Hér er að finna a.m.k. eina rangfærslu og eitt annað atriði sem er til merkis um takmarkaða heimildaöflun fréttamanns. Þá er það skjalfest!
En úr því bloggerinn er opinn þá er að henda út frásögn frá seinustu dögum og þéttu plani næstu daga svona til að hafa það lifandi í minningunni:
Kom heim eftir Hróaskeldu rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöldið (eftir drykkju allan daginn) - svaf aðeins lengur og náði hádegismatnum í vinnunni á mánudeginum - var eins og draugur í vinnunni en þó ekki alveg gagnslaus - hitti Herstein og frú beint eftir vinnu og drakk smá bjór með þeim (undir mótmælum til að byrja með) - kom heim rétt fyrir miðnætti og svaf ljómandi vel þrátt fyrir óendanlegan hita og raka í Danmörku - náði 12 tíma vinnudegi í dag og er núna bæði vakandi og heima hjá mér í fyrsta skipti síðan ég man ekki hvenær (sunnudagskvöld seinustu viku kannski?).
Fjörið endar ekki við þetta. Á morgun hitti ég Herstein og frú aftur beint eftir vinnu og stefni á smá sötur með þeim. Venjulegur vinnudagur á fimmtudaginn og flug til Parísar á fimmtudagskvöldið. Fundur í París á föstudaginn, flug heim um kvöldið og beint á vinnudjamm og hitting með Gauta sem verður þá staddur í Köben. Sennilega hitti ég eitthvað meira á þann ágæta mann um helgina og á sunnudagskvöldið hefst fjögurra daga ferð til Íslands með heimferð seinnipartinn á fimmtudaginn, og hvað þá? Fríkvöld? Það væri sosem ekkert óvinsælt, en sjáum hvað setur.
Yfir og út og farið endilega betur með ykkur en ég fer með mig!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Geir ég verð bara þreytt að lesa þetta, sérstaklega svona snemma að morgni (08:50) *geisp*
Og viti menn, ég einmitt laus á fimmtudagskvöldinu össsss!
... og hvað, hættur við Ólavsvöku?
Neits! Hún er ekki fyrr en eftir 2 vikur og nær því ekki inn á skammtímaplanið.
Post a Comment