Wednesday, September 24, 2008

Smátíningur úr lífi Geirs

Eitthvað vantar upp á að ég hafi skjalfest daglegt amstur mitt upp á síðkastið og þykir víst sumum nóg um (þótt aðrir fagni). Úr því reyni ég að bæta núna.

Vel á minnst, lastu Morgunblaðið í dag?

Í kvöld eyddi ég tíma mínum á fínum veitingastað með nokkrum úr vinnunni og fólki frá hinu norska fyrirtæki StatoilHydro, sem var á kick-off fundi hjá okkur í dag. Það verður nóg að gera í haust!

Fimmtudegi og föstudegi auk stærstum hluta næstu viku eyði ég til skiptist á hótelherbergi og í verksmiðju okkar í Kalundborg á Vestur-Sjálandi. Það verður nóg að gera í haust!

Gærdeginum eyddi ég öllum, frá kl 7:30 til 22:30, í vinnunni. Sunnudagskvöldinu (og -nóttunni) eyddi ég hjá Daða, sem er svo gott að hafa aftur í landinu. NFL var þemað og kvöldið var ljúft (og vonandi ekki hið seinasta af sama tagi í haust!). Takk fyrir gistinguna og kvöldið, ljúfur!

Seinustu viku (8 dagar raunar) eyddi ég að mestu (til skiptis með vinnu) með minni elsku systur, mínum elsku bróður og minni elsku móður sem voru í Köben-heimsókn. Betri, afslappaðri og þyrstari félagsskapur finnst varla og ég er hreinlega í skýjunum yfir veru þeirra í minni borg í svona langan tíma! Takk fyrir ykkur æðislega fólk!

Lýkur þar með fréttatímanum og hefst nú niðurtalning í háttatíma.

Hvað segið þið annars gott?