Lof mér að byrja á að óska yndislegum frænkum til hamingju með frumburðinn! Lof mér einnig að óska hinu sauðhærða eðalmenni til hamingju með stúlkuna!
Hvað er að frétta? Mest lítið. Ég er kominn í mikinn vinnuham og djammið dettur inn þess á milli og það er ljómandi gott. Sólin lætur nú sjá sig á nánast hverjum degi í mikilli hitasveiflu og ég kvarta ekki yfir því (nema stundum). Lýkur þá fréttatímanum.
Vinnuham segi ég. Sumarið Mikla tekur senn við og hefst að þessu sinni á Íslandsferð á fimmtudaginn í næstu viku. Færeyjar í lok júlí er nú hvorki meira né minna en skjalfest staðreynd þótt örlítil tæknileg atriði séu enn ófrágengin. Stjóri sagði að hann væri í áfalli yfir því að núna tæki ég, sér að óvörum, eitthvað sumarfrí, en ástæðan fyrir því er einföld: Vinnustaðurinn lét fimm frídaga hverfa ólaunaða um seinustu mánaðarmót og ég er ekki sáttur. Eða eins og Daði segir við mig við hvern hitting og í hverju samtali: Ég er að vinna ókeypis fyrir þessi Danafífl!
Súr og bitur? Nei alls ekki og raunar þvert á móti. Í gærkvöldi náði ég á Daða & frú og drakk með þeim tvo belgíska bjóra. Ég er ennþá í góðu skapi eftir þann hitting. Á föstudaginn virðist allt ætla gerast á sama tíma og allt saman gott og það er alls ekki slæm tilhugsun. Seinasta föstudag var frábært vinnufélagadjamm (þar sem ég tók Arnarinn á fjölförnum vegi og týndi kortinu mínu) og yfir því kvartar sálin ekki. Vinnan er hressandi og það er gott. Allt í rjómablómasóma? Allt að því!
En þetta er of mikil jákvæðni. Hvað er að? Mér leiðist að ryksuga en þarf þess bráðum. Mér leiðist hvalblásandi og sísmjattandi skrifstofusessunautur minn en hann flytur bráðum á aðra skrifstofu. Ég sakna (flestra) þeirra sem lesa þessi orð en vonandi fæ ég plástur á það sár í byrjun júní. Já, það er eitt og annað sem mætti laga. Engin spurning.
En áður en ég helli mér í einhverja væmni þá ætla ég að... enda þessa færslu!
Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Jeeeeeeeeeeeeee! Arnarinn!
Það er að líða yfir mig af tilhlökkun að fá þig heim. Orvar
Verður bara gaman að fá þig, canselaði báðum ferðunum mínum....til þess að við gætum nú eitthvað djammað saman, já og út af fundum ofl. en aðallega út af þér minn kæri tilvonandi eiginmaður!
Húrra fyrir ykkur fallegu vinir! :)
Takk kærlega fyrir kveðjuna. Ég og strákarnir tveir hlakka til að hitta þig þegar þú kemur á klakann. :) Þú verður því að koma að heimsókn á Álftanesið í dagskrána á meðan þú ert á landinu.
Sjáumst!
Post a Comment