Friday, October 20, 2006

Föstudagur til friðar

Heima á föstudagskvöldi eins og planið segir til um. Ég er samt farinn að sakna Barbanna og held ég verði að gera eitthvað í því fljótlega. Er þetta ekki ágæt afsökun til að svíkja edrú-loforð og fagna því að ég mun ná a.m.k. 5 vinnandi klukkutímum á morgun? Líka stutt að fara sem skemmir ekki (þó aldrei fótgangandi).

Fokkings klóett, hættu að sturta niður (án þvingunar)!

Í dag heyrði ég hvorki meira né minna en þrjá Dani tala um að þeir hefðu fengið eða ætluðu að fá iðnaðarmenn til að gera eitthvað fyrir sig, t.d. smíða gluggaramma, tengja rafmagn eða gera við þak. Í öll skiptin spurði ég, innblásinn af herferð yfirvalda gegn svartri vinnu, hvort þeir hefðu borgað iðnaðarmönnunum svart. Allir sögðu já. Tilviljun? Kannski ég skrifi blaðagrein: "Könnun segir: 100% Dana segjast hafa greitt vísvitandi fyrir svarta atvinnustarfsemi", og kem þannig engum á óvart nema stjórnmálamönnum. Úrtak er heldur aldrei gefið upp í dönskum fréttum svo það spillir ekki.

Dagurinn í dag byrjaði á miklum pirring út í Dani. Þeir geta verið algjör sauðnaut. Bókstaflega vilja þeir bara drekka kaffið, ekki hella upp á það. Líkingarlega gildir þetta líka um þá - þeir vilja borða kökuna en ekki baka hana. Kannski eru þeir viljandi að búa sér til umkvörtunarefni? Allir vita jú að Danir þrífast á bakstungum og tuði.

"Ekkert kaffi!"
Gettu af hverju, Danadjöfull!

"Lestin er alltaf sein!"
Auðvitað er lestin sein þegar fólkið sem vill inn stendur fyrir þeim sem vilja út (fyrir utan þann augljósa seinkunarvald að ríkið á lestarfélagið).

"Skattar eru of háir!"
Auðvitað eru skattar alltof háir þegar alltaf er verið að heimta að skattfé sé notað til að borga hitt og þetta.

"Innflytjendur aðlagast ekki!"
Hver aðlagast þegar honum er borgað fyrir að sitja heima og bora í nefið? Ekki arabar og ekki Binni og yfirleitt enginn.

Jæja nóg um það.

Dexter = snilld.

Ég var að lesa snilldarskrif um danska strætóa sem ég gæti, með örlitlum breytingum á smáatriðum, alveg sagt í fyrstu persónu líka. Eina leiðin til að lifa af í dönskum strætó er að vera annaðhvort öskrandi ölvaður eða hálfdauður úr þreytu.

Einn af hverjum tíu verkfræðingum í Danmörku er lagður í einelti, segir í fréttum. Ég og Óli vinnufélagi urðum því að vera extra duglegir að leggja í einelti í dag til að tryggja að hlutfallið sé örugglega til staðar á okkar vinnustað líka. Danir tækla vandamálið eins og önnur vandamál: Með því að halda langa fundi, hella áfengi í fólk og tala út í eitt þar til næsta fyrirsögn nær athyglinni. Að leysa vandamálið er yfirleitt látið liggja á milli hluta.

Hvernig er hægt að kalla skattahækkun "leiðréttingu"? Jú, með því að sitja í sæti móttakanda skattgreiðslanna. Dæmi: Fulltrúi æskulýðssamtaka kallar á að "leiðrétting verði gerð á fjárveitingu til æskulýðssamtaka" (úr aðsendri grein í Mogganum á fimmtudaginn). Oj bara.

Mikið er þetta eitthvað bitur færsla? Enginn yndislestur en á móti kemur að biturðin skrifast í burtu og er því ekki til staðar að færslu lokinni.

Gott ef eðaleinstaklingarnir Arnar og Ingigerður frænka eru ekki nágrannar í Bryggjuhverfinu. Heppið hverfi.

Netto er svo ágæt verslun. Vodkaflaska, kassi af bjór, matur fyrir viku, hreingerningarvökvi einhver; 290 danskar krónur. Gott að vera fyllibytta í Danmörku.

Mangó er ekki bara ávöxtur. Magnó er líka mjög sláanlegur rass.

George og Ringo eru vinir mínir.

Mig langar í veggspjald, u.þ.b. 60 cm breitt, hæðin er aukaatriði, og þarf að vera flott. Uppástungur? Búinn að eignast tappatogara sem kemur í veg fyrir að mig langi í fleiri veggspjöld á næstunni.

1 comment:

Anonymous said...

60 cm: Þú prentar bara út mynd af sjálfum þér á A3 og setur inn í ramma (portrait).

Þá fara líka stelpurnar pottþétt fljótt út daginn eftir. Allar. Alla fös- og lau-morgna. Passa bara að nota aðeins kertaljós kvöldið áður.

Gítar í hinu horninu myndi líka fanga athyglina (segi ekki hvaðan þessi hugmynd kom).

Besser.