Tuesday, May 06, 2008

Ísland í lok maí

Jæja gott fólk þá opinberast það hér með að ég verð á Íslandi frá 29. maí til 9. júní. Partýið hefst á 10 ára (!!!) MR-reunion þann 30. maí og eftir það standa allar dyr opnar. Partý, einhver?

Eilíft flakk virðist ætla verða þema ársins hjá mér. Nú þegar hef ég farið til Frakklands og Noregs (bæði vegna vinnu), er nýkominn frá Litháen, Ísland heimsæki ég að sjálfsögðu og Færeyjar-ferðin í lok júlí virðist nánast vera skjalfest. Kannski ég kóróni þetta með heimsókn til Berlínar og gott ef ég þekki ekki einhvern í Svíþjóð líka. Nú eða bara láta það flakk duga sem hrein vinnu- og félagsleg skylda krefst.

Ég held að ég sé búinn að ná mér í enn eina fíkn: Ananassafafíkn! Mikið rosalega er þetta góður vökvi!

Litháen-annaáll örstuttur: Bjór á bar á 10 danskar krónur. Sígarettupakkinn á 12 danskar krónur. Mjög mörg skot drukkin. Blackout tvö kvöld af þremur (algjört svartnætti!). Kastali á vatni. Íbúð í Druskin. Íbúð í Vilnius. Mini Cooper. Skógur. Engin nekt í neinu samhengi (svo það sé skjalfest). Typpastytta. Gott veður. Rússar. Sovét-byggingar. Enskumælandi þjóð. Sennilega alveg frábær staður til að senda Íslendinga í frí (bæði í borgarfrí og strandferðalag).

Vinnuveitandi minn komst í fréttir í gær (samanber seinustu færslu) vegna opinberunar á risasamningi við brasílíska olíufélagið Petrobras. Samningur til þriggja ára upp á 1,4 milljarð danskra króna takk fyrir (upphæðin svarar til 140% af ársveltu vinnuveitanda míns í dag!). Nú verður fjör á vinnustaðnum! Ef einhverjum vélaverkfræðingnum vantar vinnu þá er bara að rétta upp litla putta og öll höndin verður rifin af!

En sumsé - Ísland í lok maí. Sjáumst!

6 comments:

Anonymous said...

Þú og þínar tímasetningar, báðar þessar helgar verð ég ekki á svæðinu (Vestmannaeyjar + Skagaströnd). Ég krefst þess þó að ég fái nokkra virka daga með þér, ekki beiðni heldur krafa minn kæri.

Geir said...

Ekki get ég sagt neitt við slíkri kröfu.

Gauti said...

Hvernig væri að bæta við heimsókn til Englands, nánar tiltekið til Leeds;)

Anonymous said...

Mæli með að þú prófir hreinan ananas-og kókóssafa ;)

kv.lionesse

Unknown said...

Hvaða stelpa fékk þig til þess að byrja þamba ananassafa...? Þú veist það er víst það besta sem hægt er að láta í sig til að bæta bragðið á þínum eigin "manjuice"... Eða ertu bara svona tillitsamur við dömurnar af fyrra (og ananas) bragði...

Geir said...

Raggi veistu, ég tók fíknina of langt og er orðinn mjög leiður á þessum safa núna. Málið er því, eins og sagt er á góðu máli, dautt!