Mikið er ánægjulegt að sjá að barnið mitt er komið til til Íslands og fær nú brátt að leggjast á hafsbotninn milli lands og Eyja. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið mitt léttasta verkefni hjá NKT Flexibles, en það var athyglisvert og lærdómsríkt. Nú er að sjá til hvernig gengur að leggja hið ágæta sveigjanlega rör og svo verð ég viðstaddur þrýstiprófun þegar sá dagur rennur upp. Svít.
Í dag tek ég stuttan vinnudag, kem við í bænum og heima til að kaupa og pakka og held svo til HRÓASKELDU og ég hlakka ekki lítið til! Sólin er í hitakasti og ég er þyrstur!
Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ooooo svo falleg leiðsla!
Já heldur betur! Meira að segja framleidd án mistaka enda var harður maður á bak við framleiðslufyrirmælin!
Post a Comment