Mér tókst að drullast á vinnustaðinn, hreinsa skrifborðið af smotteríi (mun hraðar en ég reiknaði með) og auka líkurnar á góðri byrjun á vinnuviku á mánudaginn. Ljómandi.
Atlas Shrugged, 1200 blaðsíðna bók, á hvíta tjaldið? Af hverju var enginn búinn að segja mér frá því!? Þetta er bók sem hreinlega breytti því hvernig ég lít á samfélagið (sama hvað fólk annars segir um rithöfundinn sjálfan, heimspeki hennar almennt og önnur verk hennar). Aðalhlutverkið ekki illa skipað: Angelina Jolie! Gott því hún er flott, vont því hún mun ekki geta annað en dregið athyglina frá boðskap myndarinnar, sem er e.t.v. sá að "A is A", sama hvað fólki svo sem finnst um það.
Í dag birti Mogginn litla grein eftir mig. Húrra fyrir því!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Skemmtilegt að fá alltaf að lesa greinarnar áður en þær birtast!!!
Húrra!!!
Styttist í að ég reki þig úr rúminu í sófann...........eða eitthvað.....
Allt sem Ayan Rand vill segja hefur verid sagt betur og rökstutt á æðri máta af Nietze og Schubenhauber mun fyrr.
Sama hvað hver segir. Skora á þig að lesa þá, það breytir lífi þínu.
What is the best thing for a man?
Not to be born at all.
What is then the second best thing for a man?
To die young.
Atlas Shrugged er nú bara skáldsaga með boðskap og hefur sem slík kveikt á huga óteljandi margra sem aldrei taka upp heimspekiritin, þ.á.m. ég.
Post a Comment