Þótt ekkert sé að frétta þá er sennilega ágætt að smella inn smá frétta-bloggi, þótt ekki sé nema fyrir sjálfan mig.
Seinustu tveir mánuðir hafa aðallega verið vinna með smá djammi. J-dagur með vinnunni, Slipknot-tónleikar í seinustu viku og Slayer-tónleikar í gær, og einhverjir hittingar þess á milli (hittingar af öllu tagi satt að segja). Engar utanlandsferðir sem betur fer, en það breytist á mánudaginn (2ja daga vinnuferð til Parísar). Það er nú það heila.
Jóla-Íslandsferð nálgast, byrjar sennilega 20. eða 21. desember og planið er að vera alveg til 11. janúar.
Afmælispartý? Það er í vinnslu. Ekki satt, fröken veislustjóri?
Nú er hins vegar málið að setja á sig einhver föt og kíkja út í öl eða tvo.
Passið upp á ykkur, og þá sérstaklega á meðan íslenska krónan aðlagast margföldun á magni sínu seinustu ár!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Oo mér finnst svo gaman að fá Ekki fréttir af þér. Mátt ekki láta líða svona langt á milli blogga. :)
Hlakka til að hittast um jólin.
Það er í vinnslu minn kæri, ég hvet eindregið alla lesendur þessa bloggs til þess að senda mér myndir og grófar gamansögur af Geir á netfangið fjolae@hi.is
Úff!
Haha ég gæti komið með sögur, en engar sem neinn myndi höndla! :)
Geir, cant wait to see you!! ;**
Post a Comment