Úr Fréttablaðinu í gær (PDF, HTML). Kynæsandi djöfull!
28 comments:
Anonymous
said...
Ósköp var þetta Hannes Hólmsteinsleg grein hjá þér. Ég held að það sé ekki hægt að ná stjórnmálaumræðu á lægra plan. Þú lokar öðru auganu (vinstra auganu) til að sjá ekkert sem þér líkar ekki. Þess vegna skrifar þú ekki um það.
Hví nefnir þú ekki gríðarlega skuldaaukningu íslensku þjóðarinnar síðustu 10 árin? Eða þá heimsmet í viðskiptahalla á höfðatölu? Eða þá verðbólguna?
Hvernig stendur á því að eftir allan þennan tíma sem vinstri stjórn hefur ekki verið við völd þá höfum við hæstu tolla og mestu innflutningshöft á mat í heiminum? Og hæstu flugvallarskattana? Hæstu áfengisskattana? Ríkiseinokun á áfengissölu? Hæstu landbúnaðarstyrki í heiminum? Kommúníska atvinnustefnu í stóriðju?
Samfylkingin hefur frjálslyndari stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn í mörgum þeim málum sem ég nefndi. Ætlar þú samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þar með á móti þínum eigin hugsjónum?
Fyrst svona gríðarlegt góðæri ríkir á Íslandi, hvernig stendur þá á því að ef maður fer á vef OECD, og flettir upp landsframleiðslu á hverja unna vinnustund, að þá er Ísland langt að baki hinum sósíalísku löndum Skandinavíu? Getur þú útskýrt það?
Ósammála síðasta ræðumanni að nokkru leyti...held að ef Geir lokar vinstra auganu, þá loki Árni því hægra.
Hinsvegar er rétt að margt hefði mátt bæta á síðasta tímabili sem ekki var bætt úr.
Skv. viðskiptablaðinu í síðustu viku þá telur Sigurjón Þ. Árnason að mælingar á viðskiptahalla hljóti að vera vitlaust framkvæmdar, því sá mældi viðskiptahalli sem gefinn er upp geti ekki staðist. Hvet ég ÁRÁ til að skoða það viðtal. Sigurjón er ekki vitleysingur og því er ekki hægt að afgreiða málið á þann hátt.
Geir getur alveg lokað vinstra auganu óháð því hvort mitt hægra augað er opið eða ekki. Ég neita alfarið öllum tengslum milli augna þinna og held því fram að þarna er rætt um tvö algjörlega aðskild mál. Ég er ekki maðurinn sem skrifar í blöðin og því er ekki svo einfalt að bera mig saman við hann, enda veit enginn hvað auga yrði opið þá. E.t.v. bæði.
Sé ætlunin að koma einhverju á prent fyrir kosningar þá verður það að vera stutt og leggja áherslu á einn punkt. Því miður.
Skuldir heimila eru vandamál heimila. Verðbólgan er bæði lítið og tímabundið vandamál nú miðað við fyrri tíma, en þarf auðvitað að kljást við hana. Kannski eiga Íslendingar að taka upp harðbindingu við gull aftur. Það er sögulega séð besta leiðin til að drepa verðbólgu!
Framleiðni á vinnustund er hæst í löndum þar sem kerfið borgar þeim sem skila minnstum verðmætum nógu mikið til að það sé ekkert vit í öðru en að sitja heima, frekar en taka láglaunastörf. Frakkar er heimsmeistarar í því.
Árni bendir réttilega á að ýmislegt vantar upp á. Samfó þarf bara að bjóða þingstyrk sinn og þá held ég að Sjallarnir slái til!
Er þetta sami Geir sem skrifar hér og skrifaði greinina?
Skuldir þjóðarinnar er ekki neitt sem stjórnmálamenn eiga að leiðrétta, en eins og skuldirnar hafa vaxið þá er tæplega hægt að segja að það ríki mikill stöðugleiki á Íslandi. Fáir hagvísar á Íslandi gefa tilefni til fullyrðinga um stöðugleika. Það er bara bjánalegt að halda þessu fram.
En óstöðugleiki er þó ekki endilega með öllu slæmur. 'No pain - no gain' kenningar eru líka til í hagfræði. Á Íslandi ríkir pain og gain.
Hvernig stendur á því að Fjóla, formaður Samfélagsins, hrósi grein manns sem lýsir frati yfir samfélagssinnaðri vinstri hugsun? Það er eðli vinstri manna, ólíkt hægri mönnum, að velta vöngum yfir samfélagsgerðinni. Hægri mönnum er einkum umhugað um frelsi einstaklingsins.
Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt þessu hvorki vinstri né hægri flokkur. Þeir leggja hvorki áherslu á samfélagsleg vandamál né frelsi neytenda til að velja.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmuna. Hverja eru xD að verja með háum flugvallarsköttum? Hugsiði um það.
"Samfélag" er vonandi ekki skilgreint öðruvísi en sem samansafn einstaklinga, sem gjarnan eru frjálsir. Eða hvað?
Þess má geta að ég kýs ekki Sjallana af hugsjón, heldur af því þeir eru það skásta sem er í boði (fyrir utan að skila auðu, en þá eykst hlutfallslega fylgi ekki-Sjalla).
Ég og Geir höfum rifist hart um ýmiss mál - oftast er það um markmið að ákveðnu frelsi.
Ég tel það vera frelsi og mjög sjálfstæða hugsun að skapa jöfn tækifæri fyrir alla án þess að skapa jöfnuð. Ég trúi á svipaðar pælingar og Geir um hvernig afla skal fjármagns en okkur greinir á um hvernig skal eyða því.
Ég held að ég og Geir séum bæði mjög samfélagssinnuð en á gjörólíkan hátt heldur en vinstri flokkarnir. Ég trúi á mátt frjálsra félagasamtaka en ég trúi einnig á að með ákveðinni endurskipulagningu á ríkisfjármálunum megi nýta peningana betur til góðra verka - meðal annars með hugsjón frjálshyggjumanna - stækka kökuna og því er sá partur sem við erum tilbúin til þess að deila stærri án þess að tekið sé af þeim unnu hörðum höndum fyrir sínu.
Vona að þetta skiljist - annars skal ég útskýra betur.
Til Fjólu - Ég hef nú stöku sinnum lesið skrif þín á síðunni þinni og held að þú hafir ekkert ósvipaðar hugmyndir um samfélagið en vinstri menn eða aðrir sem hafa áhuga á að búa í heilbrigðu og réttlátu samfélagi þar sem fólk á kost á úrræðum við vandamálum sínum. Þó að sumir hægri menn séu eitthvað meðvitaðir um þetta þá er seint hægt að segja að þetta sé eitthvert heitasta baráttumál þeirra. Mörgum þeirra er nokk sama eða frekar ómeðvitaðir um þau erfiðu vandamál sem sumt fólk þarf hjálp við til að yfirbuga.
Á síðasta ári hefur margoft komið í ljós að víða er pottur brotinn í íslensku velferðarkerfi. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki metnað til að breyta því.
Það skiptir mig, sem vinstri mann, ekki máli hvort að velferðarþjónusta er gefin af ríkisstofnunum eða frjálsum félagasamtökum á meðan þjónustan er góð. Fjármögnunin skiptir hins vegar mestu máli. Hvaða félagasamtök á Íslandi af þessum toga eru raunverulega frjáls, þ.e.a.s. fá ekki greiðslur frá ríkissjóði. Hver er munurinn á ríkisstofnun og frálsu félagi sem allt er greitt undir af ríkinu? Fyrst og fremst það að frjálsa félagið fær umboð til að eyða skattpeningum án nægs eftirlits, sbr Byrgið.
Frjáls félagasamtök munu seint eða aldrei geta fjármagnað starfsemi sína nema hún sé mjög lítill hluti af velferðarkerfinu, svo að hugsjón þín um frjálst velferðarkerfi er frekar máttlaus að mínu mati. Þú þarft að gera grein fyrir því að fólk sé tilbúið að gefa miklar upphæðir til þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki eftir neinni frjálshyggjuhugsjón. Þessi flokkur hefur hækkað skatta skv. skilgreiningu hagfræðinga (hlutfall skatta af landsframleiðslu). Það markverðasta sem hann hefur gert er að einkavæða bankana, en það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess þegar allir bankar eru í einkaeigu í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Það er næstum jafnvitlaust fyrir frjálshyggjumann að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. Jafnvel Vinstri grænir hafa frjálslyndari stefnu í atvinnumálum heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.
......enda er það svo oft svo að maður kýs skásta kostinn.....
Ég er sammála því að laða þarf fjármagn inn í landið en ekki leyfa því að streyma frá okkkur á staði sem bjóða hagstæðari kjör - "skattaparadís".
Annars er ég að skrifa ritgerð um frjáls félagasamtök og það fyrsta sem ég í raun "komst að" er að ekki er hægt að setja þau í einn stóran pakka og skilgreina frjáls félagasamtök sem "eitthvað" vel skilgreint batterí. Ég tel einnig að sum frjáls félagasamtök sem þiggja styrki frá ríkinu séu frjáls að stýra fjármagni sínu en endurskoðun hvort að veita eigi styrki reglulega er að sjálfsögðu eðlilegt aðhald......
Margir halda að velferðarmál séu vinstri mál, þar er ég ekki sammála. Ég tel mig vera mikinn jafnréttissinna en oft tel ég öfga vinstri fólk vera allt að því ójafnréttissinna því málin eru oft úr takt við raunveruleikann og oftar en ekki einblýnt á litla þætti staðinn fyrir heildarmyndina og afleiðingar sem gætu fylgt í kjölfarið.
Það er t.d hagstæðara að grípa strax til fyrirbyggjandi aðgerða og eyða smá aur í þannig aðgerðir staðinn fyrir að horfa framhjá ákveðnum erfiðum málum. Það er til dæmis ástæðan fyrir því að ég vil byggja upp félagsauð á svo mörgum sviðum fyrir börn sem gæti fyrirbyggt vandamál tengd glæpum og óreglu ungmenna sem eru svo kostnarsöm fyrir samfélagið.
Mér finnst ekkert að því að sjá hagnýti þess að byggja upp félagsauð samfélagsins. Þar er kristallast kannski munurinn á mér og mörgum vinstri sinnuðum ásamt leiðunum til þess að nálgast fjármagnið.
Fjóla og Árni: Þið eruð í öllum meginatriðum sammála (og ég í öllum meginatriðum ósammála ykkur). Hættiði nú að eyða púðri í að gagnrýna skilgreiningar hvors annars á sömu fyrirbærum.
Árni: Ég er afskaplega þreyttur á klisjum vinstrimanna eins og þú þylur samhengislaust upp.
Tökum skuldaaukninguna fyrir. Augljóslega áttu við skuldaaukningu heimilanna þar sem ríkið skuldar ekkert lengur. Mér er fyrir það fyrsta lífsins ómögulegt að sjá hvernig það er stjórnmálamönnum að kenna ef ég tek lán. Sérstaklega þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni.
Í öðru lagi hafa eignirnar sem eru á móti skuldunum hækkað enn meira en skuldirnar, sem þýðir væntanlega að eigið fé heimilanna hefur stóraukist. Ég veit að það eru sem þyrnar í augum vinstrimanna, enda vilja vinstrimenn að allir séu jafn fátækir.
Fyrst að vandamálið er að fólk hafi efnast of mikið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins mun ég auðvitað kjósa hann, enda sef ég rólega á nóttunni þó aðrir hagnist - öfugt við suma aðra.
Arnar : Ég sagði aldrei að skuldir þjóðarinnar væri stjórnmálamönnum að kenna. Ég er hins vegar leiður á þeim klisjum hægrimanna að aukin kaupmáttaraukning sé stjórnmálamönnum að þakka. Kaupmáttaraukningin er einmitt gríðarlegri skuldaaukningu þjóðarinnar að þakka.
Það er auðvitað bara fáránlegt að halda því fram að allt það jákvæða í hagkerfinu sé stjórnvöldum að þakka og allt hið neikvæða sé almenningi að kenna.
Staðreyndin er sú að vinstri maðurinn ég, er ekki vinstri sinnaðri en svo að ég er til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hér hefði verið alvöru frjálslyndir flokkur við völd síðustu 10 árin þá væri kaupmáttur Íslendinga miklu hærri en hann er og sömuleiðis framleiðni Íslendinga. Staðreyndin er hins vegar sú að Íslendingar eru gríðarlega vanþróaðir efnahagslega og þegar það kemur að skuldadögum þá fáum við að kenna á því að hleypa lífstandard okkar fram úr þeim standard sem við höfum raunverulega efni á.
Maður verður nú að líta út fyrir að geðþekkur, þótt maður sé það ekki!
Annars getur maður sagt Íslendingum það til sárabóta að meira og minna allur hinn vestræni heimur hefur verið að sigla á fasteignaverðshækkunum og neyslulánum vegna þeirra á seinustu misserum/árum (gvuð blessi einokun ríkisins á myntútgáfu án tengingar við handbær verðmæti!!!). Undantekningar eru kannski helst þróunarlöndin.
Lesefni í framhaldinu: http://www.mises.org/story/2544 http://www.mises.org/story/2532
Árni: Þú segir að aukin kaupmáttaraukning eigi enga stoð í aðgerðum stjórnmálamanna. Það er rétt, það er kjósendunum að þakka, þeir kusu menn sem þeir treystu og gerðu þetta að verkum. Lækkun tekjuskatta hefur átt þátt í auknum kaupmætti. Það er óumdeilt. Raunar óhrekjanlegt.
Auknar skuldir þeirra sem búa á landinu er á þeirra eigin ábyrgð, en bankarnir meta hærri kaupmátt auðvitað sem betri skuldara, þ.e. meiri líkur á að lánin verði greidd upp á lánstímanum. Sú spámennska er á ábyrgð eiganda bankanna, en ekki almennings né stjórnmálamanna. Raunar eru það alfarið eigendur bankanna sem þurfa að taka á sig skellinn ef afborganir lánanna skila sér ekki. Það er líka óumdeilt. Raunar óhrekjanlegt.
Að hafa lækkað skatta á fyrirtæki gríðarlega, er auðvitað kjósendum að þakka. Ekkert er stjórnmálamönnum að þakka, nema að því leiti að þeir hlustuðu á kjósendur, eins og ég sagði.
Ég tel mig líka til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, en það þýðir ekki að ég ætli að kjósa vinstriflokka, heldur auðvitað þá sem standa næst minni sannfæringu.
Hvernig eru Íslendingar gríðarlega vanþróaðir efnahagslega? Ég veit ekki betur en að stoðir efnahagslífsins hafi einmitt breyst frá því að vera vanþróaðir með aðeins fiskútflutning í það að vera að flytja út fjármálaþjónstu (sem vinstri menn vilja losna við raunar), útflutning á áli/raforku sem reyndar fer vaxandi og síðast en ekki síst hugviti. Með þessum fjölmörgu nýju stoðum efnahagslífsins er einmitt þvert á móti að gera það að verkum að við getum staðið undir afborgunum af okkar skuldum. Og ber alls ekki merki vanþróunar.
Þú ert í Danmörku. Danmörk hefur engar náttúruauðlindir. Þá hlýtur Danmörk að vera vanþróað efnahagslega skv. þínum bókum. Þeir hafa ekkert, nema kannski bjórinn? En nei, þeir hafa viðskiptavitið. Hlýtur þá Danmörk ekki að vera farið á hausinn fyrir mörgum öldum? Vanþróaðra efnahagslíf geturðu varla fundið, engar auðlindir, bara vit.
"Þú ert í Danmörku. Danmörk hefur engar náttúruauðlindir. Þá hlýtur Danmörk að vera vanþróað efnahagslega skv. þínum bókum."
Það vill einmitt svo til að reynsla ríkja er sú að náttúruauðlindir virka hamlandi á efnahagslegaþróun. Áhersla Íslendinga á að nýta sínar náttúruauðlindir hefur því gert að verkum að það er mjög vanþróað.
"Hvernig eru Íslendingar gríðarlega vanþróaðir efnahagslega?"
GDP per Hour Worked 2005 Iceland : 2.833kr Denmark : 321,4kr ca. 3.783isk Sweden : 360,5kr ca. 3.439isk France: 40,1euro ca. 3.518isk
Uppgangur síðasta áratugs er að mestu ESS samningnum að þakka, ekki skattalækkunum. ESS samningurinn færði Íslendingum frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn var á mótti ESS. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálslyndur flokkur.
Var það ekki Ingibjörg Sólrún og fleiri af því sauðahúsi sem sátu hjá í atkvæðagreiðslunni um EES á meðan Sjallar og Allaballar kusu með EES allir sem einn?
Það virðist vera ákveðið samhengi milli viðvarandi (en oft tölfræðilega falins) atvinnuleysis og meintrar framleiðni þróaðra hagkerfa með fyrirferðarmikið félagslegt kerfi (bætur oft hærri en laun sem þeir óframleiðnustu eiga kost á og því dregst framleiðnin upp því þeir óframleiðnustu sitja heima). Að minnsta kosti kenning sem ég ætla hafa á bak við eyrað.
Held það hafi reyndar verið Sjallarnir og Kratarnir sem kusu með EES allir sem einn. Hinir voru á móti eða sátu hjá.
Sjálfstæðisflokkurinn er kannski ekki endilega rosalega langt til hægri, en hann er illskásti kosturinn fyrir fólk hægra megin miðju. Hverjum dettur t.d. í hug að fólk á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur og Mörð Árnason, sé sérstaklega frjálslynt eða til hægri. Það er nefninlega svo, að það er fólkið í stjórnmálaflokkunum, og athafnir þess fólks, sem gerir þá að því sem þeir eru, ekki einhver orð á blaði.
Árni: Í landi þar sem atvinnuþáttaka er jafn mikil og hér á Íslandi, getur verið að mikill fjöldi láglaunastarfa sé unninn. Í löndum eins og Svíþjóð, Frakkland og Danmörku er ekki mikill hvati til að rífa sig upp og vinna láglaunastörf (betra að fá bara bætur), og því verða færri vinnustundir unnar, og útreiknuð framlegð (á móti vinnustund) hærri.
Þetta er mjög fín tilgáta. Samt bara tilgáta en jafnframt áhugavert rannsóknarefni. Þetta kemur líklega til með að skýra hluta af muninum, en mun lítill hluti hátækniiðnaðar skýra einhvern mun.
Stefna og stefnuleysi samofið í einn vef. Skelfing. Þó minni skelfing en það stefnuleysi að ganga í ESB og hafa þar með þá stefnu eina að þýða fyrirmæli frá Brussel, og borga og þiggja í samræmi við fyrirmæli þaðan.
Hvað er svona sérstakt við íslenskan landbúnað að hann sé ekki háður duttlungum og smekk og neytenda eins og aðrar framleiðslugreinar?
28 comments:
Ósköp var þetta Hannes Hólmsteinsleg grein hjá þér. Ég held að það sé ekki hægt að ná stjórnmálaumræðu á lægra plan. Þú lokar öðru auganu (vinstra auganu) til að sjá ekkert sem þér líkar ekki. Þess vegna skrifar þú ekki um það.
Hví nefnir þú ekki gríðarlega skuldaaukningu íslensku þjóðarinnar síðustu 10 árin? Eða þá heimsmet í viðskiptahalla á höfðatölu? Eða þá verðbólguna?
Hvernig stendur á því að eftir allan þennan tíma sem vinstri stjórn hefur ekki verið við völd þá höfum við hæstu tolla og mestu innflutningshöft á mat í heiminum? Og hæstu flugvallarskattana? Hæstu áfengisskattana? Ríkiseinokun á áfengissölu? Hæstu landbúnaðarstyrki í heiminum? Kommúníska atvinnustefnu í stóriðju?
Samfylkingin hefur frjálslyndari stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn í mörgum þeim málum sem ég nefndi. Ætlar þú samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og þar með á móti þínum eigin hugsjónum?
Fyrst svona gríðarlegt góðæri ríkir á Íslandi, hvernig stendur þá á því að ef maður fer á vef OECD, og flettir upp landsframleiðslu á hverja unna vinnustund, að þá er Ísland langt að baki hinum sósíalísku löndum Skandinavíu? Getur þú útskýrt það?
Ósammála síðasta ræðumanni að nokkru leyti...held að ef Geir lokar vinstra auganu, þá loki Árni því hægra.
Hinsvegar er rétt að margt hefði mátt bæta á síðasta tímabili sem ekki var bætt úr.
Skv. viðskiptablaðinu í síðustu viku þá telur Sigurjón Þ. Árnason að mælingar á viðskiptahalla hljóti að vera vitlaust framkvæmdar, því sá mældi viðskiptahalli sem gefinn er upp geti ekki staðist. Hvet ég ÁRÁ til að skoða það viðtal. Sigurjón er ekki vitleysingur og því er ekki hægt að afgreiða málið á þann hátt.
Þrándur
Geir getur alveg lokað vinstra auganu óháð því hvort mitt hægra augað er opið eða ekki. Ég neita alfarið öllum tengslum milli augna þinna og held því fram að þarna er rætt um tvö algjörlega aðskild mál. Ég er ekki maðurinn sem skrifar í blöðin og því er ekki svo einfalt að bera mig saman við hann, enda veit enginn hvað auga yrði opið þá. E.t.v. bæði.
Sé ætlunin að koma einhverju á prent fyrir kosningar þá verður það að vera stutt og leggja áherslu á einn punkt. Því miður.
Skuldir heimila eru vandamál heimila. Verðbólgan er bæði lítið og tímabundið vandamál nú miðað við fyrri tíma, en þarf auðvitað að kljást við hana. Kannski eiga Íslendingar að taka upp harðbindingu við gull aftur. Það er sögulega séð besta leiðin til að drepa verðbólgu!
Framleiðni á vinnustund er hæst í löndum þar sem kerfið borgar þeim sem skila minnstum verðmætum nógu mikið til að það sé ekkert vit í öðru en að sitja heima, frekar en taka láglaunastörf. Frakkar er heimsmeistarar í því.
Árni bendir réttilega á að ýmislegt vantar upp á. Samfó þarf bara að bjóða þingstyrk sinn og þá held ég að Sjallarnir slái til!
Flott grein hjá þér minn kæri. Sammála um að þessi orðafjöldi setur manni takmörk - þetta var brill efni og mikill sannleikur!
Er þetta sami Geir sem skrifar hér og skrifaði greinina?
Skuldir þjóðarinnar er ekki neitt sem stjórnmálamenn eiga að leiðrétta, en eins og skuldirnar hafa vaxið þá er tæplega hægt að segja að það ríki mikill stöðugleiki á Íslandi. Fáir hagvísar á Íslandi gefa tilefni til fullyrðinga um stöðugleika. Það er bara bjánalegt að halda þessu fram.
En óstöðugleiki er þó ekki endilega með öllu slæmur. 'No pain - no gain' kenningar eru líka til í hagfræði. Á Íslandi ríkir pain og gain.
Hvernig stendur á því að Fjóla, formaður Samfélagsins, hrósi grein manns sem lýsir frati yfir samfélagssinnaðri vinstri hugsun? Það er eðli vinstri manna, ólíkt hægri mönnum, að velta vöngum yfir samfélagsgerðinni. Hægri mönnum er einkum umhugað um frelsi einstaklingsins.
Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt þessu hvorki vinstri né hægri flokkur. Þeir leggja hvorki áherslu á samfélagsleg vandamál né frelsi neytenda til að velja.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmuna. Hverja eru xD að verja með háum flugvallarsköttum? Hugsiði um það.
"Samfélag" er vonandi ekki skilgreint öðruvísi en sem samansafn einstaklinga, sem gjarnan eru frjálsir. Eða hvað?
Þess má geta að ég kýs ekki Sjallana af hugsjón, heldur af því þeir eru það skásta sem er í boði (fyrir utan að skila auðu, en þá eykst hlutfallslega fylgi ekki-Sjalla).
Ég og Geir höfum rifist hart um ýmiss mál - oftast er það um markmið að ákveðnu frelsi.
Ég tel það vera frelsi og mjög sjálfstæða hugsun að skapa jöfn tækifæri fyrir alla án þess að skapa jöfnuð. Ég trúi á svipaðar pælingar og Geir um hvernig afla skal fjármagns en okkur greinir á um hvernig skal eyða því.
Ég held að ég og Geir séum bæði mjög samfélagssinnuð en á gjörólíkan hátt heldur en vinstri flokkarnir. Ég trúi á mátt frjálsra félagasamtaka en ég trúi einnig á að með ákveðinni endurskipulagningu á ríkisfjármálunum megi nýta peningana betur til góðra verka - meðal annars með hugsjón frjálshyggjumanna - stækka kökuna og því er sá partur sem við erum tilbúin til þess að deila stærri án þess að tekið sé af þeim unnu hörðum höndum fyrir sínu.
Vona að þetta skiljist - annars skal ég útskýra betur.
Kynæsandi??
Lýst er eftir íslenskri orðabók til Danaveldis, og það strax!!
Til Fjólu - Ég hef nú stöku sinnum lesið skrif þín á síðunni þinni og held að þú hafir ekkert ósvipaðar hugmyndir um samfélagið en vinstri menn eða aðrir sem hafa áhuga á að búa í heilbrigðu og réttlátu samfélagi þar sem fólk á kost á úrræðum við vandamálum sínum. Þó að sumir hægri menn séu eitthvað meðvitaðir um þetta þá er seint hægt að segja að þetta sé eitthvert heitasta baráttumál þeirra. Mörgum þeirra er nokk sama eða frekar ómeðvitaðir um þau erfiðu vandamál sem sumt fólk þarf hjálp við til að yfirbuga.
Á síðasta ári hefur margoft komið í ljós að víða er pottur brotinn í íslensku velferðarkerfi. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki metnað til að breyta því.
Það skiptir mig, sem vinstri mann, ekki máli hvort að velferðarþjónusta er gefin af ríkisstofnunum eða frjálsum félagasamtökum á meðan þjónustan er góð. Fjármögnunin skiptir hins vegar mestu máli. Hvaða félagasamtök á Íslandi af þessum toga eru raunverulega frjáls, þ.e.a.s. fá ekki greiðslur frá ríkissjóði. Hver er munurinn á ríkisstofnun og frálsu félagi sem allt er greitt undir af ríkinu? Fyrst og fremst það að frjálsa félagið fær umboð til að eyða skattpeningum án nægs eftirlits, sbr Byrgið.
Frjáls félagasamtök munu seint eða aldrei geta fjármagnað starfsemi sína nema hún sé mjög lítill hluti af velferðarkerfinu, svo að hugsjón þín um frjálst velferðarkerfi er frekar máttlaus að mínu mati. Þú þarft að gera grein fyrir því að fólk sé tilbúið að gefa miklar upphæðir til þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki eftir neinni frjálshyggjuhugsjón. Þessi flokkur hefur hækkað skatta skv. skilgreiningu hagfræðinga (hlutfall skatta af landsframleiðslu). Það markverðasta sem hann hefur gert er að einkavæða bankana, en það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess þegar allir bankar eru í einkaeigu í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Það er næstum jafnvitlaust fyrir frjálshyggjumann að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. Jafnvel Vinstri grænir hafa frjálslyndari stefnu í atvinnumálum heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.
......enda er það svo oft svo að maður kýs skásta kostinn.....
Ég er sammála því að laða þarf fjármagn inn í landið en ekki leyfa því að streyma frá okkkur á staði sem bjóða hagstæðari kjör - "skattaparadís".
Annars er ég að skrifa ritgerð um frjáls félagasamtök og það fyrsta sem ég í raun "komst að" er að ekki er hægt að setja þau í einn stóran pakka og skilgreina frjáls félagasamtök sem "eitthvað" vel skilgreint batterí. Ég tel einnig að sum frjáls félagasamtök sem þiggja styrki frá ríkinu séu frjáls að stýra fjármagni sínu en endurskoðun hvort að veita eigi styrki reglulega er að sjálfsögðu eðlilegt aðhald......
Margir halda að velferðarmál séu vinstri mál, þar er ég ekki sammála. Ég tel mig vera mikinn jafnréttissinna en oft tel ég öfga vinstri fólk vera allt að því ójafnréttissinna því málin eru oft úr takt við raunveruleikann og oftar en ekki einblýnt á litla þætti staðinn fyrir heildarmyndina og afleiðingar sem gætu fylgt í kjölfarið.
Það er t.d hagstæðara að grípa strax til fyrirbyggjandi aðgerða og eyða smá aur í þannig aðgerðir staðinn fyrir að horfa framhjá ákveðnum erfiðum málum. Það er til dæmis ástæðan fyrir því að ég vil byggja upp félagsauð á svo mörgum sviðum fyrir börn sem gæti fyrirbyggt vandamál tengd glæpum og óreglu ungmenna sem eru svo kostnarsöm fyrir samfélagið.
Mér finnst ekkert að því að sjá hagnýti þess að byggja upp félagsauð samfélagsins. Þar er kristallast kannski munurinn á mér og mörgum vinstri sinnuðum ásamt leiðunum til þess að nálgast fjármagnið.
Fjóla og Árni: Þið eruð í öllum meginatriðum sammála (og ég í öllum meginatriðum ósammála ykkur). Hættiði nú að eyða púðri í að gagnrýna skilgreiningar hvors annars á sömu fyrirbærum.
Ég efast um að þú sért ósammála fyrirbyggjandi aðgerðum hr. Geir minn og draga þannig úr kostnaðarliðum samfélags framtíðarinnar!
Nema að skammsýni einkenni.....
Samfélagið, er það ekki félagið sem rekur kvikmyndahús Árna Samúelssonar?
Árni: Ég er afskaplega þreyttur á klisjum vinstrimanna eins og þú þylur samhengislaust upp.
Tökum skuldaaukninguna fyrir. Augljóslega áttu við skuldaaukningu heimilanna þar sem ríkið skuldar ekkert lengur. Mér er fyrir það fyrsta lífsins ómögulegt að sjá hvernig það er stjórnmálamönnum að kenna ef ég tek lán. Sérstaklega þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni.
Í öðru lagi hafa eignirnar sem eru á móti skuldunum hækkað enn meira en skuldirnar, sem þýðir væntanlega að eigið fé heimilanna hefur stóraukist. Ég veit að það eru sem þyrnar í augum vinstrimanna, enda vilja vinstrimenn að allir séu jafn fátækir.
Fyrst að vandamálið er að fólk hafi efnast of mikið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins mun ég auðvitað kjósa hann, enda sef ég rólega á nóttunni þó aðrir hagnist - öfugt við suma aðra.
Arnar : Ég sagði aldrei að skuldir þjóðarinnar væri stjórnmálamönnum að kenna. Ég er hins vegar leiður á þeim klisjum hægrimanna að aukin kaupmáttaraukning sé stjórnmálamönnum að þakka. Kaupmáttaraukningin er einmitt gríðarlegri skuldaaukningu þjóðarinnar að þakka.
Það er auðvitað bara fáránlegt að halda því fram að allt það jákvæða í hagkerfinu sé stjórnvöldum að þakka og allt hið neikvæða sé almenningi að kenna.
Staðreyndin er sú að vinstri maðurinn ég, er ekki vinstri sinnaðri en svo að ég er til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hér hefði verið alvöru frjálslyndir flokkur við völd síðustu 10 árin þá væri kaupmáttur Íslendinga miklu hærri en hann er og sömuleiðis framleiðni Íslendinga. Staðreyndin er hins vegar sú að Íslendingar eru gríðarlega vanþróaðir efnahagslega og þegar það kemur að skuldadögum þá fáum við að kenna á því að hleypa lífstandard okkar fram úr þeim standard sem við höfum raunverulega efni á.
nennti hvorki að lesa greinina né kommentin.. hló bara aftur að myndinni (hló sko fyrst að henni þegar ég sá hana í blaðinu;))
þúrt svo kjút:*
Maður verður nú að líta út fyrir að geðþekkur, þótt maður sé það ekki!
Annars getur maður sagt Íslendingum það til sárabóta að meira og minna allur hinn vestræni heimur hefur verið að sigla á fasteignaverðshækkunum og neyslulánum vegna þeirra á seinustu misserum/árum (gvuð blessi einokun ríkisins á myntútgáfu án tengingar við handbær verðmæti!!!). Undantekningar eru kannski helst þróunarlöndin.
Lesefni í framhaldinu:
http://www.mises.org/story/2544
http://www.mises.org/story/2532
Árni: Þú segir að aukin kaupmáttaraukning eigi enga stoð í aðgerðum stjórnmálamanna. Það er rétt, það er kjósendunum að þakka, þeir kusu menn sem þeir treystu og gerðu þetta að verkum. Lækkun tekjuskatta hefur átt þátt í auknum kaupmætti. Það er óumdeilt. Raunar óhrekjanlegt.
Auknar skuldir þeirra sem búa á landinu er á þeirra eigin ábyrgð, en bankarnir meta hærri kaupmátt auðvitað sem betri skuldara, þ.e. meiri líkur á að lánin verði greidd upp á lánstímanum. Sú spámennska er á ábyrgð eiganda bankanna, en ekki almennings né stjórnmálamanna. Raunar eru það alfarið eigendur bankanna sem þurfa að taka á sig skellinn ef afborganir lánanna skila sér ekki. Það er líka óumdeilt. Raunar óhrekjanlegt.
Að hafa lækkað skatta á fyrirtæki gríðarlega, er auðvitað kjósendum að þakka. Ekkert er stjórnmálamönnum að þakka, nema að því leiti að þeir hlustuðu á kjósendur, eins og ég sagði.
Ég tel mig líka til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, en það þýðir ekki að ég ætli að kjósa vinstriflokka, heldur auðvitað þá sem standa næst minni sannfæringu.
Hvernig eru Íslendingar gríðarlega vanþróaðir efnahagslega? Ég veit ekki betur en að stoðir efnahagslífsins hafi einmitt breyst frá því að vera vanþróaðir með aðeins fiskútflutning í það að vera að flytja út fjármálaþjónstu (sem vinstri menn vilja losna við raunar), útflutning á áli/raforku sem reyndar fer vaxandi og síðast en ekki síst hugviti. Með þessum fjölmörgu nýju stoðum efnahagslífsins er einmitt þvert á móti að gera það að verkum að við getum staðið undir afborgunum af okkar skuldum. Og ber alls ekki merki vanþróunar.
Þú ert í Danmörku. Danmörk hefur engar náttúruauðlindir. Þá hlýtur Danmörk að vera vanþróað efnahagslega skv. þínum bókum. Þeir hafa ekkert, nema kannski bjórinn? En nei, þeir hafa viðskiptavitið. Hlýtur þá Danmörk ekki að vera farið á hausinn fyrir mörgum öldum? Vanþróaðra efnahagslíf geturðu varla fundið, engar auðlindir, bara vit.
Hefurðu svona litla trú á samlöndum þínum?
Stjóri segir stundum að Danir séu "gyðingar Norðurlanda". Það segir nú ýmislegt um Baunana.
"Þú ert í Danmörku. Danmörk hefur engar náttúruauðlindir. Þá hlýtur Danmörk að vera vanþróað efnahagslega skv. þínum bókum."
Það vill einmitt svo til að reynsla ríkja er sú að náttúruauðlindir virka hamlandi á efnahagslegaþróun. Áhersla Íslendinga á að nýta sínar náttúruauðlindir hefur því gert að verkum að það er mjög vanþróað.
"Hvernig eru Íslendingar gríðarlega vanþróaðir efnahagslega?"
GDP per Hour Worked 2005
Iceland : 2.833kr
Denmark : 321,4kr ca. 3.783isk
Sweden : 360,5kr ca. 3.439isk
France: 40,1euro ca. 3.518isk
Uppgangur síðasta áratugs er að mestu ESS samningnum að þakka, ekki skattalækkunum. ESS samningurinn færði Íslendingum frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn var á mótti ESS. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálslyndur flokkur.
Já, mér finnst Íslendingar vera moðhausar.
"Sjálfstæðisflokkurinn var á mótti ESS."
Var það ekki Ingibjörg Sólrún og fleiri af því sauðahúsi sem sátu hjá í atkvæðagreiðslunni um EES á meðan Sjallar og Allaballar kusu með EES allir sem einn?
Það virðist vera ákveðið samhengi milli viðvarandi (en oft tölfræðilega falins) atvinnuleysis og meintrar framleiðni þróaðra hagkerfa með fyrirferðarmikið félagslegt kerfi (bætur oft hærri en laun sem þeir óframleiðnustu eiga kost á og því dregst framleiðnin upp því þeir óframleiðnustu sitja heima). Að minnsta kosti kenning sem ég ætla hafa á bak við eyrað.
Held það hafi reyndar verið Sjallarnir og Kratarnir sem kusu með EES allir sem einn.
Hinir voru á móti eða sátu hjá.
Sjálfstæðisflokkurinn er kannski ekki endilega rosalega langt til hægri, en hann er illskásti kosturinn fyrir fólk hægra megin miðju. Hverjum dettur t.d. í hug að fólk á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur og Mörð Árnason, sé sérstaklega frjálslynt eða til hægri. Það er nefninlega svo, að það er fólkið í stjórnmálaflokkunum, og athafnir þess fólks, sem gerir þá að því sem þeir eru, ekki einhver orð á blaði.
Árni: Í landi þar sem atvinnuþáttaka er jafn mikil og hér á Íslandi, getur verið að mikill fjöldi láglaunastarfa sé unninn. Í löndum eins og Svíþjóð, Frakkland og Danmörku er ekki mikill hvati til að rífa sig upp og vinna láglaunastörf (betra að fá bara bætur), og því verða færri vinnustundir unnar, og útreiknuð framlegð (á móti vinnustund) hærri.
Er þá ekki búið að svara þér, Árni? :)
Þetta er mjög fín tilgáta. Samt bara tilgáta en jafnframt áhugavert rannsóknarefni. Þetta kemur líklega til með að skýra hluta af muninum, en mun lítill hluti hátækniiðnaðar skýra einhvern mun.
Prófið að fara inn á
http://www.xd.is/xd/2007/forsida/
og hlustið á stefnu xD í landbúnaðarmálum.
Stefna og stefnuleysi samofið í einn vef. Skelfing. Þó minni skelfing en það stefnuleysi að ganga í ESB og hafa þar með þá stefnu eina að þýða fyrirmæli frá Brussel, og borga og þiggja í samræmi við fyrirmæli þaðan.
Hvað er svona sérstakt við íslenskan landbúnað að hann sé ekki háður duttlungum og smekk og neytenda eins og aðrar framleiðslugreinar?
Post a Comment