föstudaginn. Stefánsson er vel heppnað kvikindi. Buzz með Burkna og Unni er góð afþreying. Matur hjá ömmu og afa klikkar aldrei. Hvassaleitið býður nú upp á bjór.
Þetta er frekar slitrótt en dugir fyrir mig. Núna tekur við afslappandi helgi með frídegi á morgun eftir næturflug og vinnu á fimmtudaginn og Örvar og Aggú koma í bæinn og út að borða á föstudaginn með þeim.
Gaui og Krissa eru vonandi ekki búin að veggfóðra og parketleggja íbúð mína með Hróaskeldudrullunni. Ég raunar enga trú á því. Fríið er hins vegar senn á enda og pökkun hefst innan skamms.
Takk fyrir mig Ísland og Íslendingar. Þetta er tvímælalaust búið að vera ein skemmtilegasta Íslandsdvöl mín hingað til!
Tuesday, July 03, 2007
Íslandsdvöl 1. hluti
Lenda á fimmtudegi, BSÍ, Austurvöllur, Vaka, Bæjarins bestu, Daði og Arnar, föstudagur hefst, hitta mömmu, sötur hjá Arnari (Hlynur, Örvar, Daði), bærinn, Hressó, Fjóla, Hafnarfjörður, sóttur af Kristínu, lánsdót, M16 á hádegi, steggjunin, bærinn, Óðal, fann ekki nr 1A, sunnudagur hefst, heimsækja pabba, grill með strákunum, mánudagur hefst, versla með mömmu og heimsækja Hvassaleitið, Ingigerður frænka og systkynin á Austurvelli, Die Hard 4.0 með systkynum, þriðjudagur hefst og rólegt hingað til.
Framhald eftir því sem á líður.
Framhald eftir því sem á líður.
Subscribe to:
Posts (Atom)