Þá að henda frá mér nokkrum molum frá Íslandsferðinni (so far):
Fyrsti dagurinn á Fjólustöðum - jarðskjálfti sem vaggaði mér varlega í stól út í garði - gláp - vaknað ELDsnemma. Fjólu skutlað í flug. Bíll hennar tekinn. Ekið í vinnu mömmu og lyklar sóttir. Klukkutímablundur. Hádegismatur hjá Stebba - Sölvi hress og Stebbi líka. Ríkið. Blundur. Vakna - sturta - jakkaföt. MR-reunion sem hófst á XY-hitting á Sægreifanum. Mætt snemma í salinn. Kátur. "Ásdís" og "Kjartan". Ölvun. Dansað ('Eclipe of My Heart' fyrir hana Jónu). Bærinn. Funheitt kreditkort (átsj). Haukur sætur á Celtic. Eftirpartý hjá systu. Heim í taxa.
Laugardagur: Vakna við boð um að kíkja í kaffi. Kaffið gott og félagsskapurinn líka (fusion art, hressandi). Heim - sturta - djammföt. Matarboð strákanna hjá Aggú. Gular nærbuxur (og "fíllinn"). Drykkja og spjall í hæsta gæðaflokki. Bær. Ölstofa, Kaffibarinn, Ellefan og kannski eitthvað fleira. Far heim.
Sunnudagur: Vakna við boð um að kíkja í kaffi. Kaffið gott og félagsskapurinn líka. Matur hjá ömmu og afa.
Mánudagur: Erindagjörðir og rúntur með brósa. Kíkt á fallega nýja frænda minn á Álftarnesi. Fjóla og Jenný. Loksins kíki ég á póstinn og MSN í fyrsta sinn síðan á miðvikudagskvöld. Ég er þreyttur en sáttur!
Jæja gott fólk, hvað á að gera um næstu helgi?!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
T.d farið til Danmerkur aftur
Post a Comment