Í ár er boðið upp á að velja á milli þriggja jólagjafa frá fyrirtækinu: Kaffisett+kaffi, sex flöskur af "gourmet" bjór eða kryddjurtabakki einhver. Samstarfsmaður hitti naglann á höfuðið:
"Þetta er EKKI val sem maður ber undir konuna sína."
Loksins fer að sjá tímabundið fyrir endann á eilífðarverkefninu sem ég er í í vinnunni. Á morgun eru skil og svo vonandi smá pása frá harkinu. Vinnuvikan lítur strax mun betur út fyrir vikið. Þá veit alþjóð það.
Innkaupalistinn fyrir íbúðina lengist bara eftir því sem ég hegg á hann. Svefnsófinn var keyptur en kallar um leið á aukasæng+kodda og undirdýnu. Nettenging kallar á utanáliggjandi harðan disk því annars fylli ég tölvuna um leið af kl.. bíómyndum og tónlist. Nýtt Netto-blað minnir mig á að ég þarf að kaupa reykskynjara. Eldteppi sem ég fékk gefins í vinnunni heimtar krók til að hengja það í. Svo vantar ýmislegt smálegt: Öskubakka, klakabox, litla gólfmottu, sennilega en ekkert endilega eitthvað potta- og pönnusett. Endar þetta einhvern tímann?
Truflar það engan nema mig þegar stjórnmálamenn tala eins og þeir séu að reka fyrirtæki? Þeir eru ekki að reka fyrirtæki (fara ekki á hausinn ef hugmyndin er slæm, verða ekki fátækir ef þeir sóa ógrynni fjár, verða ekki reknir svo glatt þótt þeir fari mörg hundruð prósent fram úr fjárhagsáætlun, osfrv). Stjórnmálamenn eru að rífast um hvaða ákvörðun á að taka fyrir fyrir alla og knýja alla til að vera aðila að.
Úr því pólitíska vélin er í gangi:
In branding profits as excessive and penalizing the efficient entrepreneurs by discriminatory taxation, people are injuring themselves. Taxing profits is tantamount to taxing success in best serving the public. The only goal of all production activities is to employ the factors of production in such a way that they render the highest possible output. The smaller the input required for the production of an article becomes, the more of the scarce factors of production is left for the production of other articles. But the better an entrepreneur succeeds in this regard, the more is he vilified and the more is he soaked by taxation. Increasing costs per unit of output, that is, waste, is praised as a virtue. (#)Nákvæmlega!
DailyMotion.com er ákaflega hressandi síða fyrir þá sem fíla YouTube en deila ekki siðferðislegum hæðum þeirrar síðu! Fínt að enda langlokufærslu á svoleiðis hressleika.
10 comments:
Þú heldur ekkert út mánuðinn, það er að koma meistaradeild og svo 10 daga haustfrí í Barbalandi!
Mér finnst bara ekkert vitlaust þá sjaldan að stjórnmálamenn nálgast sína starfsemi eins og rekstur á fyrirtæki ... eins og Þórólfur Árnason sællar minningar.
Hafðu í huga að það væri aldrei nokkurn skipuð stjórn í fyrirtæki sem væri þannig: "nú skulum við þrír vera alltaf saman í liði á móti ykkur tveimur og svo alltaf kíta og rövla um öll mál en ekkert vera að leysa þau"
Kítingurinn og röflið hættir ekki því annar segir, "ég vil útvatna útborguð laun landsmanna" og hinn segir "ég vil að það sé auðvelt að reka fyrirtæki í landinu" eða eitthvað í þeim stíl. Allir að rífast um það sem á að gilda fyrir alla í stað þess að keppast að því að skila góðri afkomu sem aðalmarkmiðið.
Þetta með drasl til heimilsins, það tekur aldrei enda. Þetta er botnlaust.
Fyrirgefðu, en þetta er bara botnlaus útúrsnúningur. Ég er þeirrar skoðunar að ef stjórnmálamenn sjá sér fært að reka sveitarfélagið eða þjóðfélagið sitt eins og fyrirtæki með ákveðin markmið er það bara fínt, ef það skyldi ekki hafa komið fram. Fyrirtæki eru almennt ekki rekin með e.k. flokkapólitikurhætti, með öllu því bulli sem henni fylgir.
Vandamálið byrjar við að skilgreina hvaða "ákveðin markmið" eiga að gilda. Einn segir, "ég vil bara að markmiðið sé að halda lög og reglu" en hinn segir að markmiðið sé að "tryggja góða þjónustu við íbúana". Strax komnar deilur.
Hvað er góð afkoma hjá fyrirtæki? Þegar þú segir þetta lætur þú það hljóma eins og markmiðið sé alltaf að ná mesta hagnaði á hverju einasta ári en markaðurin nog fyrirtækin stefna langt frá því í hvert skipti. Í fyrirtækja rekstri ertu jafnmikið að setja þér ákveðin markmið. Eftir því hvaða fyrirtæki á í hlut, hvaða stjórn og hvaða stjórnandi breytist þetta með vikum eða mánuðum.
Ekki ósvipað einmitt ríkisrekstri.
Eilífar deilur eru í öllu og 2 útgáfur af öllu, t.d. Straumur-Burðarás fyrir nokkrum vikum bara til að benda á nýlegt dæmi.
Gott og vel: Langtímamarkmið - að fjárfestar fái jákvæða ávöxtun af fjárfestingu sinni og framkvæmdarstjórn/stjórn hafi úr nægu að spila til að geta tryggt að það verði a.m.k. ekki úr minna að spila til lengri tíma litið, helst meira og meira.
Þetta er samt orðaleikur. Stjórnmálamenn hafa ekki allir (raunar fæstir) áhuga á afkomu "fyrirtækis" síns (ríkinu) heldur því hvernig samskipti og samspil (lögskipaðra) skjólstæðinga fyrirtækisins eru (allir jafnir, allir ójafnir, sem flestir ríkastir, sem flestir menntaðir, sem flestir í strætó, osfrv). Fyrirtækjaeigendur eru í algjöru lágmarki að hugsa þannig sem rekstraraðilar fyrirtækis (í prívat hugsa þeir eflaust um margt en það er ekki kjarni málsins).
Eðlismunurinn er stórkostlegur.
Þetta síðasta er vitlaust og þú veist það innst inni.
Ef stjórnmála menn hefðu fæstir áhuga á rekstri og afkomu síns fyrirtækis kæmi aldrei til þess að fjárlög væru rekinn með einhverjum mögnuðum hagnaði heldur væri öllu eytta á 4 ára kjörtímabili til að hafa alla sem ánægðasta vegna þess að þeir sem hafa almennt áhuga á því að ríkið sé í jafnvægi eru í lágmarki.
Þarna eru stjórnmálamenn að horfa til framtíðar og búa sér til langtímamarkmið, ekki nauðsynlega það sem kemur þeim best núna eða á þessu kjörtímabili heldur ríkinu (fyrirtækinu) sem best til lengri tíma.
Það að ríkið sem slíkt sé að skipta sér að endanlegu samspili þjóðarinnar, hækka menntun, fækka bílum auka hagsæld til framtíðar er eina dyggðin í þessu. Þar er ríkið að búa sér til framtíðar skattgreiðendur með góðar tekjur.
Sambærilegt við t.d. fótboltafélag sem elur upp upprennandi knattspyrnu menn og selur þá síðan þegar það er búið að þjálfa þá til stórustrákanna með 'Sell On Clause' og fá enn tekjur þegar leikmaðurinn stendur sig vel í framtíðinni.
"Þar er ríkið að búa sér til framtíðar skattgreiðendur með góðar tekjur."
Meira fyrir þá að eyða, ráðskast með, skipuleggja, byggja, búa til, kaupa atkvæði ... halda völdum, rétt eins og fyrirtæki reyna að halda markaðshlutdeild. I see it now...
Post a Comment