Monday, February 21, 2005

Vegna thrystings

Í kjølfar fjølda áskorana (!) birti ég nú bréfid sem ég sendi á Múrinn í sídustu viku vegna thessarar greinar, og kannski Dadi segi nokkur ord í kjølfarid?

****

Sæll Huginn.

Í grein þinni, "Kína og Kyoto", á Múrnum í dag (15. feb.), segir þú eftirfarandi:

"Hvað varðar einangraða afstöðu Bandaríkjastjórnar til Kyoto-bókunarinnar þá er rétt að benda á að á árunum 1996-2000 drógu Kínverjar úr losun gróðurhúsaloftegunda um 17 prósent á meðan hagvöxtur jókst um 36 prósent."

Ég ætla ekki að draga þessar tölur í efa, og raunar fagna ég þeim ákaft. Hins vegar finnst mér ábending þín vera athyglisverð því á umræddum árum stóð Kína utan við Kyoto-samkomulagið og aðra alþjóðlega sáttmála um útblástur og umgengni við umhverfið (ég veit a.m.k. ekki betur). Hins vegar markaðsvæddist kínverska hagkerfið á undraverðum hraða á sama tímabili. Í því samhengi fullyrði ég nú (án þess að biðja um viðbrögð við því):

Markaðsvæðing Kína leiðir beint eða óbeint til eftirfarandi aðstæðna:
- Almenningur efnast, hættir í auknum mæli að eyða allri sinni orku í brauðstritið, og byrjar um leið að hugleiða "lúxus"varning eins og hreinna umhverfi og ósýkt vatn.
- Fyrirtæki í markaðsvæddu samkeppnisumhverfi leita leiða til að lækka kostnað, t.d. við orkuöflun, og krefjast þar með framleiðslutækja sem nýta eldsneyti betur. Almenningur gerir hið sama, og byrjar t.d. að kaupa nýrri og sparneytnari bíla eftir því sem efnahagurinn vænkast, sem aftur gerist með aukinni markaðsvæðingu samfélagsins.
- Stjórnvöld átta sig á því að einkaeignarrétturinn er lykilatriði bak við efnahagslega velsæld og nauðsynlegur hvati til að knýja umbætur og framfarir áfram. Þegar einkaeignarrétturinn nýtur verndar er erfiðara fyrir fyrirtæki að menga t.d. land og grunnvatn án skaðabótakröfu, sem aftur leiðir til almenns bætts umgengis við umhverfið.

Þessar fullyrðingar er hægt að rökstyðja á ýmsa vegu, t.d. með hráum tölfræðilegum úttektum á sambandi aukinnar þjóðarframleiðslu og "hreinleika" umhverfis í einhverjum skilningi (án þess að magn reglugerða sé tekið með í reikninginn enda, að því er virðist, ekkert samband milli þess og hreinleika umhverfis). Tvær tilvitnanir úr ágætri ritgerð, Sustainable Development: A Dubious Solution in Search of a Problem:
http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=1308

Um loftmengun:
"Empirical examination of the data demonstrates a clear relationship between per capita income growth in the United States and absolute reduction of air emissions. Data from Europe are far more fragmentary but consistent with trends in the United States. Clearly, when economic growth reaches a certain level, air pollution begins to fall rapidly." (bls. 15)

Um vatnsmengun:
"The World Bank examined trends in fecal bacteria concentrations in 52 rivers in 25 countries and found that when per capita incomes reaches about $1,375, water quality begins to improve. Yet, after per capita incomes reach $11,500, water quality begins to deteriorate again. [...] However, when countries get rich enough they use groundwater to a much greater extent, which diminishes the urgency and political inclination to push for even lower fecal pollution standards. Even so, the U.S. Geological Survey finds no worsening of U.S. waters as far as fecal contamination is concerned. Moreover, Princeton economists Gene Grossman and Alan Kreuger find that the concentration of fecal coliform bacteria in rivers begins to decline when per capita income reaches $7,955 (in 1985 dollars)." (bls. 17)

Samband aukinnar þjóðarframleiðslu og efnahagslegs frelsis er svo auðvitað vel þekkt stærð, og samband efnahagslegs frelsis og meðalævilengdar einnig, og svona mætti lengi telja. Sjá fyrst og fremst:

http://www.heritage.org/research/features/index/

Að öllu þessu sögðu spyr ég þig:
Til að auka veg umhverfisverndar á heimsvísu er þá ekki réttast að bjóða heimsbyggðinni upp á frjáls markaðsviðskipti og aukið efnahagslegt frelsi? Ef ekki, hví ekki?

Með von um jákvæð viðbrögð frá þér eða öðrum svipað þenkjandi,
Geir Ágústsson

5 comments:

Anonymous said...

Ég er búinn að setja svar á þessu á to-do listann minn.

Hvað varðar loftmengun þá hef ég svarað þessu áður hjá þér og bent á heimildir, m.a. eigin skýrslu.

Loftmengun er eins og regnbogi, þegar landsframleiðsla fer yfir ákveðið stig (efnishyggja sýgur í gegnum þjóðfélagið?) þá byrjar umhverfisvernd aftur að lenda á hakanum.

Furðulegt er þetta mannshjarta.

Sendi svar þegar ég hef tíma.

Geir said...

Ljómandi. Mundu ad svara thví rækilega hvers vegna tølur og gøgn um loft-, vatns- og efnamengun eru á einu máli um ad aukinn audur og síbatnandi umhverfi haldast sterkt í hendur. Nefna m.a. thessi ákvednu stig sem ég impradi sjálfur ørlítid á í spurningu minni.

Anonymous said...

Ekki það að ég sé tilbúinn með þetta enda hef ég verið smá upptekinn en aukinn auður leiðir ekki endilega að bættri umhverfisvernd.

Þetta er svipað (svo ég noti nú sjálfhverft dæmi) og þegar byggt eru kamrar og vatnsleiðslur í 3 heiminum. Það er ekki nóg að byggja þetta og sýna. Það verður að koma atferlisbreyting og benda fólki á hvernig þetta bætir líf þeirra og heilsu.

Það sama er upp á teningnum með umhverfisvernd. Það þarf að koma fram grasrótarhreyfing sem gerist aðeins eftir ákveðið langt ferli (t.d á það ekki eftir að gerast hjá Indverjum fyrr en eftir 10 til 15 ár að almenningur fari að skilja og vita um umhverfisvandamál).

Í ríkjum sem eru að iðnvæðast en eru með lágt mennta- og lestrarstig þá verður aldrei til sá þrýstingur sem hefur myndast t.d. á vesturlöndunum gegn eigin stjórnvöldum sem gerir það að verkum að grasrótarhreyfingarnar í vesturlöndunum þrýsta á stjórnvöld að koma fram með leiðir sem draga úr mengun í 3 heiminum. Svo sem Montreal samkomulagið, Kyoto og svo framvegis.

Þá ertu kominn með lög, alþjóðalög eða þrýsting. Og vegna þrýsting (no pun intended) byrjar þriðji heimurinn að taka sig á.

Ef þú spyrð venjulegan stjórnmálamann í 3 heiminum afhverju þeir gera ekkert í loft og vatnsmengun þá segja þeir að setta sé vandamál vesturlandanna. Þeir séu rétt að byrja að framleiða eitthvað.

Þetta hugarfar á eftir að fara en eftir hvað, 10 ár, 20 ár, 2 ár. Getum við fórnað umhverfinu í 20 ár svo þið frjálshyggju mennirnir getið sannað kenningu ykkar?

Ég held að þú vitir sjálfur svarið við þessu þó þú mundir aldrei viðurkenna það.

Hvað um það. 'Key Drivers for capacity building within the Malaysian textile sectore' by Gudmundur Dadi Runarsson verður hressandi lesning í pósthólfinu þínu. Þar sérðu einmitt land sem að 70 - 80% getur stutt kenningu þína með 'agenda 2020' og ef allir væru eins og þeir væri heimurinn betri.

Ljómandi.
.daði

Geir said...

Varst það ekki þú sjálfur, Daði, sem bentir mér á að þessar umræddu grasrótarhreyfingar væru nú þegar komnar á laggirnar í ríkjum eins og Kamerún og víðar?

Það þarf ekkert að sanna lengur. Umhverfi sem einhver á verður ekki fórnað. Umhverfi sem ríkið ætlar að "verja" og "skipuleggja" endar sem rústir einar. Þannig fór fyrir stórum svæðum í "sameign" í Austur-Evrópu á meðan kapítalistarnir í vestri gengu um óspillt skóglendi.

Anonymous said...

Jú mikið rétt með Kamerún enda nefndi ég að það þyrfti að koma fram hugsanabreyting og stuðla að því að fólk myndi hugsa um umhverfið.

Það hefur og gerst í nokkrum ríkjum þar sem peningum hefur verið varið í þvílík málefni. Þetta gerist þó ekki að sjálfu sér.

Hvað varðar austur evrópu dæmið þá hafa kommúnistar aldrei verið þekktir fyrir svo mikið sem vott af umhverfisvernd fyrir 1990.

Ástæður þess eru svo meira politískar en verkfræðilegar og annara að spekúlera um.