Núna byrja piltar að mæta hvað og hverju til að spila bridge í Holunni. Ég hef blendnar tilfinningar til þess - hér er allt á rúi og stúi, föt hanga til þerris á miðju gólfi, tómar bjórflöskur út um allt, ég í þreyttari kantinum og kann þar fyrir utan ekki neitt í bridge. Á móti kemur að Óli er hress og fallegur maður.
Ónefnd stúlka er á fullu við að skrifa nafn sitt á svarta listann minn. Kvenlesendur, hvernig losnar maður við eina af ykkar kyni? Ég treysti á A.L.K. hér umfram aðrar, að öðrum ólöstuðum (jafnvel í tölvupósti/á MSN ef upplýsingarnar eru trúnaðarmál).
Ég skil ekki gagnrýni á skattalækkanir á matvælum. Fyrir utan hið augljósa að þær lækka matarverð, hvernig stendur þá á því að fólk telur að eyðsla opinberra embættismanna á launum Íslendinga sé minna þensluvaldandi en eyðsla launþega á eigin launum? Þeir sem andmæla Kárahnjúkum af þeirri ástæðu að þeir telja ekki framkvæmdina arðsama ættu sérstaklega að velta þessu fyrir sér því óarðsæm framkvæmd af þessari stærðargráðu hefði tæplega verið ýtt úr vör án þrýstings frá ríkinu og þar með hefðu 100 milljarðar af erlendu lánsfé aldrei náð að streyma inn í hagkerfið og auka peningamagn og þar með ýta undir verðbólgu.
Morgunblaðið hefur verið fóðrað með hugleiðingu um þetta efni. Ekki vel skrifaðri hugleiðingu en nóg til að veita mér ákveðna útrás. Fylgist með!
Ónefndur einstaklingur veldur því að ég er með samviskubit yfir því að vera "bara" í 100% vinnu og engu öðru að ráði. Ekkert fullt nám, engin formennska í félagi, engin vettvangsferð erlendis, engin regluleg skrif í blað, engin seta í nefnd. Bara 100% vinna. Hvað er til ráða? Ég sakna vetursins á Smyrilsvegi: 100% lokaverkefni í svo ljómandi ágætum félagsskap, 40-60% nám í kúrsum, mikil þátttaka í einu ágætu stjórnmálatengdu félagi, og já auðvitað að flytja inn, sjá um og skemmta erlendri stúlku þótt ég sakni þess hluta minna.
Vinnudagurinn í dag var góður og mikill hasar og meira að segja gómsæt súkkulaðikaka og árangur og niðurstöður og það allt. Ég hlýt að mæta á svæðið á laugardaginn og ná nokkrum tímum í ró og næði með hressandi verkefni sem datt inn í dag. Þá veit alþjóð það. Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Við getum búið til eigin nefnd í barbalandi einu sinni í viku?
Eða lært saman...hjálpar það eitthvað?
Ef "lært saman" þýðir að ég fari að nördast vonlaust í Matlab verkefnunum þínum á meðan þú berð í mig bjór og kaffi til skiptis: Díll!
Það er bara eitt til ráða. Þú verður að læra Bridge.
Sérð líkast til ekki eftir því. Með þessu móti fær maður viðurkenningu mjög hratt, til dæmis á Grund.
Ég hlakka til, þegar ég kemst þangað.
Þrándur.
Þú hefur 19 daga til að taka til!
Ethidium bromide hefur gefist ágætlega við að losna við fólk- ef það er óvarlega farið með það.
Ef það virkar ekki, þá skaltu bara ríða henni í rassgatið þurrka svo typpinu á þér í gardínurnar hennar.
& segja henni síðan að hún sé feit.
Post a Comment